Málaferli sem gætu gerbreytt forritaverslun Apple Kjartan Kjartansson skrifar 4. maí 2021 09:06 Framleiðandi tölvuleiksins Fortnite vill að Apple hætti að krefjast þess að öll snjallforrit séu seld í gegnum forritaverslunina App Store og að hugbúnaðarfyrirtæki verði að nota greiðslukerfi Apple. Vísir/EPA Málflutningur á máli Epic, framleiðanda eins vinsælasta tölvuleiks í heimi, gegn tæknirisanum Apple hófst í gær með því að forstjóri Epic sakaði Apple um að hafa „öll völd“ yfir Iphone-símum. Epic sakar Apple um samkeppnisbrot og hafi það betur gæti Apple neyðst til þess að gerbreyta hvernig Iphone-eigendur nálgast snjallforrit. Upphaf málsins má rekja til þess að Apple taldi að Epic hefði brotið notendaskilmála sína þegar hugbúnaðarfyrirtækið tók upp eigið greiðslukerfi inni í tölvuleiknum Fornite sem margir Iphone-notendur spila á símanum sínum. Apple krefst ekki aðeins að öll forrit séu seld í gegnum App Store, forritaverslun sína, heldur að hugbúnaðarfyrirtækin notist aðeins við greiðslukerfi þess þar sem Apple smyr 30% þóknun ofan á verðið. Mikið er í húfi fyrir Epic því tekjur fyrirtækisins af Fortnite byggjast á því að notendur leiksins kaupi sér hluti innan hans eins og nýtt útlit á persónuna sem þeir spila. Ókeypis er að sækja og spila leikinn sjálfan en Epic hefur þénað fúlgur fjár eingöngu á hégóma spilaranna sem eru tilbúnir að punga út beinhörðum peningum til að líta sem best út á meðan þeir spila. Apple bannaði Epic í App Store fyrir að hafa tekið upp eigið greiðslukerfi. Epic stefndi því Apple fyrir umdæmisdómstól í Kaliforníu í fyrra og sakaði tæknirisann um samkeppnisbrot. Stefnan byggir meðal annars á því að Apple misnoti vald sitt yfir hugbúnaðarfyrirtækjum sem þróa snjallforrit með notendaskilmálum sínum og greiðslukerfi og skaði þannig samkeppni á milli þeirra. Vildu vekja athygli á viðskiptaháttum Apple Við upphaf málflutnings í gær hélt lögmaður Epic því fram að tilgangur App Store væri að Apple gæti kreist pening út úr hugbúnaðarfyrirtækjum sem vilja selja Iphone-notendum snjallforrit. Tim Sweeney, forstjóri Epic, sagðist hafa brotið skilmála Apple vísvitandi í fyrra til þess að vekja athygli á einokun Apple. „Ég vildi að heimurinn sæi að Apple hefur fullt vald yfir öllum hugbúnaði á Ios [stýrikerfi Apple] og að það getur beitt því valdi til að neita notendum um aðgang að forritum,“ sagði Sweeney fyrir dómi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Apple ber því við að skilmálar App Store tryggi öryggi notenda þegar þeir greiða hugbúnaðarfyrirtækjum sem þeir þekkja ekki fyrir þjónustu. Þannig hafi það skapað risavaxinn markað sem öll hugbúnaðarfyrirtæki njóti góðs af. Það sakar Epic um að hafa brotið reglurnar vegna þess að það vildi fá aðgang að Iphone-notendum sér að kostnaðarlausu. Búist er við því að málaferlin standi yfir í þrjár vikur. Epic krefst ekki bóta frá Apple en vill að dómari skipi Apple að leyfa Iphone-notendum að sækja sér forrit utan App Store líkt og notendur Android-síma geta þegar gert. Apple Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Upphaf málsins má rekja til þess að Apple taldi að Epic hefði brotið notendaskilmála sína þegar hugbúnaðarfyrirtækið tók upp eigið greiðslukerfi inni í tölvuleiknum Fornite sem margir Iphone-notendur spila á símanum sínum. Apple krefst ekki aðeins að öll forrit séu seld í gegnum App Store, forritaverslun sína, heldur að hugbúnaðarfyrirtækin notist aðeins við greiðslukerfi þess þar sem Apple smyr 30% þóknun ofan á verðið. Mikið er í húfi fyrir Epic því tekjur fyrirtækisins af Fortnite byggjast á því að notendur leiksins kaupi sér hluti innan hans eins og nýtt útlit á persónuna sem þeir spila. Ókeypis er að sækja og spila leikinn sjálfan en Epic hefur þénað fúlgur fjár eingöngu á hégóma spilaranna sem eru tilbúnir að punga út beinhörðum peningum til að líta sem best út á meðan þeir spila. Apple bannaði Epic í App Store fyrir að hafa tekið upp eigið greiðslukerfi. Epic stefndi því Apple fyrir umdæmisdómstól í Kaliforníu í fyrra og sakaði tæknirisann um samkeppnisbrot. Stefnan byggir meðal annars á því að Apple misnoti vald sitt yfir hugbúnaðarfyrirtækjum sem þróa snjallforrit með notendaskilmálum sínum og greiðslukerfi og skaði þannig samkeppni á milli þeirra. Vildu vekja athygli á viðskiptaháttum Apple Við upphaf málflutnings í gær hélt lögmaður Epic því fram að tilgangur App Store væri að Apple gæti kreist pening út úr hugbúnaðarfyrirtækjum sem vilja selja Iphone-notendum snjallforrit. Tim Sweeney, forstjóri Epic, sagðist hafa brotið skilmála Apple vísvitandi í fyrra til þess að vekja athygli á einokun Apple. „Ég vildi að heimurinn sæi að Apple hefur fullt vald yfir öllum hugbúnaði á Ios [stýrikerfi Apple] og að það getur beitt því valdi til að neita notendum um aðgang að forritum,“ sagði Sweeney fyrir dómi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Apple ber því við að skilmálar App Store tryggi öryggi notenda þegar þeir greiða hugbúnaðarfyrirtækjum sem þeir þekkja ekki fyrir þjónustu. Þannig hafi það skapað risavaxinn markað sem öll hugbúnaðarfyrirtæki njóti góðs af. Það sakar Epic um að hafa brotið reglurnar vegna þess að það vildi fá aðgang að Iphone-notendum sér að kostnaðarlausu. Búist er við því að málaferlin standi yfir í þrjár vikur. Epic krefst ekki bóta frá Apple en vill að dómari skipi Apple að leyfa Iphone-notendum að sækja sér forrit utan App Store líkt og notendur Android-síma geta þegar gert.
Apple Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira