Lífið

Sigvaldahús í Skildinganesi falt fyrir 225 milljónir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þörf er á endurbótum. 
Þörf er á endurbótum. 

Einbýlishús við Skildinganes í Skerjafirði er nú komið á sölu fyrir 225 milljónir.

Um er að ræða 330 fermetra hús sem teiknað var af Sigvalda Thordarson arkitekt.

Húsið var byggt árið 1960 og eru þar fimm svefnherbergi og þrjár stofur.

Fasteignamat eignarinnar er 136 milljónir en útsýnið úr stofuglugganum er yfir á Bessastaði. Eignin er mjög mikið upprunaleg og þarfnast töluverða endurbóta. Hurðir, skápar, innréttingar úr tekkvið, allt upprunalegt.

Hér að neðan má sjá myndir af eigninni en Sigvaldi er einn merkasti arkitekt Íslandssögunnar og eru hús eftir hann um alla borg.

Fallega teiknað hús.
Svalirnar magnaðar og falleg sólstofa upp á þaki.
Eldhúsið er upprunalegt frá 1960.
Ef kaupandi ætlar að halda baðherberginu óbreyttu þarf að fjárfesta í klósettsetu.
Víða teppalagt í húsinu.
Fallegur tekkviður víða um húsið.
Litirnir fá heldur betur að njóta sín.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.