Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 33 - 25 | Haukar völtuðu yfir Mosfellinga Andri Már Eggertsson skrifar 4. maí 2021 20:15 vísir/hulda Haukar voru í engum vandræðum með Aftureldingu og völtuðu yfir þá, leikurinn endaði með 8 marka sigri Hauka 33-25 sem hefði vel getað verið stærri. Bæði lið spiluðu á sömu bylgjulengd í upphafi leiks en Haukar áttu fyrsta frumkvæðið þegar þeir tóku 3-0 kafla sem kom þeim 7-4 yfir. Gestirnir frá Mosfellsbæ voru snöggir að kvitta fyrir það og leikurinn varð jafn á ný 8-8. Síðustu tíu mínútur fyrri hálfleiks voru hreint skelfilegar hjá Aftureldingu, þeir tóku markmaninn útaf þegar þeir lentu einum færri sem sprakk alltaf í andlitið á þeim ásamt því var sóknarleikur liðsins afleiddur þegar jafn margir voru inn á vellinum. Það mætti halda að Harlem Globetrotters voru mættir á Ásvelli því Haukarnir léku sér að þeim og fóru síðustu tíu mínútur fyrri hálfleiks 10-3 og heimamenn komnir með sjö marka forskot þegar haldið var til hálfleiks. Afturelding átti ágæti innkomu í upphafi seinni hálfleiks þar sem þeir minnkuðu forskot Hauka í fimm mörk, en það vakti Haukana sem svöruðu með góðu áhlaupi og komust fljótt ellefu mörkum yfir. Haukar héldu sínu striki út nánast allan leikinn, Afturelding gerði tvö síðustu mörkin í leiknum en nær komust þeir ekki og niðurstaðan átta marka sigur Hauka 33-25 Af hverju unnu Haukar Haukar áttu tvo góða kafla í leiknum sem varð til þess að þeir unnu þennan leik. Fyrst voru það síðustu tíu mínúturnar í fyrri hálfleik sem þeir unnu 10-3. Haukar áttu síðan annan sambærilegan kafla í seinni hálfleik þegar Afturelding fór að kroppa í þá svöruðu Haukarnir með að fara úr því að vera fimm mörkum yfir í því að vera ellefu mörkum yfir. Hverjir stóðu upp úr? Geir Guðmundsson var sprækur í hægri skyttu Hauka í kvöld, Afturelding lenti í miklum vandræðum þegar Geir tók sig til og þrumaði af öllu afli. Geir endaði leikinn með 7 mörk úr 12 skotum. Blær Hinriksson var langbesti leikmaður Aftureldingar í kvöld. Blær fór á kostum í sóknarleik Aftureldingar og gátu Haukarnir ekki stoppað hann, heldur bara alla hina. Blær skoraði 13 mörk í leiknum úr 15 skotum. Hvað gekk illa? Afturelding fékk nánast enga markvörslu í dag, Brynjar Vignir Stefánsson var með 5 varða bolta og varði Björgvin Franz Björgvinsson aðeins 1 skot. Afturelding fór illa að ráði sínu oft á tíðum í sókn sem skilaði sér í töpuðum boltum sem Haukarnir voru duglegir að refsa fyrir. Hvað gerist næst? Á sunnudaginn fer Afturelding í Kaplakrikan og mætir FH klukkan 14:00 í beinni á Stöð 2 Sport. Á mánudaginn mætast Fram og Haukar klukkan 19:30. Aron Kristjánsson: Þegar vélin fór að malla náðum við að refsa þeim Aron var ánægður með sjöunda sigur Hauka í röðVísir/Hulda Margrét „Mér fannst við halda góðu flæði út allan leikinn, við fórum að ná upp forskoti eftir fyrsta korterið í leiknum, við gerðum vel í að vera sjö mörkum yfir í hálfleik sem við unnum okkur inn fyrir, við fengum síðan sambærilegan kafla í seinni hálfleik sem skilaði þessum sigri," sagði Aron þjálfari Hauka. Haukar léku á alls oddi síðustu tíu mínútur fyrri hálfleiks sem endaði með 10 - 3 áhlaupi heimamanna. „Mér fannst við refsa þeim í hraðahlaupum, vélin fór að malla og bjuggum við til þetta forskot með þolinmæði og góðum endasprett." Blær Hinriksson leikmaður Aftureldingar skoraði 13 mörk í kvöld en næsti leikmaður gestana var aðeins með 3 mörk og sagðist Aron hafa farið vel yfir alla leikmenn Aftureldingar. „Við fórum yfir þá leikmenn sem Afturelding er með, Blær hefur verið mjög atkvæðamikill fyrir Aftureldingu undanfarið enda efnilegur og góður leikmaður, við lokuðum á aðra leikmenn sem eru einnig hættulegir og stóðum við vel á þá," sagði Aron að lokum. Hrannar Guðmundsson: Erum ekki að opna hornið nóg fyrir Guðmund Árna Gunnar Magnússon var fjarverandi í dag vegna sóttkvíar og stýrði því Hrannar Guðmundsson liðinuVísir/Hulda Margrét „Ætli þetta sé ekki bara munurinn á liðunum eins og staðan er í dag, við fórum með leik undir lok fyrri hálfleiks, við fengum á okkur tvö klaufa mörk sem varð til þess að við lentum sjö mörkum undir í hálfleik," sagði Hrannar þjálfari Aftureldingu í fjarveru Gunnar Magnússonar. Hrannar hélt síðan áfram að svekkja sig á því hvernig liðið spilaði síðustu fimm mínútur fyrri hálfleiks, því þar voru þeir bara klaufar. „Í seinni hálfleik vorum við góðir til að byrja með, fengum flotta vörn sem skilaði sér í nokkrum mörkum og minnkuðum leikinn niður í fimm mörk." „Síðan fórum við að tapa boltaum sem endaði með að við fengum nokkur hraðahlaup í bakið á okkur, þeir fóru síðan að mæta okkur ofar á vellinum sem við réðum ekkert við og þorðum einfaldlega ekki að sækja á markið." Guðmundur Árni Ólafsson var einn besti leikmaður tímabilsins á síðustu leiktíð en hefur verið skugginn af sjálfum sér á núverandi tímabili. Í dag hljóp hann endana á milli en fékk nánast engar sendingar niður í hægra hornið sitt. „Guðmundur Árni er einn besti hornamaðurinn í deildinni en við höfum ekki tekist að opna hornið nóg. Guðmundur tók vítaköstin í fyrra en í ár hefur Blær verið að sjá um vítin sem blekkir markatölfræðina," sagði Hrannar og bætti við að liðið verði að spila betri vörn svo Guðmundur fái sín hraðahlaup. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Haukar Afturelding
Haukar voru í engum vandræðum með Aftureldingu og völtuðu yfir þá, leikurinn endaði með 8 marka sigri Hauka 33-25 sem hefði vel getað verið stærri. Bæði lið spiluðu á sömu bylgjulengd í upphafi leiks en Haukar áttu fyrsta frumkvæðið þegar þeir tóku 3-0 kafla sem kom þeim 7-4 yfir. Gestirnir frá Mosfellsbæ voru snöggir að kvitta fyrir það og leikurinn varð jafn á ný 8-8. Síðustu tíu mínútur fyrri hálfleiks voru hreint skelfilegar hjá Aftureldingu, þeir tóku markmaninn útaf þegar þeir lentu einum færri sem sprakk alltaf í andlitið á þeim ásamt því var sóknarleikur liðsins afleiddur þegar jafn margir voru inn á vellinum. Það mætti halda að Harlem Globetrotters voru mættir á Ásvelli því Haukarnir léku sér að þeim og fóru síðustu tíu mínútur fyrri hálfleiks 10-3 og heimamenn komnir með sjö marka forskot þegar haldið var til hálfleiks. Afturelding átti ágæti innkomu í upphafi seinni hálfleiks þar sem þeir minnkuðu forskot Hauka í fimm mörk, en það vakti Haukana sem svöruðu með góðu áhlaupi og komust fljótt ellefu mörkum yfir. Haukar héldu sínu striki út nánast allan leikinn, Afturelding gerði tvö síðustu mörkin í leiknum en nær komust þeir ekki og niðurstaðan átta marka sigur Hauka 33-25 Af hverju unnu Haukar Haukar áttu tvo góða kafla í leiknum sem varð til þess að þeir unnu þennan leik. Fyrst voru það síðustu tíu mínúturnar í fyrri hálfleik sem þeir unnu 10-3. Haukar áttu síðan annan sambærilegan kafla í seinni hálfleik þegar Afturelding fór að kroppa í þá svöruðu Haukarnir með að fara úr því að vera fimm mörkum yfir í því að vera ellefu mörkum yfir. Hverjir stóðu upp úr? Geir Guðmundsson var sprækur í hægri skyttu Hauka í kvöld, Afturelding lenti í miklum vandræðum þegar Geir tók sig til og þrumaði af öllu afli. Geir endaði leikinn með 7 mörk úr 12 skotum. Blær Hinriksson var langbesti leikmaður Aftureldingar í kvöld. Blær fór á kostum í sóknarleik Aftureldingar og gátu Haukarnir ekki stoppað hann, heldur bara alla hina. Blær skoraði 13 mörk í leiknum úr 15 skotum. Hvað gekk illa? Afturelding fékk nánast enga markvörslu í dag, Brynjar Vignir Stefánsson var með 5 varða bolta og varði Björgvin Franz Björgvinsson aðeins 1 skot. Afturelding fór illa að ráði sínu oft á tíðum í sókn sem skilaði sér í töpuðum boltum sem Haukarnir voru duglegir að refsa fyrir. Hvað gerist næst? Á sunnudaginn fer Afturelding í Kaplakrikan og mætir FH klukkan 14:00 í beinni á Stöð 2 Sport. Á mánudaginn mætast Fram og Haukar klukkan 19:30. Aron Kristjánsson: Þegar vélin fór að malla náðum við að refsa þeim Aron var ánægður með sjöunda sigur Hauka í röðVísir/Hulda Margrét „Mér fannst við halda góðu flæði út allan leikinn, við fórum að ná upp forskoti eftir fyrsta korterið í leiknum, við gerðum vel í að vera sjö mörkum yfir í hálfleik sem við unnum okkur inn fyrir, við fengum síðan sambærilegan kafla í seinni hálfleik sem skilaði þessum sigri," sagði Aron þjálfari Hauka. Haukar léku á alls oddi síðustu tíu mínútur fyrri hálfleiks sem endaði með 10 - 3 áhlaupi heimamanna. „Mér fannst við refsa þeim í hraðahlaupum, vélin fór að malla og bjuggum við til þetta forskot með þolinmæði og góðum endasprett." Blær Hinriksson leikmaður Aftureldingar skoraði 13 mörk í kvöld en næsti leikmaður gestana var aðeins með 3 mörk og sagðist Aron hafa farið vel yfir alla leikmenn Aftureldingar. „Við fórum yfir þá leikmenn sem Afturelding er með, Blær hefur verið mjög atkvæðamikill fyrir Aftureldingu undanfarið enda efnilegur og góður leikmaður, við lokuðum á aðra leikmenn sem eru einnig hættulegir og stóðum við vel á þá," sagði Aron að lokum. Hrannar Guðmundsson: Erum ekki að opna hornið nóg fyrir Guðmund Árna Gunnar Magnússon var fjarverandi í dag vegna sóttkvíar og stýrði því Hrannar Guðmundsson liðinuVísir/Hulda Margrét „Ætli þetta sé ekki bara munurinn á liðunum eins og staðan er í dag, við fórum með leik undir lok fyrri hálfleiks, við fengum á okkur tvö klaufa mörk sem varð til þess að við lentum sjö mörkum undir í hálfleik," sagði Hrannar þjálfari Aftureldingu í fjarveru Gunnar Magnússonar. Hrannar hélt síðan áfram að svekkja sig á því hvernig liðið spilaði síðustu fimm mínútur fyrri hálfleiks, því þar voru þeir bara klaufar. „Í seinni hálfleik vorum við góðir til að byrja með, fengum flotta vörn sem skilaði sér í nokkrum mörkum og minnkuðum leikinn niður í fimm mörk." „Síðan fórum við að tapa boltaum sem endaði með að við fengum nokkur hraðahlaup í bakið á okkur, þeir fóru síðan að mæta okkur ofar á vellinum sem við réðum ekkert við og þorðum einfaldlega ekki að sækja á markið." Guðmundur Árni Ólafsson var einn besti leikmaður tímabilsins á síðustu leiktíð en hefur verið skugginn af sjálfum sér á núverandi tímabili. Í dag hljóp hann endana á milli en fékk nánast engar sendingar niður í hægra hornið sitt. „Guðmundur Árni er einn besti hornamaðurinn í deildinni en við höfum ekki tekist að opna hornið nóg. Guðmundur tók vítaköstin í fyrra en í ár hefur Blær verið að sjá um vítin sem blekkir markatölfræðina," sagði Hrannar og bætti við að liðið verði að spila betri vörn svo Guðmundur fái sín hraðahlaup. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti