Leggur til aldurstakmark á snjallsímaeign Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. maí 2021 13:38 Hjálmar Bogi Hafliðason. vísir/Vilhelm Hjálmar Bogi Hafliðason, þingmaður Framsóknarflokksins, ræddi um snjallsímanotkun barna á Alþingi í dag og spurði hvort takmarka ætti snjallsímaeign barna við fimmtán ára aldur. Hjálmar Bogi tók sæti á Alþingi í gær sem varamaður Þórunnar Egilsdóttur. Í umræðum um störf þingsins í dag benti Hjálmar á að athafnafrelsi barna og ungmenna sé nú þegar takmarkað með ýmsum hætti í lögum. „Átján ára verður barnið lögráða og fjárráða einstaklingur, átján ára fær einstaklingur kosningarétt og má ganga í hjónaband og kaupa tóbak. Tuttugu ára má einstaklingur kaupa áfengi og eiga og nota skotvopn,“ sagði Hjálmar og taldi upp ýmis önnur dæmi. „Við sem teljumst fullorðin reynum hafa vit fyrir æsku samfélagsins hverju sinni,“ sagði Hjálmar og bætti við að veröldin breytist hratt í neyslusamfélagi samtímans. „Er kominn tími til að skilgreina í lögum hvenær barn má eignast snjallsíma? Í stjórnarskrá Íslands stendur að börnum skuli tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst.“ Þá spurði hann hvers vegna snjallsímanotkun barna væri samþykkt. „Hvers vegna samþykkjum við að til dæmis tólf ára barn eignist síma með aðgangi að öllu því internet hlaðborði og samfélagsmiðlum sem þeir hafa upp á að bjóða? Hvað þá tíu ára barn eða níu ára,“ sagði Hjálmar. „Ættum við hér á Alþingi kannski að setja lög; að einstaklingur megi eignast snjallsíma með interneti og samskiptaforitum fimmtán ára? Verndun börnin okkar og ungmenni og aðstoðum foreldra við að sinna sínu ábyrgðarmikla hlutverki að ala upp barn.“ Alþingi Börn og uppeldi Tækni Mest lesið Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Sjá meira
Hjálmar Bogi tók sæti á Alþingi í gær sem varamaður Þórunnar Egilsdóttur. Í umræðum um störf þingsins í dag benti Hjálmar á að athafnafrelsi barna og ungmenna sé nú þegar takmarkað með ýmsum hætti í lögum. „Átján ára verður barnið lögráða og fjárráða einstaklingur, átján ára fær einstaklingur kosningarétt og má ganga í hjónaband og kaupa tóbak. Tuttugu ára má einstaklingur kaupa áfengi og eiga og nota skotvopn,“ sagði Hjálmar og taldi upp ýmis önnur dæmi. „Við sem teljumst fullorðin reynum hafa vit fyrir æsku samfélagsins hverju sinni,“ sagði Hjálmar og bætti við að veröldin breytist hratt í neyslusamfélagi samtímans. „Er kominn tími til að skilgreina í lögum hvenær barn má eignast snjallsíma? Í stjórnarskrá Íslands stendur að börnum skuli tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst.“ Þá spurði hann hvers vegna snjallsímanotkun barna væri samþykkt. „Hvers vegna samþykkjum við að til dæmis tólf ára barn eignist síma með aðgangi að öllu því internet hlaðborði og samfélagsmiðlum sem þeir hafa upp á að bjóða? Hvað þá tíu ára barn eða níu ára,“ sagði Hjálmar. „Ættum við hér á Alþingi kannski að setja lög; að einstaklingur megi eignast snjallsíma með interneti og samskiptaforitum fimmtán ára? Verndun börnin okkar og ungmenni og aðstoðum foreldra við að sinna sínu ábyrgðarmikla hlutverki að ala upp barn.“
Alþingi Börn og uppeldi Tækni Mest lesið Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Sjá meira