Leggur til aldurstakmark á snjallsímaeign Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. maí 2021 13:38 Hjálmar Bogi Hafliðason. vísir/Vilhelm Hjálmar Bogi Hafliðason, þingmaður Framsóknarflokksins, ræddi um snjallsímanotkun barna á Alþingi í dag og spurði hvort takmarka ætti snjallsímaeign barna við fimmtán ára aldur. Hjálmar Bogi tók sæti á Alþingi í gær sem varamaður Þórunnar Egilsdóttur. Í umræðum um störf þingsins í dag benti Hjálmar á að athafnafrelsi barna og ungmenna sé nú þegar takmarkað með ýmsum hætti í lögum. „Átján ára verður barnið lögráða og fjárráða einstaklingur, átján ára fær einstaklingur kosningarétt og má ganga í hjónaband og kaupa tóbak. Tuttugu ára má einstaklingur kaupa áfengi og eiga og nota skotvopn,“ sagði Hjálmar og taldi upp ýmis önnur dæmi. „Við sem teljumst fullorðin reynum hafa vit fyrir æsku samfélagsins hverju sinni,“ sagði Hjálmar og bætti við að veröldin breytist hratt í neyslusamfélagi samtímans. „Er kominn tími til að skilgreina í lögum hvenær barn má eignast snjallsíma? Í stjórnarskrá Íslands stendur að börnum skuli tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst.“ Þá spurði hann hvers vegna snjallsímanotkun barna væri samþykkt. „Hvers vegna samþykkjum við að til dæmis tólf ára barn eignist síma með aðgangi að öllu því internet hlaðborði og samfélagsmiðlum sem þeir hafa upp á að bjóða? Hvað þá tíu ára barn eða níu ára,“ sagði Hjálmar. „Ættum við hér á Alþingi kannski að setja lög; að einstaklingur megi eignast snjallsíma með interneti og samskiptaforitum fimmtán ára? Verndun börnin okkar og ungmenni og aðstoðum foreldra við að sinna sínu ábyrgðarmikla hlutverki að ala upp barn.“ Alþingi Börn og uppeldi Tækni Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Sjá meira
Hjálmar Bogi tók sæti á Alþingi í gær sem varamaður Þórunnar Egilsdóttur. Í umræðum um störf þingsins í dag benti Hjálmar á að athafnafrelsi barna og ungmenna sé nú þegar takmarkað með ýmsum hætti í lögum. „Átján ára verður barnið lögráða og fjárráða einstaklingur, átján ára fær einstaklingur kosningarétt og má ganga í hjónaband og kaupa tóbak. Tuttugu ára má einstaklingur kaupa áfengi og eiga og nota skotvopn,“ sagði Hjálmar og taldi upp ýmis önnur dæmi. „Við sem teljumst fullorðin reynum hafa vit fyrir æsku samfélagsins hverju sinni,“ sagði Hjálmar og bætti við að veröldin breytist hratt í neyslusamfélagi samtímans. „Er kominn tími til að skilgreina í lögum hvenær barn má eignast snjallsíma? Í stjórnarskrá Íslands stendur að börnum skuli tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst.“ Þá spurði hann hvers vegna snjallsímanotkun barna væri samþykkt. „Hvers vegna samþykkjum við að til dæmis tólf ára barn eignist síma með aðgangi að öllu því internet hlaðborði og samfélagsmiðlum sem þeir hafa upp á að bjóða? Hvað þá tíu ára barn eða níu ára,“ sagði Hjálmar. „Ættum við hér á Alþingi kannski að setja lög; að einstaklingur megi eignast snjallsíma með interneti og samskiptaforitum fimmtán ára? Verndun börnin okkar og ungmenni og aðstoðum foreldra við að sinna sínu ábyrgðarmikla hlutverki að ala upp barn.“
Alþingi Börn og uppeldi Tækni Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Sjá meira