Enn mikil óvissa um áhrif hlýnunar á Suðurskautsísinn Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2021 15:04 Á Suðurskautslandinu er stærsta ísbreiða í heiminum. Þar í nægilega mikið vatn bundið í ís til að hækka yfirborð sjávar gríðarlega. Vísir/Getty Mannkynið þarf að vera undir það búið að takast á við breitt bil mögulegrar bráðnunar jökla á Suðurskautslandinu í framtíðinni. Tveimur nýjum rannsóknum greinir á um hversu hratt ísinn gæti hopað með áframhaldandi hlýnun jarðar af völdum manna. Ísbreiðan á Suðurskautslandinu er sú stærsta á jörðinni og er áætlað að þar séu um 30 milljón rúmkílómetrar af ís, þorrinn af öllu ferskvatni á jörðinni. Líkt og aðrir jöklar á landi bráðnar ísbreiðan nú hratt vegna hnattrænnar hlýnunar og stuðlar að hækkun yfirborðs sjávar. Dragi menn ekki hratt úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum og takmarki hnattræna hlýnun gæti bráðnunin á Suðurskautslandinu hækkað sjávarstöðu gríðarlega. Töluverð óvissa ríkir þó enn um hversu næm ísbreiðan er fyrir hlýnandi loftslagi. Vísbendingar eru um að hún hafi tapað gríðarlega miklum massa á hlýskeiðum fyrr í jarðsögunni en erfitt er að meta hversu hratt það gæti gerst nú. Tvær nýjar rannsóknir á afdrifum íssins sem birtust í vísindaritinu Nature á miðvikudag gefa afar ólíka mynd af því sem gæti gerst á Suðurskautslandinu á þessari öld og þeim næstu, að því er kemur fram í samantekt Washington Post um þær. Í annarri þeirra notaði hópur á níunda tug vísindamanna um allan heim hundruð hermana í tölvulíkönum til að meta bráðnun Suðurskautsíssins á næstu áratugum. Niðurstaða þeirra var að bráðnunin yrði tiltölulega takmörkuð þar sem að aukin snjókoma vægi upp á móti ístapinu þegar jöklar kelfa út í hafið. Hlýrra loft getur borið meiri raka en svalara og því er aukin snjókoma á Suðurskautslandinu talin ein afleiðinga hnattrænnar hlýnunar í framtíðinni. Fáar hermanir bentu til þess að skyndilegt hrun yrði í ísbreiðunni sem gæti snarhækkað sjávarstöðu í heiminum. Í hinni rannsókninni komst annar hópur vísindamanna aftur á móti að því að hækkun yfirborðs sjávar gæti orðið mikil hlýni á jörðinni um þrjár gráður frá því fyrir iðnbyltinguna. Niðurstöður þeirra byggja á tölvulíkani sem tekur með í reikninginn möguleikann á að ísbreiðan hopi hraðar þar sem hún gengur út í sjó. Sjávarstaða gæti þannig byrjað að hækka hratt á seinni hluta þessarar aldar og enn meira á 22. og 23. öldinni. Þarf sveigjanleika til að bregðast við breiðu bili afleiðinga Óvissa um afdrif Suðurskautsíssins er ekki ný af nálinni. Hún var stærsti fyrirvarinn um áætlaða sjávarstöðuhækkun í síðustu vísindaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) árið 2014. Þar var gert ráð fyrir að sjávarstaða hækkaði um metra að meðaltali á þessari öld ef losun á gróðurhúsalofttegundum verður áfram mikil. Þessi óvissa endurspeglaðist jafnframt í vísindaskýrslu um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi sem kom út árið 2018. Þar var gert ráð fyrir að hækkun sjávarstöðu við Ísland yrði aðeins um 30-40% af heimsmeðaltali á þessari öld. Yrði hins vegar hrun í Suðurskautsísnum gæti sú hækkun tvöfaldast. „Til þess að hafa hemil á sjávarflóðum verðum við að vera mjög sveigjanleg vegna þess að við höfum ekki neglt niður óvissuna um hækkun sjávarstöðu í framtíðinni. Við þurfum að vera fær um að aðlagast breiðu bili,“ segir Tamsin Edwards, sérfræðingur í ísnum á Suðurskautslandinu við King‘s College í London sem er aðalhöfundur fyrrnefndu rannsóknarinnar. Michael Oppenheimer, prófessor í jarðvísindum við Princeton-háskóla sem var höfundur kafla um hækkun sjávarstöðu í skýrslu IPCC árið 2019, segir afdrif ísbreiðunnar á Suðurskautslandinu stærsta óvissuþáttinn um hækkun sjávarstöðu. „Þessar greinar eru sterk áminning um að skilningur okkar á framtíð ísbreiðunnar og geta okkar til að meta hversu mikið hún á eftir að leggja til hækkunar sjávarstöðu er ennþá töluvert óviss,“ segir hann við bandaríska blaðið. Höfundar beggja rannsókna eru þó sammála um að með því að ná markmiðum Parísasamkomulagsins um að halda hlýnun innan við 1,5-2°C á þessari öld verði hægt að forðast öfgakennda hækkun sjávarstöðu í heiminum. Á hinn bóginn bendir Oppenheimer á að haldi mannkynið áfram stórfelldri losun á gróðurhúsalofttegundum þannig að loftslag hlýni umfram markmið samkomulagsins sé ófyrirséð hvaða áhrif það hefði á stærstu ísbreiðu jarðar. Suðurskautslandið Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Áratugurinn sem er að líða sá hlýjasti í sögunni Útlit er fyrir að árið 2020 verði á meðal þriggja hlýjustu ára frá því að mælingar hófust og verður áratugurinn sem nú er að líða sé hlýjasti frá upphafi. Áætlað er að um tíu milljónir manna hafi þurft að yfirgefa heimili sín vegna veðuröfga og náttúruhamfara á þessu ári. 2. desember 2020 13:00 Hlýnar þrefalt hraðar á suðurpólnum en meðaltalið Loftið yfir suðurpólnum hefur hlýnað um þrefalt hraðar undanfarna áratugi en jörðin að meðaltali frá 10. áratug síðustu aldar. Hlýnunin er talin geta verið afleiðing náttúrulegra sveiflna að mestu en að losun manna á gróðurhúsalofttegundum hafi einnig lagt sitt af mörkum. 30. júní 2020 16:44 Fundu hlýsjó undir viðkvæmri ísbreiðu á Suðurskautslandinu Thwaites-jökullinn á vestanverðu Suðurskautslandinu er talinn sérstaklega viðkvæmur fyrir áframhaldandi bráðnun. Hann hefur nú þegar tapað hundruð milljarða tonna af ís. 3. febrúar 2020 13:09 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Ísbreiðan á Suðurskautslandinu er sú stærsta á jörðinni og er áætlað að þar séu um 30 milljón rúmkílómetrar af ís, þorrinn af öllu ferskvatni á jörðinni. Líkt og aðrir jöklar á landi bráðnar ísbreiðan nú hratt vegna hnattrænnar hlýnunar og stuðlar að hækkun yfirborðs sjávar. Dragi menn ekki hratt úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum og takmarki hnattræna hlýnun gæti bráðnunin á Suðurskautslandinu hækkað sjávarstöðu gríðarlega. Töluverð óvissa ríkir þó enn um hversu næm ísbreiðan er fyrir hlýnandi loftslagi. Vísbendingar eru um að hún hafi tapað gríðarlega miklum massa á hlýskeiðum fyrr í jarðsögunni en erfitt er að meta hversu hratt það gæti gerst nú. Tvær nýjar rannsóknir á afdrifum íssins sem birtust í vísindaritinu Nature á miðvikudag gefa afar ólíka mynd af því sem gæti gerst á Suðurskautslandinu á þessari öld og þeim næstu, að því er kemur fram í samantekt Washington Post um þær. Í annarri þeirra notaði hópur á níunda tug vísindamanna um allan heim hundruð hermana í tölvulíkönum til að meta bráðnun Suðurskautsíssins á næstu áratugum. Niðurstaða þeirra var að bráðnunin yrði tiltölulega takmörkuð þar sem að aukin snjókoma vægi upp á móti ístapinu þegar jöklar kelfa út í hafið. Hlýrra loft getur borið meiri raka en svalara og því er aukin snjókoma á Suðurskautslandinu talin ein afleiðinga hnattrænnar hlýnunar í framtíðinni. Fáar hermanir bentu til þess að skyndilegt hrun yrði í ísbreiðunni sem gæti snarhækkað sjávarstöðu í heiminum. Í hinni rannsókninni komst annar hópur vísindamanna aftur á móti að því að hækkun yfirborðs sjávar gæti orðið mikil hlýni á jörðinni um þrjár gráður frá því fyrir iðnbyltinguna. Niðurstöður þeirra byggja á tölvulíkani sem tekur með í reikninginn möguleikann á að ísbreiðan hopi hraðar þar sem hún gengur út í sjó. Sjávarstaða gæti þannig byrjað að hækka hratt á seinni hluta þessarar aldar og enn meira á 22. og 23. öldinni. Þarf sveigjanleika til að bregðast við breiðu bili afleiðinga Óvissa um afdrif Suðurskautsíssins er ekki ný af nálinni. Hún var stærsti fyrirvarinn um áætlaða sjávarstöðuhækkun í síðustu vísindaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) árið 2014. Þar var gert ráð fyrir að sjávarstaða hækkaði um metra að meðaltali á þessari öld ef losun á gróðurhúsalofttegundum verður áfram mikil. Þessi óvissa endurspeglaðist jafnframt í vísindaskýrslu um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi sem kom út árið 2018. Þar var gert ráð fyrir að hækkun sjávarstöðu við Ísland yrði aðeins um 30-40% af heimsmeðaltali á þessari öld. Yrði hins vegar hrun í Suðurskautsísnum gæti sú hækkun tvöfaldast. „Til þess að hafa hemil á sjávarflóðum verðum við að vera mjög sveigjanleg vegna þess að við höfum ekki neglt niður óvissuna um hækkun sjávarstöðu í framtíðinni. Við þurfum að vera fær um að aðlagast breiðu bili,“ segir Tamsin Edwards, sérfræðingur í ísnum á Suðurskautslandinu við King‘s College í London sem er aðalhöfundur fyrrnefndu rannsóknarinnar. Michael Oppenheimer, prófessor í jarðvísindum við Princeton-háskóla sem var höfundur kafla um hækkun sjávarstöðu í skýrslu IPCC árið 2019, segir afdrif ísbreiðunnar á Suðurskautslandinu stærsta óvissuþáttinn um hækkun sjávarstöðu. „Þessar greinar eru sterk áminning um að skilningur okkar á framtíð ísbreiðunnar og geta okkar til að meta hversu mikið hún á eftir að leggja til hækkunar sjávarstöðu er ennþá töluvert óviss,“ segir hann við bandaríska blaðið. Höfundar beggja rannsókna eru þó sammála um að með því að ná markmiðum Parísasamkomulagsins um að halda hlýnun innan við 1,5-2°C á þessari öld verði hægt að forðast öfgakennda hækkun sjávarstöðu í heiminum. Á hinn bóginn bendir Oppenheimer á að haldi mannkynið áfram stórfelldri losun á gróðurhúsalofttegundum þannig að loftslag hlýni umfram markmið samkomulagsins sé ófyrirséð hvaða áhrif það hefði á stærstu ísbreiðu jarðar.
Suðurskautslandið Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Áratugurinn sem er að líða sá hlýjasti í sögunni Útlit er fyrir að árið 2020 verði á meðal þriggja hlýjustu ára frá því að mælingar hófust og verður áratugurinn sem nú er að líða sé hlýjasti frá upphafi. Áætlað er að um tíu milljónir manna hafi þurft að yfirgefa heimili sín vegna veðuröfga og náttúruhamfara á þessu ári. 2. desember 2020 13:00 Hlýnar þrefalt hraðar á suðurpólnum en meðaltalið Loftið yfir suðurpólnum hefur hlýnað um þrefalt hraðar undanfarna áratugi en jörðin að meðaltali frá 10. áratug síðustu aldar. Hlýnunin er talin geta verið afleiðing náttúrulegra sveiflna að mestu en að losun manna á gróðurhúsalofttegundum hafi einnig lagt sitt af mörkum. 30. júní 2020 16:44 Fundu hlýsjó undir viðkvæmri ísbreiðu á Suðurskautslandinu Thwaites-jökullinn á vestanverðu Suðurskautslandinu er talinn sérstaklega viðkvæmur fyrir áframhaldandi bráðnun. Hann hefur nú þegar tapað hundruð milljarða tonna af ís. 3. febrúar 2020 13:09 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Áratugurinn sem er að líða sá hlýjasti í sögunni Útlit er fyrir að árið 2020 verði á meðal þriggja hlýjustu ára frá því að mælingar hófust og verður áratugurinn sem nú er að líða sé hlýjasti frá upphafi. Áætlað er að um tíu milljónir manna hafi þurft að yfirgefa heimili sín vegna veðuröfga og náttúruhamfara á þessu ári. 2. desember 2020 13:00
Hlýnar þrefalt hraðar á suðurpólnum en meðaltalið Loftið yfir suðurpólnum hefur hlýnað um þrefalt hraðar undanfarna áratugi en jörðin að meðaltali frá 10. áratug síðustu aldar. Hlýnunin er talin geta verið afleiðing náttúrulegra sveiflna að mestu en að losun manna á gróðurhúsalofttegundum hafi einnig lagt sitt af mörkum. 30. júní 2020 16:44
Fundu hlýsjó undir viðkvæmri ísbreiðu á Suðurskautslandinu Thwaites-jökullinn á vestanverðu Suðurskautslandinu er talinn sérstaklega viðkvæmur fyrir áframhaldandi bráðnun. Hann hefur nú þegar tapað hundruð milljarða tonna af ís. 3. febrúar 2020 13:09