Stefnir í mikinn slag Sjálfstæðismanna í Reykjavík um sæti á lista Jakob Bjarnar skrifar 7. maí 2021 16:49 Fyrir liggur að færri komast að en vilja, í efstu sæti á Reykjavíkurlistum Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur greint frá því að hún sækist eftir 1. sæti í komandi prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. Prófkjörið fer fram dagana 4. til 5. júní. Næstu alþingiskosningar verða haldnar 25. september þannig að ekki er seinna vænna en að fara að huga að málum. Framboðsfrestur fyrir þetta tiltekna prófkjör rennur út 14. maí en framboði skulu fylgja meðmæli að minnsta kosti 20 flokksbundinna Sjálfstæðismanna sem búsettir eru í borginni. Enginn einn getur mælt með fleirum en sex frambjóðendum. Ekki er gert ráð fyrir fléttulistum eða að kynjakvótar verði viðhafðir heldur mun niðurstaðan úr prófkjörinu ráða því hvernig raðast á lista en prófkjörið er haldið í senn fyrir bæði kjördæmi Reykjavíkur. Allir vilja á Alþingi. Vísir hefur rætt við menn innan Sjálfstæðisflokksins og eftir því sem næst verður komist ætla allir fimm sitjandi þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum að gefa kost á sér aftur. Þetta þýðir að baráttan verður hörð. Og dómsmálaráðherra er búinn að reima á sig skóna og byrjuð að auglýsa á samfélagsmiðlum. Fyrir síðustu kosningar skipaði Áslaug Arna annað sæti á lista í Reykjavík suður, á eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra. Í þriðja sæti þar var svo Birgir Ármannsson alþingismaður. Í Reykjavík norður voru Sigríður Á. Andersen þá dómsmálaráðherra nú þingmaður í efsta sæti á lista. Næstur kom Brynjar Níelsson þingmaður. Öll þessi munu, ef að líkum lætur, slást um efsta sætið í prófkjörinu. Eftir því sem Vísir kemst næst eru líklegastar til að blanda sér í þann slag þær Hildur Sverrisdóttir varaþingmaður, en hún skipaði 3. sæti á lista Reykjavík norður fyrir síðustu alþingiskosningar og svo Diljá Mist Einarsdóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra. En hún er af heimildarmönnum Vísis talin ein helsta vonarstjarna flokksins og hefur gefið það út að hún sækist eftir 3. sæti á lista. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Alþingi Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Diljá Mist vill þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Diljá Mist Einarsdóttir, hæstaréttarlögmaður og aðstoðarmaður utanríkisráðherra, sækist eftir þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar, í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fram fer í byrjun júní. Diljá hyggst taka sér leyfi frá störfum sem aðstoðarmaður ráðherra frá 17. maí til þess að vinna að framboði sínu. 1. maí 2021 09:23 Guðlaugur Þór vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, sækist eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. Guðlaugur Þór leiddi lista Sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir síðustu kosningar. 30. apríl 2021 10:43 Áslaug Arna sækist eftir fyrsta sæti í Reykjavík Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sækist eftir fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar sem fram fara í september. 6. maí 2021 11:22 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fleiri fréttir Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Sjá meira
Prófkjörið fer fram dagana 4. til 5. júní. Næstu alþingiskosningar verða haldnar 25. september þannig að ekki er seinna vænna en að fara að huga að málum. Framboðsfrestur fyrir þetta tiltekna prófkjör rennur út 14. maí en framboði skulu fylgja meðmæli að minnsta kosti 20 flokksbundinna Sjálfstæðismanna sem búsettir eru í borginni. Enginn einn getur mælt með fleirum en sex frambjóðendum. Ekki er gert ráð fyrir fléttulistum eða að kynjakvótar verði viðhafðir heldur mun niðurstaðan úr prófkjörinu ráða því hvernig raðast á lista en prófkjörið er haldið í senn fyrir bæði kjördæmi Reykjavíkur. Allir vilja á Alþingi. Vísir hefur rætt við menn innan Sjálfstæðisflokksins og eftir því sem næst verður komist ætla allir fimm sitjandi þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum að gefa kost á sér aftur. Þetta þýðir að baráttan verður hörð. Og dómsmálaráðherra er búinn að reima á sig skóna og byrjuð að auglýsa á samfélagsmiðlum. Fyrir síðustu kosningar skipaði Áslaug Arna annað sæti á lista í Reykjavík suður, á eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra. Í þriðja sæti þar var svo Birgir Ármannsson alþingismaður. Í Reykjavík norður voru Sigríður Á. Andersen þá dómsmálaráðherra nú þingmaður í efsta sæti á lista. Næstur kom Brynjar Níelsson þingmaður. Öll þessi munu, ef að líkum lætur, slást um efsta sætið í prófkjörinu. Eftir því sem Vísir kemst næst eru líklegastar til að blanda sér í þann slag þær Hildur Sverrisdóttir varaþingmaður, en hún skipaði 3. sæti á lista Reykjavík norður fyrir síðustu alþingiskosningar og svo Diljá Mist Einarsdóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra. En hún er af heimildarmönnum Vísis talin ein helsta vonarstjarna flokksins og hefur gefið það út að hún sækist eftir 3. sæti á lista.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Alþingi Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Diljá Mist vill þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Diljá Mist Einarsdóttir, hæstaréttarlögmaður og aðstoðarmaður utanríkisráðherra, sækist eftir þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar, í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fram fer í byrjun júní. Diljá hyggst taka sér leyfi frá störfum sem aðstoðarmaður ráðherra frá 17. maí til þess að vinna að framboði sínu. 1. maí 2021 09:23 Guðlaugur Þór vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, sækist eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. Guðlaugur Þór leiddi lista Sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir síðustu kosningar. 30. apríl 2021 10:43 Áslaug Arna sækist eftir fyrsta sæti í Reykjavík Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sækist eftir fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar sem fram fara í september. 6. maí 2021 11:22 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fleiri fréttir Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Sjá meira
Diljá Mist vill þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Diljá Mist Einarsdóttir, hæstaréttarlögmaður og aðstoðarmaður utanríkisráðherra, sækist eftir þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar, í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fram fer í byrjun júní. Diljá hyggst taka sér leyfi frá störfum sem aðstoðarmaður ráðherra frá 17. maí til þess að vinna að framboði sínu. 1. maí 2021 09:23
Guðlaugur Þór vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, sækist eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. Guðlaugur Þór leiddi lista Sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir síðustu kosningar. 30. apríl 2021 10:43
Áslaug Arna sækist eftir fyrsta sæti í Reykjavík Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sækist eftir fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar sem fram fara í september. 6. maí 2021 11:22
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent