Sýknaður af ákæru um kynferðisbroti gegn barni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. maí 2021 21:19 Maðurinn var í dag sýknaður í Landsrétti. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í dag sýknaður af ákæru um kynferðisbrot gegn barni. Landsréttur taldi manninn ekki hafa vitað, þegar atvikið átti sér stað, að stúlkan hafi verið þrettán ára gömul en hann var þá sjálfur sautján ára. Umrætt atvik átti sér stað í ágúst 2013 á ótilgreindu tjaldsvæði en maðurinn var ákærður fyrir brotið árið 2019, rúmum sex árum síðan atvikið átti sér stað. Manninum var gefið að sök að hafa afhent stúlkunni áfengi, látið hana hafa munnmök við sig og stungið fingri í leggöng hennar. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrra og kemur fram í dómi héraðsdóms að rannsókn málsins hafi hafist árið 2017 þegar stúlkan greindi félagsráðgjafa frá tveimur kynferðisbrota sem hún hafði mátt þola, þar af því sem fjallað er um hér. Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi verið með félögum sínum á tjaldsvæðinu þegar þeir hittu hóp af stelpum, þar með talið stúlkuna sem um ræðir. Drengirnir sátu við drykkju og fór svo að umræddur drengur og stúlkan enduðu saman í tjaldi. Þeim greinir á hvað gerðist í tjaldinu. Stúlkan sagði hann hafa látið hana hafa munnmök við sig gegn vilja hennar, hún hafi frosið og ekki þorað að segja neitt. Hann hafi síðan stungið fingri í leggöng hennar. Hún hafi svo, þegar sími hennar hringdi, hlaupið út úr tjaldinu. Maðurinn vill hins vegar meina að það sem hafi gerst í tjaldinu hafi verið með hennar vilja. Hann hafi hins vegar hætt þegar félagi hans kallaði inn í tjaldið hvort að hann vissi hvað stúlkan væri gömul. Hann segist þá hafa talið að hún væri ári yngri en hann, eða sextán ára. Fram kemur í dómi Landsréttar að ekkert lægi fyrir í málinu um vitneskju mannsins um aldur stúlkunnar fyrr en félagi hans hafi kallað inn í tjaldið til hans og stúlkunnar. Þá sé ekki um það deilt að hann hafi hætt kynmökum við stúlkuna eftir það. Óumdeilt sé þó að brotaþoli hafði munnmök við manninn og að hann hafi stungið fingri inn í leggöng stúlkunnar. Það sé hins vegar ekki hægt að sanna að maðurinn hafi vitað af því hve ung stúlkan var í raun. Dómsmál Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Umrætt atvik átti sér stað í ágúst 2013 á ótilgreindu tjaldsvæði en maðurinn var ákærður fyrir brotið árið 2019, rúmum sex árum síðan atvikið átti sér stað. Manninum var gefið að sök að hafa afhent stúlkunni áfengi, látið hana hafa munnmök við sig og stungið fingri í leggöng hennar. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrra og kemur fram í dómi héraðsdóms að rannsókn málsins hafi hafist árið 2017 þegar stúlkan greindi félagsráðgjafa frá tveimur kynferðisbrota sem hún hafði mátt þola, þar af því sem fjallað er um hér. Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi verið með félögum sínum á tjaldsvæðinu þegar þeir hittu hóp af stelpum, þar með talið stúlkuna sem um ræðir. Drengirnir sátu við drykkju og fór svo að umræddur drengur og stúlkan enduðu saman í tjaldi. Þeim greinir á hvað gerðist í tjaldinu. Stúlkan sagði hann hafa látið hana hafa munnmök við sig gegn vilja hennar, hún hafi frosið og ekki þorað að segja neitt. Hann hafi síðan stungið fingri í leggöng hennar. Hún hafi svo, þegar sími hennar hringdi, hlaupið út úr tjaldinu. Maðurinn vill hins vegar meina að það sem hafi gerst í tjaldinu hafi verið með hennar vilja. Hann hafi hins vegar hætt þegar félagi hans kallaði inn í tjaldið hvort að hann vissi hvað stúlkan væri gömul. Hann segist þá hafa talið að hún væri ári yngri en hann, eða sextán ára. Fram kemur í dómi Landsréttar að ekkert lægi fyrir í málinu um vitneskju mannsins um aldur stúlkunnar fyrr en félagi hans hafi kallað inn í tjaldið til hans og stúlkunnar. Þá sé ekki um það deilt að hann hafi hætt kynmökum við stúlkuna eftir það. Óumdeilt sé þó að brotaþoli hafði munnmök við manninn og að hann hafi stungið fingri inn í leggöng stúlkunnar. Það sé hins vegar ekki hægt að sanna að maðurinn hafi vitað af því hve ung stúlkan var í raun.
Dómsmál Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira