Heilaga þrenningin fyrir heilbrigða húð Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 9. maí 2021 09:01 Jenna Huld heimsótti Heiði Ósk og Ingunni Sig í HI beauty hlaðvarpið. Samsett Þegar valin er húðrútína þarf að taka inn í jöfnuna hvernig húðin er og hvort það séu einhver vandamál til staðar. „Það þarf að sníða húðrútínuna eftir hverjum og einum,“ segir Jenna Huld Eysteinsdóttir sérfræðingur í húð- og kynsjúkdómalækningum. Hún var gestur í HI beauty hlaðvarpinu hjá þeim Ingunni Sig og Heiði Ósk og ræddi þar um ýmislegt tengt húð og húðmeðferðum. „Það ber að varast að taka upp húðrútínu frá einhverjum öðrum því þeir eru náttúrulega bara að tala út frá sjálfum sér.“ Hún ítrekar að öll erum við með mismunandi húð og því er kannski ekki ráðlegt að fylgja í einu og öllu húðrútínu sem maður sér á TikTok. Hún segir að það séu samt ákveðnar húðvörur sem hún mælir með í húðrútínuna. „Almennt er það að hreinsa húðina. Heilaga þrenningin er þá sólarvörn og C-vítamín eða andoxunarefni og svo Retinol. Það er svona mest húðverndandi og stuðlar að heilbrigði húð eins lengi og við mögulega getum.“ Jenna Huld segir að það þurfi samt að hafa huga að alls ekki allir þola Retinol. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Hún ræðir þar einnig um hreinsun, raka, bólur, öldrun húðarinnar og nokkrar mýtur í húðumhirðu. Einnig talar hún húðmeðferðir, hverjar virka og hverjar ekki og margt fleira. Klippa: HI beauty hlaðvarp - Jenna Huld Eysteinsdóttir Meirihlutinn fær bólur Þær Heiður Ósk og Ingunn Sig báðu Jennu Huld meðal annars að svara því af hverju fólk fær bólur. Hún segir að bólur séu tvenns konar. Hægt er að fá bólur út frá því að húðin stíflist eða lokast of mikið, maður fær þær einstaka sinnum og koma þær og fara. „Síðan erum við með bólusjúkdóminn eða acne. 80 til 90 prósent einstaklinga upplifa acne einhvern tímann á lífsleiðinni, oftast í kringum kynþroskann vegna hormóna aukningar sem eykur fituframleiðslu í líkamanum.“ Oft eru bólusjúkdómar líka í fjölskyldunni. Margar lausnir eru í boði ef bólur eru alvarlegt vandamál og fer hún yfir það í viðtalinu. Umræðan um bólur hefst á mínútu 52 í þættinum. Sólarvörnin besta hrukkukremið Jenna Huld er einnig spurð um hrukkur og helstu ástæður ótímabærrar öldrunar húðarinnar. „Það sem flýtir fyrir öldrun, þar er sólin númer eitt, tvö og þrjú. Útfjólubláu geislarnir í sólinni bæði brjóta niður kollagenið og valda frumu skemmdum í húðinni. Besta anti-aging kremið sem þú getur mögulega keypt þér er því sólarvörn.“ Jenna Huld segir að það sé þó fleira sem skipti máli. Eins og lífernið „Reykingar, mikil streita og svefn hefur mikið að segja. Heilbrigt líferni hefur náttúrulega betri áhrif á öldrun húðarinnar.“ Tíska og hönnun HI beauty Tengdar fréttir Stjörnurnar sem skinu skærast á rauða dreglinum Óskarsverðlaunin voru afhent í 93. skipti í gær. Það voru margar stjörnur sem vöktu mikla athygli á rauða dreglinum og fengum við Ingunni Sig og Heiði Ósk okkar í HI beauty til þess að taka saman það sem stóð upp úr að þeirra mati. 26. apríl 2021 11:33 Kláðamaurinn reyndist ofnæmi fyrir brúnkukremi Bassi Maraj og Patrekur Jamie voru gestir hjá Ingunni Sig og Heiði Ósk í HI beauty hlaðvarpinu á dögunum. 17. apríl 2021 19:00 Allt sem þú þarft að vita um sápuaugabrúnir Hver einasti áratugur á sitt eigið augabrúna trend. Svokallaðar sápuaugabrúnir eða Soap brows hafa komið inn eins og stormur síðastliðið árið. 12. apríl 2021 17:30 Spá þessum trendum mest áberandi árið 2021 Í nýjum þætti af hlaðvarpinu HI Beauty fóru þær Ingunn Sig og Heiður Ósk yfir trendin sem þær spá því að taki yfir förðunar- og snyrtivöruheiminn og fatatískuna í ár. 10. apríl 2021 19:01 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
„Það þarf að sníða húðrútínuna eftir hverjum og einum,“ segir Jenna Huld Eysteinsdóttir sérfræðingur í húð- og kynsjúkdómalækningum. Hún var gestur í HI beauty hlaðvarpinu hjá þeim Ingunni Sig og Heiði Ósk og ræddi þar um ýmislegt tengt húð og húðmeðferðum. „Það ber að varast að taka upp húðrútínu frá einhverjum öðrum því þeir eru náttúrulega bara að tala út frá sjálfum sér.“ Hún ítrekar að öll erum við með mismunandi húð og því er kannski ekki ráðlegt að fylgja í einu og öllu húðrútínu sem maður sér á TikTok. Hún segir að það séu samt ákveðnar húðvörur sem hún mælir með í húðrútínuna. „Almennt er það að hreinsa húðina. Heilaga þrenningin er þá sólarvörn og C-vítamín eða andoxunarefni og svo Retinol. Það er svona mest húðverndandi og stuðlar að heilbrigði húð eins lengi og við mögulega getum.“ Jenna Huld segir að það þurfi samt að hafa huga að alls ekki allir þola Retinol. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Hún ræðir þar einnig um hreinsun, raka, bólur, öldrun húðarinnar og nokkrar mýtur í húðumhirðu. Einnig talar hún húðmeðferðir, hverjar virka og hverjar ekki og margt fleira. Klippa: HI beauty hlaðvarp - Jenna Huld Eysteinsdóttir Meirihlutinn fær bólur Þær Heiður Ósk og Ingunn Sig báðu Jennu Huld meðal annars að svara því af hverju fólk fær bólur. Hún segir að bólur séu tvenns konar. Hægt er að fá bólur út frá því að húðin stíflist eða lokast of mikið, maður fær þær einstaka sinnum og koma þær og fara. „Síðan erum við með bólusjúkdóminn eða acne. 80 til 90 prósent einstaklinga upplifa acne einhvern tímann á lífsleiðinni, oftast í kringum kynþroskann vegna hormóna aukningar sem eykur fituframleiðslu í líkamanum.“ Oft eru bólusjúkdómar líka í fjölskyldunni. Margar lausnir eru í boði ef bólur eru alvarlegt vandamál og fer hún yfir það í viðtalinu. Umræðan um bólur hefst á mínútu 52 í þættinum. Sólarvörnin besta hrukkukremið Jenna Huld er einnig spurð um hrukkur og helstu ástæður ótímabærrar öldrunar húðarinnar. „Það sem flýtir fyrir öldrun, þar er sólin númer eitt, tvö og þrjú. Útfjólubláu geislarnir í sólinni bæði brjóta niður kollagenið og valda frumu skemmdum í húðinni. Besta anti-aging kremið sem þú getur mögulega keypt þér er því sólarvörn.“ Jenna Huld segir að það sé þó fleira sem skipti máli. Eins og lífernið „Reykingar, mikil streita og svefn hefur mikið að segja. Heilbrigt líferni hefur náttúrulega betri áhrif á öldrun húðarinnar.“
Tíska og hönnun HI beauty Tengdar fréttir Stjörnurnar sem skinu skærast á rauða dreglinum Óskarsverðlaunin voru afhent í 93. skipti í gær. Það voru margar stjörnur sem vöktu mikla athygli á rauða dreglinum og fengum við Ingunni Sig og Heiði Ósk okkar í HI beauty til þess að taka saman það sem stóð upp úr að þeirra mati. 26. apríl 2021 11:33 Kláðamaurinn reyndist ofnæmi fyrir brúnkukremi Bassi Maraj og Patrekur Jamie voru gestir hjá Ingunni Sig og Heiði Ósk í HI beauty hlaðvarpinu á dögunum. 17. apríl 2021 19:00 Allt sem þú þarft að vita um sápuaugabrúnir Hver einasti áratugur á sitt eigið augabrúna trend. Svokallaðar sápuaugabrúnir eða Soap brows hafa komið inn eins og stormur síðastliðið árið. 12. apríl 2021 17:30 Spá þessum trendum mest áberandi árið 2021 Í nýjum þætti af hlaðvarpinu HI Beauty fóru þær Ingunn Sig og Heiður Ósk yfir trendin sem þær spá því að taki yfir förðunar- og snyrtivöruheiminn og fatatískuna í ár. 10. apríl 2021 19:01 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Stjörnurnar sem skinu skærast á rauða dreglinum Óskarsverðlaunin voru afhent í 93. skipti í gær. Það voru margar stjörnur sem vöktu mikla athygli á rauða dreglinum og fengum við Ingunni Sig og Heiði Ósk okkar í HI beauty til þess að taka saman það sem stóð upp úr að þeirra mati. 26. apríl 2021 11:33
Kláðamaurinn reyndist ofnæmi fyrir brúnkukremi Bassi Maraj og Patrekur Jamie voru gestir hjá Ingunni Sig og Heiði Ósk í HI beauty hlaðvarpinu á dögunum. 17. apríl 2021 19:00
Allt sem þú þarft að vita um sápuaugabrúnir Hver einasti áratugur á sitt eigið augabrúna trend. Svokallaðar sápuaugabrúnir eða Soap brows hafa komið inn eins og stormur síðastliðið árið. 12. apríl 2021 17:30
Spá þessum trendum mest áberandi árið 2021 Í nýjum þætti af hlaðvarpinu HI Beauty fóru þær Ingunn Sig og Heiður Ósk yfir trendin sem þær spá því að taki yfir förðunar- og snyrtivöruheiminn og fatatískuna í ár. 10. apríl 2021 19:01