Vilja ekki geyma brottvikna hælisleitendur á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 9. maí 2021 07:27 Frá flotastöð danska hersins í Grønnedal á Suður-Grænlandi. Árni Harðarson Ríkisstjórn Danmerkur hafnar tillögu Danska Þjóðarflokksins þess efnis að brottviknir hælisleitendur verði sendir í aflagða herstöð á Grænlandi. Þetta kom fram í ræðu ráðherra málefna innflytjenda, sósíaldemókratans Mattias Tesfaye, í danska þinginu. „Ég tel að lausnin sé ekki útgöngumiðstöð á Grænlandi. Og það er ekki hluti af þeirri áætlun stjórnvalda að fá fleiri brottvikna hælisleitendur til að snúa aftur heim,“ sagði ráðherrann, en grænlensku fréttamiðlarnir KNR og Sermitsiaq fjalla um málið. Pia Kjærsgaard, þingmaður Danska þjóðarflokksins, Dansk Folkeparti, boðaði í vetur tillögu á danska þjóðþinginu þess efnis að húsakynni danska hersins í Grønnedal, afskekktum firði á Suður-Grænlandi, yrðu nýtt með þessum hætti. Frá flotastöðinni í Grønnedal. Þegar mest var bjuggu þar um tvöhundruð manns, hermenn og fjölskyldur þeirra. Núna er neglt fyrir flesta glugga.Árni Harðarson Hugmynd flokksins er að þeir sem synjað hefur verið um landvist í Danmörku, sem og hælisleitendur með afbrotaferil, verði sendir til Grænlands. Þetta verði tímabundin vistun þangað til hægt verði að koma þeim til eigin heimalands. „Okkur finnst ekki skynsamlegt að búa til útgöngumiðstöð á Grænlandi. Og eins og ég hef skilið það frá heimastjórninni deilir hún þeirri skoðun,“ sagði ráðherrann Mattias Tesfaye síðastliðinn fimmtudag þegar málið var tekið fyrir. Hann taldi enga ástæðu til að bera það sérstaklega undir nýkjörna landsstjórn Grænlands. Þingmenn Grænlendinga á danska þinginu, þær Aki-Matilda Høegh-Dam frá Siumut og Aaja Chemnits Larsen frá IA, hafa einnig hafnað hugmyndinni. Raunar lýsti enginn annar flokkur stuðningi við tillögu Dansk Folkeparti. Pia Kjærsgaard, þingmaður Danska þjóðarflokksins, flutti tillöguna umdeildu. Hún var forseti danska þjóðþingsins þegar hún ávarpaði hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum sumarið 2018.Vísir/getty Framsögumaður tillögunnar, Pia Kjærsgaard, sagði í þingumræðunum að hún saknaði rökstuðnings gegn því að kanna möguleikann á útgöngumiðstöð á Grænlandi. „Við viljum ekki neyða neitt upp á Grænlendinga. En það vekur undrun mína að menn hafi ekki einu sinni velt því fyrir sér að spyrja,“ sagði hún og bætti við að það yrði erfitt fyrir hælisleitendur að vera til vandræða á Grænlandi. Grænland Danmörk Hælisleitendur Tengdar fréttir Hælisleitendur verði sendir í aflagða herstöð á Grænlandi Pia Kjærsgaard, þingmaður Danska þjóðarflokksins, Dansk Folkeparti, hefur boðað tillögu á danska þjóðþinginu þess efnis að aflögð flotastöð danska hersins í afskekktum firði á Suðvestur-Grænlandi verði tekin undir brottvikna hælisleitendur. 9. janúar 2021 07:14 Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. 9. mars 2017 21:00 Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Sjá meira
„Ég tel að lausnin sé ekki útgöngumiðstöð á Grænlandi. Og það er ekki hluti af þeirri áætlun stjórnvalda að fá fleiri brottvikna hælisleitendur til að snúa aftur heim,“ sagði ráðherrann, en grænlensku fréttamiðlarnir KNR og Sermitsiaq fjalla um málið. Pia Kjærsgaard, þingmaður Danska þjóðarflokksins, Dansk Folkeparti, boðaði í vetur tillögu á danska þjóðþinginu þess efnis að húsakynni danska hersins í Grønnedal, afskekktum firði á Suður-Grænlandi, yrðu nýtt með þessum hætti. Frá flotastöðinni í Grønnedal. Þegar mest var bjuggu þar um tvöhundruð manns, hermenn og fjölskyldur þeirra. Núna er neglt fyrir flesta glugga.Árni Harðarson Hugmynd flokksins er að þeir sem synjað hefur verið um landvist í Danmörku, sem og hælisleitendur með afbrotaferil, verði sendir til Grænlands. Þetta verði tímabundin vistun þangað til hægt verði að koma þeim til eigin heimalands. „Okkur finnst ekki skynsamlegt að búa til útgöngumiðstöð á Grænlandi. Og eins og ég hef skilið það frá heimastjórninni deilir hún þeirri skoðun,“ sagði ráðherrann Mattias Tesfaye síðastliðinn fimmtudag þegar málið var tekið fyrir. Hann taldi enga ástæðu til að bera það sérstaklega undir nýkjörna landsstjórn Grænlands. Þingmenn Grænlendinga á danska þinginu, þær Aki-Matilda Høegh-Dam frá Siumut og Aaja Chemnits Larsen frá IA, hafa einnig hafnað hugmyndinni. Raunar lýsti enginn annar flokkur stuðningi við tillögu Dansk Folkeparti. Pia Kjærsgaard, þingmaður Danska þjóðarflokksins, flutti tillöguna umdeildu. Hún var forseti danska þjóðþingsins þegar hún ávarpaði hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum sumarið 2018.Vísir/getty Framsögumaður tillögunnar, Pia Kjærsgaard, sagði í þingumræðunum að hún saknaði rökstuðnings gegn því að kanna möguleikann á útgöngumiðstöð á Grænlandi. „Við viljum ekki neyða neitt upp á Grænlendinga. En það vekur undrun mína að menn hafi ekki einu sinni velt því fyrir sér að spyrja,“ sagði hún og bætti við að það yrði erfitt fyrir hælisleitendur að vera til vandræða á Grænlandi.
Grænland Danmörk Hælisleitendur Tengdar fréttir Hælisleitendur verði sendir í aflagða herstöð á Grænlandi Pia Kjærsgaard, þingmaður Danska þjóðarflokksins, Dansk Folkeparti, hefur boðað tillögu á danska þjóðþinginu þess efnis að aflögð flotastöð danska hersins í afskekktum firði á Suðvestur-Grænlandi verði tekin undir brottvikna hælisleitendur. 9. janúar 2021 07:14 Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. 9. mars 2017 21:00 Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Sjá meira
Hælisleitendur verði sendir í aflagða herstöð á Grænlandi Pia Kjærsgaard, þingmaður Danska þjóðarflokksins, Dansk Folkeparti, hefur boðað tillögu á danska þjóðþinginu þess efnis að aflögð flotastöð danska hersins í afskekktum firði á Suðvestur-Grænlandi verði tekin undir brottvikna hælisleitendur. 9. janúar 2021 07:14
Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. 9. mars 2017 21:00
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“