Hjarðónæmi ekki síst mikilvægt fyrir þá sem geta ekki þegið bólusetningu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. maí 2021 11:45 Þórólfur sagðist gera ráð fyrir að 60 til 70 prósenta markið næðist í júní. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisstarfsmaðurinn sem greindist fyrir norðan var ekki bólusettur þar sem hann er einn þeirra sem getur ekki þegið bólusetningu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir þetta eina ástæðu þess að mikilvægt sé að hámarka fjölda bólusettra. „Það er þess vegna sem það er svo mikilvægt að fá þetta samfélagslega ónæmi, vegna þess að það er fólk þarna sem er ekki hægt að bólusetja, má ekki bólusetja einhverra hluta vegna, og þá erum við sem erum bólusett í krinum þau; við verjum þau með því. Það er það sem þetta hjarðónæmi gengur út á,“ sagði Þórólfur í Bítinu í morgun. Sagði hann miðað við að hjarðónæmi næðist við 60 til 70 prósent og að það myndi ekki nást fyrr en í júní í fyrsta lagi. Sóttvarnalæknir sagði kallaði það skrýtna pólitík ef Bandaríkjamenn hygðust ekki ætla að hleypa einstaklingum bólusettum með bóluefninu frá AstraZeneca. Þeir væru sjálfir búnir að framkvæma rannsóknir sem sýndu fram á virkni efnisins. „Já, það er ennþá þörf fyrir það,“ svaraði sóttvarnalæknir þegar hann var spurður hvort það væri enn nauðsynlegt að halda tveggja metra fjarlægð á sama tíma og grímuskylda væri í gildi. „Við erum með afbrigði í gangi sem hefur verið að leggjast þyngra á yngra fólk erlendis, þó það hafi ekki gert það hér. Við höfum bara náð að halda veirunni það mikið í skefjum að við höfum ekki fengið neina útbreiðslu. Og við erum ekki búin að ná þessu hjarðónæmi þannig að við getum fengið stóra hópsýkingu og jafnvel nýja bylgju áður en við er litið. Og af yngra fólki. Og við erum að sjá fréttir erlendis frá; alls staðar í Evrópu, á Norðurlöndunum, í Svíþjóð, Noregi, Danmörku… þetta er að ganga betur hjá þeim núna en allar þessar þjóðir hafa verið með miklu meira af innlögnum af yngra fólki núna heldur en með fyrri afbrigði. Þannig að við erum ennþá bara í þessu. Þetta er ekki búið fyrr en við erum búin að ná góðu hjarðónæmi og þá getum við farið að slaka verulega á.“ Um grímunotkunina sagði Þórólfur einnota grímur hætta að virka eftir nokkurn tíma. Þær gerðu ekki mikið gagn ef þær væru ekki notaðar rétt en það væri ef til vill ekki aðal málið núna. Fólk þyrfti að slaka á og leyfa tímanum að líða þar til hjarðónæmi næðist. Fólk virtist skiptast í hópa eftir því hvort það væri með eða á móti grímum. „Sumir vilja hafa grímurnar og aðrir ekki en ég held að fólk ætti bara aðeins að reyna að róa sig yfir þessu,“ sagði hann um gagnrýni á grímuskylduna. Sagði Þórólfur sérstaklega mikilvægt að passa sig þegar menn væru veikir eða með einkenni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Það er þess vegna sem það er svo mikilvægt að fá þetta samfélagslega ónæmi, vegna þess að það er fólk þarna sem er ekki hægt að bólusetja, má ekki bólusetja einhverra hluta vegna, og þá erum við sem erum bólusett í krinum þau; við verjum þau með því. Það er það sem þetta hjarðónæmi gengur út á,“ sagði Þórólfur í Bítinu í morgun. Sagði hann miðað við að hjarðónæmi næðist við 60 til 70 prósent og að það myndi ekki nást fyrr en í júní í fyrsta lagi. Sóttvarnalæknir sagði kallaði það skrýtna pólitík ef Bandaríkjamenn hygðust ekki ætla að hleypa einstaklingum bólusettum með bóluefninu frá AstraZeneca. Þeir væru sjálfir búnir að framkvæma rannsóknir sem sýndu fram á virkni efnisins. „Já, það er ennþá þörf fyrir það,“ svaraði sóttvarnalæknir þegar hann var spurður hvort það væri enn nauðsynlegt að halda tveggja metra fjarlægð á sama tíma og grímuskylda væri í gildi. „Við erum með afbrigði í gangi sem hefur verið að leggjast þyngra á yngra fólk erlendis, þó það hafi ekki gert það hér. Við höfum bara náð að halda veirunni það mikið í skefjum að við höfum ekki fengið neina útbreiðslu. Og við erum ekki búin að ná þessu hjarðónæmi þannig að við getum fengið stóra hópsýkingu og jafnvel nýja bylgju áður en við er litið. Og af yngra fólki. Og við erum að sjá fréttir erlendis frá; alls staðar í Evrópu, á Norðurlöndunum, í Svíþjóð, Noregi, Danmörku… þetta er að ganga betur hjá þeim núna en allar þessar þjóðir hafa verið með miklu meira af innlögnum af yngra fólki núna heldur en með fyrri afbrigði. Þannig að við erum ennþá bara í þessu. Þetta er ekki búið fyrr en við erum búin að ná góðu hjarðónæmi og þá getum við farið að slaka verulega á.“ Um grímunotkunina sagði Þórólfur einnota grímur hætta að virka eftir nokkurn tíma. Þær gerðu ekki mikið gagn ef þær væru ekki notaðar rétt en það væri ef til vill ekki aðal málið núna. Fólk þyrfti að slaka á og leyfa tímanum að líða þar til hjarðónæmi næðist. Fólk virtist skiptast í hópa eftir því hvort það væri með eða á móti grímum. „Sumir vilja hafa grímurnar og aðrir ekki en ég held að fólk ætti bara aðeins að reyna að róa sig yfir þessu,“ sagði hann um gagnrýni á grímuskylduna. Sagði Þórólfur sérstaklega mikilvægt að passa sig þegar menn væru veikir eða með einkenni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira