Lífið

Daði mun standa grafkyrr og þögull síðustu fimmtán sekúndurnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frá æfingunni í gær. 
Frá æfingunni í gær. 

Daði Freyr og Gagnamagnið munu koma fram á seinna undankvöldinu í Eurovision þann 20. maí og flytja lagið 10 Years.

Eftir fyrstu æfinguna í gær tóku veðbankar við sér og er núna laginu spáð 4. sætinu í keppninni.

Eftir æfinguna í gær svaraði íslenski hópurinn spurningum erlendra blaðamanna.  Þar kom meðal annars í ljós að íslenski hópurinn mun standa kyrr og þögull síðustu fimmtán sekúndur lagsins.  Ástæðan fyrir því er að lagið er aðeins 2:45 mínútur en ekki þrjár mínútur eins og hjá flestum.

 Hér má sjá brot frá æfingunni í Ahoy-höllinni í gær. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.