Ráðherra undirritar nýjan rammasamning við UNICEF Heimsljós 11. maí 2021 11:31 Nýr samningur við UNICEF gildir til loka ársins 2023. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, og Henrietta Fore, framkvæmdarstjóri UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, skrifuðu í gær undir nýjan rammasamning um stuðning Íslands við UNICEF. Samningurinn gildir til loka árs 2023 og veitir heildræna umgjörð um samstarf Íslands og stofnunarinnar. Ísland leggur áherslu á kjarnaframlag sem veitir stofnuninni sveigjanleika til að bregðast við þar sem þörfin er mest. Kjarnaframleg Íslands til UNICEF fyrir árið 2021 nemur 130 milljónum íslenskra króna. Henrietta Fore, framkvæmdarstjóri UNICEF. „UNICEF er leiðandi í báráttunni fyrir réttindum barna og býr yfir langri og dýrmætri reynslu þegar kemur að hjálparstarfi fyrir börn í neyð. Sú reynsla hefur reynst ómetanleg á tímum heimsfaraldurs COVID-19 og við erum stolt af okkar samstarfi við þessa mikilvægu stofnun,“ sagði Guðlaugur Þór við tilefnið, en samningurinn var undirritaður á fjarfundi. UNICEF er ein af áherslustofnunum Íslands í þróunarsamvinnu og sinnir fjölmörgum verkefnum sem ætlað er að efla réttindi barna, sinna neyðarhjálp, og bæta lífsgæði og aðgang að þjónustu. Ísland hefur stutt við stofnunina í fjölda ára, bæði með kjarnaframlögum og framlögum í tvíhliða þróunarsamvinnu. Heimsfaraldur COVID-19 hefur haft gífurleg áhrif á aðgang barna að hreinu vatni, hreinlætisvörum, næringu, menntun og heilbrigðisþjónustu. Þá er talið að um tíu milljónir stúlkna eigi á hættu að vera þvingaðar í barnahjónaband næsta áratuginn sem afleiðing af COVID-19. Undanfarið ár hefur UNICEF leikið lykilhlutverk sem viðbragðsaðili vegna neyðarástands sem skapast hefur vegna heimsfaraldurs COVID-19. Stofnunin hefur auk þess margra áratuga reynslu í bólusetningum og leiðir nú innkaup og afhendingu á bóluefnunum gegn kórónaveirunni til yfir níutíu lág- og millitekjuríkja. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, og Henrietta Fore, framkvæmdarstjóri UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, skrifuðu í gær undir nýjan rammasamning um stuðning Íslands við UNICEF. Samningurinn gildir til loka árs 2023 og veitir heildræna umgjörð um samstarf Íslands og stofnunarinnar. Ísland leggur áherslu á kjarnaframlag sem veitir stofnuninni sveigjanleika til að bregðast við þar sem þörfin er mest. Kjarnaframleg Íslands til UNICEF fyrir árið 2021 nemur 130 milljónum íslenskra króna. Henrietta Fore, framkvæmdarstjóri UNICEF. „UNICEF er leiðandi í báráttunni fyrir réttindum barna og býr yfir langri og dýrmætri reynslu þegar kemur að hjálparstarfi fyrir börn í neyð. Sú reynsla hefur reynst ómetanleg á tímum heimsfaraldurs COVID-19 og við erum stolt af okkar samstarfi við þessa mikilvægu stofnun,“ sagði Guðlaugur Þór við tilefnið, en samningurinn var undirritaður á fjarfundi. UNICEF er ein af áherslustofnunum Íslands í þróunarsamvinnu og sinnir fjölmörgum verkefnum sem ætlað er að efla réttindi barna, sinna neyðarhjálp, og bæta lífsgæði og aðgang að þjónustu. Ísland hefur stutt við stofnunina í fjölda ára, bæði með kjarnaframlögum og framlögum í tvíhliða þróunarsamvinnu. Heimsfaraldur COVID-19 hefur haft gífurleg áhrif á aðgang barna að hreinu vatni, hreinlætisvörum, næringu, menntun og heilbrigðisþjónustu. Þá er talið að um tíu milljónir stúlkna eigi á hættu að vera þvingaðar í barnahjónaband næsta áratuginn sem afleiðing af COVID-19. Undanfarið ár hefur UNICEF leikið lykilhlutverk sem viðbragðsaðili vegna neyðarástands sem skapast hefur vegna heimsfaraldurs COVID-19. Stofnunin hefur auk þess margra áratuga reynslu í bólusetningum og leiðir nú innkaup og afhendingu á bóluefnunum gegn kórónaveirunni til yfir níutíu lág- og millitekjuríkja. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent