Bretar felldu saklaust fólk í Belfast Kjartan Kjartansson skrifar 11. maí 2021 17:04 Ættingjar fólk sem breskir hermenn drápu í Ballymurphy-fjöldamorðinu árið 1971 héldu á myndum af þeim áður en niðurstaða dánardómstjóra var kynnt í Belfast í dag. AP/Peter Morrison Breskir hermenn drápu fólk sem var blásaklaust í aðgerðum sínum í Belfast fyrir fimmtíu árum. Dánardómstjóri á Norður-Írlandi komst að þeirri niðurstöðu að hermenn hefðu valdi dauða að minnsta kosti níu af tíu manns sem féllu. Breska ríkisstjórnin ætlar að veita fyrrverandi hermönnum á Norður-Írlandi aukna friðhelgi fyrir saksókn. Dánardómstjóri hefur rannsakað dauða tíu manna sem voru drepnir í aðgerðum breska hersins til að kveða niður óeirðir sem geisuðu í þrjá daga í ágúst árið 1971. Kaþólikkar í Ballymurphy-hverfinu í Belfast þustu út á götur til að mótmæla því að grunuðum uppreisnarmönnum væri haldið föngnum án réttarhalda. Drápin urðu kveikjan að enn frekari ofbeldisverkum í því sem hefur verið kallað „vandræðin“ á Norður-Írlandi. Niðurstaða dánardómstjórans var að bresku hermennirnir hafi ýmist skotið eða beitt fólkið óhóflegu valdi og þannig valdið dauða níu þeirra. Ekki voru nægar sannanir til að úrskurða hvort að hermennirnir hefðu valdið dauða tíunda mannsins sem var skotinn að handahófi þar sem hann var á leið sinni til vinnu. Prestur skotinn í bakið þegar hann hugaði að særðum manni Siobhan Keegan, dánardómstjórinn, sagði að ekkert fórnarlambanna hefði tekið þátt í aðgerðum vopnaðra sveita þegar þau voru skotin til bana. Á meðal fórnarlambanna var átta barna móðir, kaþólskur prestur og uppgjafarhermaður úr síðari heimsstyrjöldinni, að sögn AP-fréttastofunnar. Hugh Mullan, 38 ára gamall prestur, var að huga að særðum manni og veifaði hvítu fyrirbæri þegar hann var skotinn tvisvar í bakið. Fjölskyldur þeirra látnu þrýstu á um rannsóknina sem bresk yfirvöld féllust loks á árið 2011. Fögnuðu þær með lófataki þegar Keegan lýsti niðurstöðu sinni í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Dómarinn sagði þó mörgum spurningum ósvarað um hvaða hermenn hefðu skotið mörg fórnarlambanna. Enginn hefur verið ákærður eða sakfelldur fyrir drápin og rannsókn dánardómstjórans miðaði aðeins að því að komast að því sanna, ekki að sækja einstaklinga til saka. Bresk stjórnvöld tilkynntu fyrr í dag að þau ætli sér að leggja fram frumvarp að lögum til að verja uppgjafarhermenn sem gegndu herþjónustu á Norður-Írlandi á meðan á „vandræðunum“ stóð aukna lagavernd. Írsk stjórnvöld og margir Norðurírar eru afar ósáttir við þau áform. Um 3.600 manns létu lífið í hörðum átökum írskra þjóðernissinna, sambandssinna hliðhollum Bretlandi og breska hersins. Stillt var til friðar að mestu leyti með friðarsamningnum sem hefur verið kenndur við föstudaginn langa árið 1998. Undanfarna mánuði hefur spenna á milli fylkinga aukist á ný vegna ólgu á meðal sambandssinna sem eru ósáttir við stöðu Norður-Írlands eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Bretland Norður-Írland Írland Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Dánardómstjóri hefur rannsakað dauða tíu manna sem voru drepnir í aðgerðum breska hersins til að kveða niður óeirðir sem geisuðu í þrjá daga í ágúst árið 1971. Kaþólikkar í Ballymurphy-hverfinu í Belfast þustu út á götur til að mótmæla því að grunuðum uppreisnarmönnum væri haldið föngnum án réttarhalda. Drápin urðu kveikjan að enn frekari ofbeldisverkum í því sem hefur verið kallað „vandræðin“ á Norður-Írlandi. Niðurstaða dánardómstjórans var að bresku hermennirnir hafi ýmist skotið eða beitt fólkið óhóflegu valdi og þannig valdið dauða níu þeirra. Ekki voru nægar sannanir til að úrskurða hvort að hermennirnir hefðu valdið dauða tíunda mannsins sem var skotinn að handahófi þar sem hann var á leið sinni til vinnu. Prestur skotinn í bakið þegar hann hugaði að særðum manni Siobhan Keegan, dánardómstjórinn, sagði að ekkert fórnarlambanna hefði tekið þátt í aðgerðum vopnaðra sveita þegar þau voru skotin til bana. Á meðal fórnarlambanna var átta barna móðir, kaþólskur prestur og uppgjafarhermaður úr síðari heimsstyrjöldinni, að sögn AP-fréttastofunnar. Hugh Mullan, 38 ára gamall prestur, var að huga að særðum manni og veifaði hvítu fyrirbæri þegar hann var skotinn tvisvar í bakið. Fjölskyldur þeirra látnu þrýstu á um rannsóknina sem bresk yfirvöld féllust loks á árið 2011. Fögnuðu þær með lófataki þegar Keegan lýsti niðurstöðu sinni í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Dómarinn sagði þó mörgum spurningum ósvarað um hvaða hermenn hefðu skotið mörg fórnarlambanna. Enginn hefur verið ákærður eða sakfelldur fyrir drápin og rannsókn dánardómstjórans miðaði aðeins að því að komast að því sanna, ekki að sækja einstaklinga til saka. Bresk stjórnvöld tilkynntu fyrr í dag að þau ætli sér að leggja fram frumvarp að lögum til að verja uppgjafarhermenn sem gegndu herþjónustu á Norður-Írlandi á meðan á „vandræðunum“ stóð aukna lagavernd. Írsk stjórnvöld og margir Norðurírar eru afar ósáttir við þau áform. Um 3.600 manns létu lífið í hörðum átökum írskra þjóðernissinna, sambandssinna hliðhollum Bretlandi og breska hersins. Stillt var til friðar að mestu leyti með friðarsamningnum sem hefur verið kenndur við föstudaginn langa árið 1998. Undanfarna mánuði hefur spenna á milli fylkinga aukist á ný vegna ólgu á meðal sambandssinna sem eru ósáttir við stöðu Norður-Írlands eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.
Bretland Norður-Írland Írland Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira