Komur barna á sjúkrahús vegna gleyptra segla fimmfaldast Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. maí 2021 08:16 Segulleikföngin líta sakleysislega út en geta valdið miklum skaða í meltingarveginum og kviðarholinu. Á síðustu fimm árum hefur þeim tilvikum fjölgað fimmfalt í Lundúnum þar sem leitað er með börn á sjúkrahús eftir að þau hafa gleypt segla. Þá hefur komum á sjúkrahús vegna aðskotahluta í meltingarfærum fjölgað almennt. Í flestum tilvikum fara gleyptir aðskotahlutir í gegnum meltingarveginn og enda í salerninu án vandkvæða en þegar um er að ræða segla, tvo eða fleiri, geta þeir valdið alls kyns óskunda í kviðarholinu. Segla má nú finna víða, meðal annars í fjölda leikfanga. „Við sjáum afar sjaldan tvo segla; þeir eru yfirleitt fimm eða sex saman... væntanlega grípa börnin marga í einu. Ég held að mesti fjöldinn sem við höfum séð séu yfir tuttugu saman,“ segir Hemanshoo Thakkar, barnaskurðlæknir við Evelina London Children's Hospital. Thakkar nefnir sérstaklega eitt leikfang, sem er í raun ekkert nema samansafn smárra kúlusegla sem hægt er að setja saman á ýmsan máta. Hann segir hluta vandans óábyrga markaðssetningu, þar sem leikföngin eru auglýst án viðvarana. Frá janúar 2016 til desember 2020 fjölgaði tilvikum þar sem börn komu á sjúkrahús eftir að hafa gleypt aðskotahlut um 56 prósent. Á þessu tímabili var 251 barn lagt inn á barnaskurðdeildir í suðausturhluta Lundúna. Í 93 tilvikum var um að ræða smápeninga, 52 segla og 42 litlar rafhlöður. Árið 2016 voru fjögur börn lögð inn eftir að hafa gleypt segla en árið 2020 hafði þeim fjölgað í 25. Á þessum fimm árum þurfti að aðeins einu sinni að fjarlægja rafhlöðu með skurðaðgerð en seglarnir kröfðust aðgerða í 22 tilvikum af 52. Hjá sjúklingunum 251 komu upp vandkvæði hjá tíu og í átta tilvikum var um segla að ræða. Guardian greindi frá. Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Sjá meira
Í flestum tilvikum fara gleyptir aðskotahlutir í gegnum meltingarveginn og enda í salerninu án vandkvæða en þegar um er að ræða segla, tvo eða fleiri, geta þeir valdið alls kyns óskunda í kviðarholinu. Segla má nú finna víða, meðal annars í fjölda leikfanga. „Við sjáum afar sjaldan tvo segla; þeir eru yfirleitt fimm eða sex saman... væntanlega grípa börnin marga í einu. Ég held að mesti fjöldinn sem við höfum séð séu yfir tuttugu saman,“ segir Hemanshoo Thakkar, barnaskurðlæknir við Evelina London Children's Hospital. Thakkar nefnir sérstaklega eitt leikfang, sem er í raun ekkert nema samansafn smárra kúlusegla sem hægt er að setja saman á ýmsan máta. Hann segir hluta vandans óábyrga markaðssetningu, þar sem leikföngin eru auglýst án viðvarana. Frá janúar 2016 til desember 2020 fjölgaði tilvikum þar sem börn komu á sjúkrahús eftir að hafa gleypt aðskotahlut um 56 prósent. Á þessu tímabili var 251 barn lagt inn á barnaskurðdeildir í suðausturhluta Lundúna. Í 93 tilvikum var um að ræða smápeninga, 52 segla og 42 litlar rafhlöður. Árið 2016 voru fjögur börn lögð inn eftir að hafa gleypt segla en árið 2020 hafði þeim fjölgað í 25. Á þessum fimm árum þurfti að aðeins einu sinni að fjarlægja rafhlöðu með skurðaðgerð en seglarnir kröfðust aðgerða í 22 tilvikum af 52. Hjá sjúklingunum 251 komu upp vandkvæði hjá tíu og í átta tilvikum var um segla að ræða. Guardian greindi frá.
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Sjá meira