Uppistandi aflýst eftir þrjá og hálfan tíma Snorri Másson skrifar 12. maí 2021 14:15 Stjarnan T.J. Miller átti að koma fram 7. maí 2022 í Háskólabíó. Hann gerir það ekki. Sena Áform Senu um að bjóða upp á uppistand með bandaríska leikaranum T.J. Miller urðu ekki öldungis langlíf. Miðarnir voru settir í sölu í morgun í um þrjár og hálfa klukkustund. Svo hætti Sena við viðburðinn, að líkindum vegna fortíðar uppistandarans. Miller var fyrir nokkrum árum sakaður um kynferðisofbeldi. „Við unnum okkar heimavinnu ekki nógu vel og biðjumst afsökunar á því,“ segir í yfirlýsingu frá Senu Live. Sú yfirlýsing barst klukkan 13.37 en tilkynning um viðburðinn sjálfan barst klukkan 10.06 í morgun. Í millitíðinni klóruðu sér nokkrir Íslendingar í kollinum yfir auglýsingunni á Twitter, þar sem bent var á fortíð skemmtikraftsins. „Kvöldstund með kynferðisafbrotamanni“ var tillaga sem þar var slengt fram í gráu gamni. Nei, ég hefði tekið aðra nálgun. „Kvöldstund með kynferðisafbrotamanni“ eða e-ð.— Haukur Viðar (@hvalfredsson) May 12, 2021 Er hægt að vera taktlausari? pic.twitter.com/hmBjr4sqMq— Gardar Gunnlaugsson (@Gunnlaugsson9) May 12, 2021 Það þarf ekki að fletta langt eftir upplýsingum um hinn bandaríska Todd Joseph Miller á netinu til þess að upp komi leitarniðurstöður um að hann hafi verið sakaður um kynferðislegt misferli. Ásakanirnar koma frá tveimur konum og önnur þeirra mun hafa verið kærasta hans í háskóla. T.J. Miller hefur vísað öllum ásökunum á bug og sagt þá sem sakaði hann árið 2017 um að hafa ráðist á sig í kynlífi um að vera eltihrellir hans til margra ára. Árið 2018 var Miller síðan ákærður fyrir að tilkynna um sprengju um borð í lest, sem átti sér enga stoð í raunveruleikanum. „Stjarnan úr Deadpool, Ready Player One, Silicon Valley, Get Him To The Greek, The Emoji Movie, Big Hero 6 og fjölmörgum öðrum þáttum og sýningum á HBO og Comedy Central kemur til Íslands í fyrsta sinn með nýja uppistandssýningu,“ sagði í upphaflegri tilkynningu Senu. MeToo Uppistand Kynferðisofbeldi Mest lesið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Sjá meira
Miller var fyrir nokkrum árum sakaður um kynferðisofbeldi. „Við unnum okkar heimavinnu ekki nógu vel og biðjumst afsökunar á því,“ segir í yfirlýsingu frá Senu Live. Sú yfirlýsing barst klukkan 13.37 en tilkynning um viðburðinn sjálfan barst klukkan 10.06 í morgun. Í millitíðinni klóruðu sér nokkrir Íslendingar í kollinum yfir auglýsingunni á Twitter, þar sem bent var á fortíð skemmtikraftsins. „Kvöldstund með kynferðisafbrotamanni“ var tillaga sem þar var slengt fram í gráu gamni. Nei, ég hefði tekið aðra nálgun. „Kvöldstund með kynferðisafbrotamanni“ eða e-ð.— Haukur Viðar (@hvalfredsson) May 12, 2021 Er hægt að vera taktlausari? pic.twitter.com/hmBjr4sqMq— Gardar Gunnlaugsson (@Gunnlaugsson9) May 12, 2021 Það þarf ekki að fletta langt eftir upplýsingum um hinn bandaríska Todd Joseph Miller á netinu til þess að upp komi leitarniðurstöður um að hann hafi verið sakaður um kynferðislegt misferli. Ásakanirnar koma frá tveimur konum og önnur þeirra mun hafa verið kærasta hans í háskóla. T.J. Miller hefur vísað öllum ásökunum á bug og sagt þá sem sakaði hann árið 2017 um að hafa ráðist á sig í kynlífi um að vera eltihrellir hans til margra ára. Árið 2018 var Miller síðan ákærður fyrir að tilkynna um sprengju um borð í lest, sem átti sér enga stoð í raunveruleikanum. „Stjarnan úr Deadpool, Ready Player One, Silicon Valley, Get Him To The Greek, The Emoji Movie, Big Hero 6 og fjölmörgum öðrum þáttum og sýningum á HBO og Comedy Central kemur til Íslands í fyrsta sinn með nýja uppistandssýningu,“ sagði í upphaflegri tilkynningu Senu.
MeToo Uppistand Kynferðisofbeldi Mest lesið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Sjá meira
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning