Vilhjálmur vill aftur á þing Atli Ísleifsson skrifar 14. maí 2021 13:37 Vilhjálmur Bjarnason segist þurfa góða kosningu til að niðurstaða prófkjörsins verði virt, og vísar þar væntanlega í að hann var færður niður á endanlegum lista flokksins í kjördæminu eftir prófkjörið 2016. Vilhjálmur Bjarnason, varaþingmaður og fyrrverandi þingmaður, hefur tilkynnt að hann gefi kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurvesturkjördæmi fyrir þingkosningarnar næsta haust. Vilhjálmur segir í tilkynningu að hann stefni á þriðja sæti, „eða ofar“. „Ég býð mig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi vegna þess að ég tel mig hafa þá þekkingu sem þingmaður þarf. Þekkingu á sögu lands og þjóðar Þekkingu á erlendri sögu og alþjóðamálum Þekkingu á efnahags- og skattamálum. Þekkingu á fjármálamarkaði Þekkingu á erlendum viðskiptum Þekkingu á málefnum þeirra er minna mega sín Þekkingu og þor til að taka afstöðu í erfiðum málum Þingferill Ég er stoltur af þingferli mínum. Ekki af fjölda mála, sem ég lagði fram, heldur þeim þingmálum ríkisstjórnarinnar, sem ég greiddi götu. Ber þar hæst upplausn þrotabúa hinna föllnu banka og afnám gjaldeyrishafta. Mín efsta hugsun er sú að löggjöf eigi ekki að mismuna fólki. Það ber nokkuð við að þingmenn og ríkisstjórn leggi fram þingmál til mismununar. Stjórnmál snúast um að skapa fólki og fyrirtækjum jöfn tækifæri. Stjórnmál snúast um fjárhagslegt sjálfstæði einstaklinga. Á undanförnum 6 árum hef ég skrifað um 180 greinar um stjórnmál. . Ég hef reynt að skrifa mínar greinar á annan veg en samferðamenn mínir. Að skapa hugsun og óhefðbundna nálgun. Til þess hef ég notað söguþekkingu og bókmenntir. Stundum til skrauts! Stundum til áherslu! Efna greinanna hefur verið fjölbreytt, menning, vísindi, listir, heilbrigðismál, ferðaþjónusta og flugmál, fjármál einstaklinga og þjóðar, frelsi og sjálfstæði. Stríðsrekstur og varnarmál. Þátttaka í alþjóðlegu samstarfi. Síðast en ekki síst hafa málefni lífeyrissjóða verið ofarlega í huga mínum. Sennilega er ekkert málefni eins mikilvægt fyrir aldraða og lífeyrissjóðir og starfsemi þeirra. Hvað með framtíð! Stjórnmál snúast um framtíð, ef til vill stundum með samtali við fortíðina Lausnarorð flestra þeirra vandamála sem íslenskt samfélag býr við er atvinna fyrir alla. Ísland verður aldrei sjálfbært með 10% atvinnuleysi. Hagvöxtur og bati liðanna ári hefur um of byggst á loðnu og makríl. Þar er ekkert í hendi Atvinnustefna þarf að byggjast á hátæknigreinum og þar er orkufrekur iðnaður ekki undanskilinn. Flug og ferðaþjónusta eru hátæknigreinar! Ég tel að þekking mín og meira en 50 ára reynsla á vinnumarkaði verði mér dýrmæt reynsla til setu á Alþingi, nái ég góðri kosningu í prófkjöri og í kosningum til Alþingis. Að þessu öllu samanlögðu býð ég mig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi! Einu sinni enn! En, ég þarf að fá góða kosningu til að niðurstaða prófkjörsins verði virt!“ segir í tilkynningunni. Var færður niður á lista Vilhjálmur hafnaði í fjórða sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í kjördæminu fyrir kosningarnar 2016, en var færður niður í það fimmta, eftir að samþykkt var að færa Bryndísi Haraldsdóttur upp í annað sæti listans. Vilhjálmur var svo áfram í fimmta sætinu í kosningunum 2017 þegar stillt var upp. Sjálfstæðisflokkurinn náði fjórum mönnum inn á þing fyrir Suðvesturkjördæmi í kosningunum 2017. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn halda prófkjör í Suðvesturkjördæmi Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðurvesturkjördæmi ákvað að haldið yrði prófkjör þar fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Mikill einhugur er sagður hafa verið um tillögu kjörnefndar þess efnis. 12. maí 2021 08:49 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Vilhjálmur segir í tilkynningu að hann stefni á þriðja sæti, „eða ofar“. „Ég býð mig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi vegna þess að ég tel mig hafa þá þekkingu sem þingmaður þarf. Þekkingu á sögu lands og þjóðar Þekkingu á erlendri sögu og alþjóðamálum Þekkingu á efnahags- og skattamálum. Þekkingu á fjármálamarkaði Þekkingu á erlendum viðskiptum Þekkingu á málefnum þeirra er minna mega sín Þekkingu og þor til að taka afstöðu í erfiðum málum Þingferill Ég er stoltur af þingferli mínum. Ekki af fjölda mála, sem ég lagði fram, heldur þeim þingmálum ríkisstjórnarinnar, sem ég greiddi götu. Ber þar hæst upplausn þrotabúa hinna föllnu banka og afnám gjaldeyrishafta. Mín efsta hugsun er sú að löggjöf eigi ekki að mismuna fólki. Það ber nokkuð við að þingmenn og ríkisstjórn leggi fram þingmál til mismununar. Stjórnmál snúast um að skapa fólki og fyrirtækjum jöfn tækifæri. Stjórnmál snúast um fjárhagslegt sjálfstæði einstaklinga. Á undanförnum 6 árum hef ég skrifað um 180 greinar um stjórnmál. . Ég hef reynt að skrifa mínar greinar á annan veg en samferðamenn mínir. Að skapa hugsun og óhefðbundna nálgun. Til þess hef ég notað söguþekkingu og bókmenntir. Stundum til skrauts! Stundum til áherslu! Efna greinanna hefur verið fjölbreytt, menning, vísindi, listir, heilbrigðismál, ferðaþjónusta og flugmál, fjármál einstaklinga og þjóðar, frelsi og sjálfstæði. Stríðsrekstur og varnarmál. Þátttaka í alþjóðlegu samstarfi. Síðast en ekki síst hafa málefni lífeyrissjóða verið ofarlega í huga mínum. Sennilega er ekkert málefni eins mikilvægt fyrir aldraða og lífeyrissjóðir og starfsemi þeirra. Hvað með framtíð! Stjórnmál snúast um framtíð, ef til vill stundum með samtali við fortíðina Lausnarorð flestra þeirra vandamála sem íslenskt samfélag býr við er atvinna fyrir alla. Ísland verður aldrei sjálfbært með 10% atvinnuleysi. Hagvöxtur og bati liðanna ári hefur um of byggst á loðnu og makríl. Þar er ekkert í hendi Atvinnustefna þarf að byggjast á hátæknigreinum og þar er orkufrekur iðnaður ekki undanskilinn. Flug og ferðaþjónusta eru hátæknigreinar! Ég tel að þekking mín og meira en 50 ára reynsla á vinnumarkaði verði mér dýrmæt reynsla til setu á Alþingi, nái ég góðri kosningu í prófkjöri og í kosningum til Alþingis. Að þessu öllu samanlögðu býð ég mig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi! Einu sinni enn! En, ég þarf að fá góða kosningu til að niðurstaða prófkjörsins verði virt!“ segir í tilkynningunni. Var færður niður á lista Vilhjálmur hafnaði í fjórða sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í kjördæminu fyrir kosningarnar 2016, en var færður niður í það fimmta, eftir að samþykkt var að færa Bryndísi Haraldsdóttur upp í annað sæti listans. Vilhjálmur var svo áfram í fimmta sætinu í kosningunum 2017 þegar stillt var upp. Sjálfstæðisflokkurinn náði fjórum mönnum inn á þing fyrir Suðvesturkjördæmi í kosningunum 2017.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn halda prófkjör í Suðvesturkjördæmi Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðurvesturkjördæmi ákvað að haldið yrði prófkjör þar fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Mikill einhugur er sagður hafa verið um tillögu kjörnefndar þess efnis. 12. maí 2021 08:49 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Sjálfstæðismenn halda prófkjör í Suðvesturkjördæmi Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðurvesturkjördæmi ákvað að haldið yrði prófkjör þar fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Mikill einhugur er sagður hafa verið um tillögu kjörnefndar þess efnis. 12. maí 2021 08:49