„Alveg þess virði og nauðsynlegt að reyna þetta" Birgir Olgeirsson skrifar 14. maí 2021 23:03 Hér má sjá varnargarðinn sem reisa á vestanmegin á svæðinu. Vísir/Arnar Ekki er víst að varnargarðar, sem byrjað var að reisa ofan við Nátthaga nótt, muni duga til að koma í veg fyrir að hraun renni yfir Suðurstrandaveg. Einn af hönnuðum garðanna segir framkvæmdina mikilvæga tilraun sem vert sé að reyna. Hraunflæði hefur að mestu verið til norðausturs í Meradali en hluti rennur inn á svæði sem kallað hefur verið Nafnlausidalur en er í raun syðsti hluti Meradala. Byrjað var að hanna varnargarða tveimur vikum áður en gos hófst í Geldingadölum 19. mars síðastliðinn. Óttast var að hraun myndi renna í Nátthaga og ætti þá greiða leið yfir ljósleiðara og Suðurstrandaveg, sem eru afar mikilvægir innviðir fyrir Grindavík og nágrannabyggðir á Suðurnesjum. Reisa á tvo garða til að þvera skörð í Meradölum og varna því að gosið fari í Nátthaga. Er vonast til að þannig megi halda hraunflæðinu í núverandi mynd og það renni síðan til austurs. Áætlað er að ljúka verkinu á þremur til fjórum dögum. Garðarnir verða í fjögurra metra hæð fyrst um sinn en hönnunin gerir ráð fyrir að hækka megi þá um fjóra metra til viðbótar. Ari Guðmundsson, verkfræðingur hjá Verkís, kom að hönnun garðanna ásamt fleiri verkfræðingum hjá Verkís. Hann segir reynsluna hafa sýnt erlendis og í Vestmannaeyjagosinu að hraun getur verið hærra aftan við varnargarðana en þeir samt skilað tilætluðum árangri. „En við munum fylgjast vel með þróuninni og hækka þá ef þurfa þykir,“ segir Ari. En hverjar telur hann líkurnar á að þetta virki? „Þetta er alveg þess virði og nauðsynlegt að reyna þetta. Suðurstrandavegurinn er mikilvægur fyrir svæðið og við vinnum okkur inn töluverðan tíma með því að beina rennslinu í Merardali. Það er alveg þess virði,“ segir Ari. Óvænt breyting varð á hraunrennslinu í gær sem gerði það að verkum að hraunkanturinn nálgaðist svæðið í Nafnlausdalnum mun hraðar en áður. Var þá rokið af stað með vinnuvélar á svæðið og nóttin nýtt til að koma verkinu af stað. Þó gosið hafi tekið miklum breytingum frá því það hófst í mars segir Ari að það hafa haldist í takt við þau hraunlíkön sem voru notuð til að spá fyrir framþróun þess. Í Vestmannaeyjagosinu var vatnskælingu beitt til að reyna að hemja hraunrennslið. Ari segir ekki standa til að beita slíkri aðferð í þetta skiptið. „Nei, það voru varnargarðar þar líka sem skiluðu árangri og fór ekki eins hátt í fréttum. Hér komumst við ekki í vatn en fyrst og fremst voru það varnargarðarnir sem skiluðu árangri.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira
Hraunflæði hefur að mestu verið til norðausturs í Meradali en hluti rennur inn á svæði sem kallað hefur verið Nafnlausidalur en er í raun syðsti hluti Meradala. Byrjað var að hanna varnargarða tveimur vikum áður en gos hófst í Geldingadölum 19. mars síðastliðinn. Óttast var að hraun myndi renna í Nátthaga og ætti þá greiða leið yfir ljósleiðara og Suðurstrandaveg, sem eru afar mikilvægir innviðir fyrir Grindavík og nágrannabyggðir á Suðurnesjum. Reisa á tvo garða til að þvera skörð í Meradölum og varna því að gosið fari í Nátthaga. Er vonast til að þannig megi halda hraunflæðinu í núverandi mynd og það renni síðan til austurs. Áætlað er að ljúka verkinu á þremur til fjórum dögum. Garðarnir verða í fjögurra metra hæð fyrst um sinn en hönnunin gerir ráð fyrir að hækka megi þá um fjóra metra til viðbótar. Ari Guðmundsson, verkfræðingur hjá Verkís, kom að hönnun garðanna ásamt fleiri verkfræðingum hjá Verkís. Hann segir reynsluna hafa sýnt erlendis og í Vestmannaeyjagosinu að hraun getur verið hærra aftan við varnargarðana en þeir samt skilað tilætluðum árangri. „En við munum fylgjast vel með þróuninni og hækka þá ef þurfa þykir,“ segir Ari. En hverjar telur hann líkurnar á að þetta virki? „Þetta er alveg þess virði og nauðsynlegt að reyna þetta. Suðurstrandavegurinn er mikilvægur fyrir svæðið og við vinnum okkur inn töluverðan tíma með því að beina rennslinu í Merardali. Það er alveg þess virði,“ segir Ari. Óvænt breyting varð á hraunrennslinu í gær sem gerði það að verkum að hraunkanturinn nálgaðist svæðið í Nafnlausdalnum mun hraðar en áður. Var þá rokið af stað með vinnuvélar á svæðið og nóttin nýtt til að koma verkinu af stað. Þó gosið hafi tekið miklum breytingum frá því það hófst í mars segir Ari að það hafa haldist í takt við þau hraunlíkön sem voru notuð til að spá fyrir framþróun þess. Í Vestmannaeyjagosinu var vatnskælingu beitt til að reyna að hemja hraunrennslið. Ari segir ekki standa til að beita slíkri aðferð í þetta skiptið. „Nei, það voru varnargarðar þar líka sem skiluðu árangri og fór ekki eins hátt í fréttum. Hér komumst við ekki í vatn en fyrst og fremst voru það varnargarðarnir sem skiluðu árangri.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira