Fjallið hefur misst fimmtíu kíló: Þarf ekki lengur að pína ofan í mig mat Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2021 08:30 Hafþór Júlíus Björnsson er búinn að skera sig mikið niður og segist líka líða miklu betur. Instagram/@thorbjornsson Hafþór Júlíus Björnsson hefur þurft að gerbreyta því hvernig hann æfir og borðar um leið og hann breytir sér úr aflraunamanni í hnefaleikamann. Fjallið er nú staddur í Dúbaí þar sem hann er undirbúa sig fyrir æfingabardaga í lok mánaðarins. Kappinn notaði tækifærið í nýjasta myndbandinu sínu að sína frá dæmigerðum degi hjá sér í dag. Hafþór er langt kominn í að breyta sér í hnefaleikamann en framundan er bardagi við Eddie Hall í Las Vegas í september næstkomandi. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Myndbandið byrjar á því að bankað er á hóteldyrnar hjá Fjallinu í Dúbaí og framundan var heill dagur með íslenska kraftakarlinum. „Í dag ætla ég að sýna frá því hvernig ég borða á einum heilum degi og ég get ekki beðið eftir sýna ykkur það,“ sagði Hafþór Júlíus í byrjun myndbandsins. Hafþór skellti sér strax í að segja frá morgunmatnum sínum þar sem hann borðaði þrjú egg, 200 grömm af kjúklingi og fullt stórt glas af orkuþeyting með höfrum, jarðberum, jógúrt og bláberjum. Með þessu drakk hann líka orkudrykk og heilsudrykk. „Ég ætla að sýna ykkur frá þessum degi og ég byrja á því að fara á tækniæfingu með þjálfaranum mínum þar sem ég mun vinna í fótavinnunni. Eftir það þá ætla ég að lyfta óðum og svo mun ég vinna í þolinu,“ sagði Hafþór. „Ég er líka mjög spenntur að sýna ykkur hvað ég er að borða í dag því ég mjög ánægður með hvernig ég lít út núna. Þegar ég byrjað á þessari vegferð þá var ég 205 kíló en núna er ég kominn niður í 155 kíló og líður mjög vel,“ sagði Hafþór. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Í lok myndbandsins þá gerði Hafþór líka upp daginn. „Þetta er það sem ég borða á einum degi. Trúið þið þessu? Ég er ekki að borða neitt og bara að horast niður,“ sagði Hafþór brosandi. „Ég nýt þess og mér líður svo miklu betur, svo miklu betur en þegar ég var 205 kíló. Þá var ég að pína ofan í mig mat á hverjum einasta degi. Ég var við það að æla á hverjum einasta degi en ég hélt áfram að borða af því að markmiðið mitt var að vera sterkasta manneskja í heimi,“ sagði Hafþór. „Nú hef ég önnur markmið og þarf ekki lengur að vera pína mat ofan í mig. Mér líður mjög vel,“ sagði Hafþór. Það skal þó tekið fram að kappinn er borða vel og hann sleppir engum máltíðum enda maður sem er að æfa þrisvar sinnum á dag. Hér fyrir neðan má sjá nýjasta myndbandið með Hafþóri sem hann skírði: Hvernig ég borða og æfi á hverjum degi. watch on YouTube Box Aflraunir Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
Fjallið er nú staddur í Dúbaí þar sem hann er undirbúa sig fyrir æfingabardaga í lok mánaðarins. Kappinn notaði tækifærið í nýjasta myndbandinu sínu að sína frá dæmigerðum degi hjá sér í dag. Hafþór er langt kominn í að breyta sér í hnefaleikamann en framundan er bardagi við Eddie Hall í Las Vegas í september næstkomandi. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Myndbandið byrjar á því að bankað er á hóteldyrnar hjá Fjallinu í Dúbaí og framundan var heill dagur með íslenska kraftakarlinum. „Í dag ætla ég að sýna frá því hvernig ég borða á einum heilum degi og ég get ekki beðið eftir sýna ykkur það,“ sagði Hafþór Júlíus í byrjun myndbandsins. Hafþór skellti sér strax í að segja frá morgunmatnum sínum þar sem hann borðaði þrjú egg, 200 grömm af kjúklingi og fullt stórt glas af orkuþeyting með höfrum, jarðberum, jógúrt og bláberjum. Með þessu drakk hann líka orkudrykk og heilsudrykk. „Ég ætla að sýna ykkur frá þessum degi og ég byrja á því að fara á tækniæfingu með þjálfaranum mínum þar sem ég mun vinna í fótavinnunni. Eftir það þá ætla ég að lyfta óðum og svo mun ég vinna í þolinu,“ sagði Hafþór. „Ég er líka mjög spenntur að sýna ykkur hvað ég er að borða í dag því ég mjög ánægður með hvernig ég lít út núna. Þegar ég byrjað á þessari vegferð þá var ég 205 kíló en núna er ég kominn niður í 155 kíló og líður mjög vel,“ sagði Hafþór. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Í lok myndbandsins þá gerði Hafþór líka upp daginn. „Þetta er það sem ég borða á einum degi. Trúið þið þessu? Ég er ekki að borða neitt og bara að horast niður,“ sagði Hafþór brosandi. „Ég nýt þess og mér líður svo miklu betur, svo miklu betur en þegar ég var 205 kíló. Þá var ég að pína ofan í mig mat á hverjum einasta degi. Ég var við það að æla á hverjum einasta degi en ég hélt áfram að borða af því að markmiðið mitt var að vera sterkasta manneskja í heimi,“ sagði Hafþór. „Nú hef ég önnur markmið og þarf ekki lengur að vera pína mat ofan í mig. Mér líður mjög vel,“ sagði Hafþór. Það skal þó tekið fram að kappinn er borða vel og hann sleppir engum máltíðum enda maður sem er að æfa þrisvar sinnum á dag. Hér fyrir neðan má sjá nýjasta myndbandið með Hafþóri sem hann skírði: Hvernig ég borða og æfi á hverjum degi. watch on YouTube
Box Aflraunir Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira