Telur víst að minnst eitthundrað megi koma saman eftir helgi Birgir Olgeirsson skrifar 18. maí 2021 17:58 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra telur nokkuð öruggt að 100 manns hið minnsta verði leyft að koma saman þegar nýjar samkomutakmarkanir taka gildi eftir helgi. Grímuskyldan er einnig til skoðunar en ráðherra telur að hún verði afnumin í áföngum. Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, í fyrsta skipti síðan 14. apríl. „Það er alveg ljóst að við erum að sumu leyti á undan áætlun. Við erum komin með þetta mikið af bólusettum þannig að það gengur mjög vel. Og það að fá núll dag í smitum er frábært þannig að þetta gengur verulega vel. Við erum einnig að ná utan um þessi hópsmit sem hafa verið að dúkka upp víða um land. Þetta lítur það vel út að ég held að við séum reiðubúin að undirbúa næstu afléttingu,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Hver ætli næstu skref séu? 51,7 prósent fullorðinna hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni. 23 prósent teljast fullbólusett en 28,7 prósent hálfbólusett. Samkvæmt afléttingaráætlun ríkisstjórnarinnar þá eiga samkomutakmarkanir að miðast við 100 til 1000 manns ef 50 prósent fullorðinna hafa fengið einn skammt af bóluefni. Þá skuli einnig miðast við eins metra nálægðarreglu. Afléttingaráætlun ríkisstjórnarinnar. „Þetta er náttúrlega mjög stórt bil eins og gefur að skilja,“ segir Svandís og vísar þar í ákvæði í afléttingaráætluninni sem segir til að um að fjöldatakmarkanir skuli miðast við 100 til 1000 manns, en í dag eru samkomur takmarkaðar við 50 manns og tveggja metra reglan í gildi. „Það er svolítið sóttvarnalæknis að gera tillögu til mín innan þessa bils í raun og veru. Svo er það ýmiskonar starfsemi sem er með ákveðna takmarkanir. Við getum nefnt sundlaugar, líkamsræktarstöðvar og veitingahús og svo framvegis. Þetta er allt undir og við erum að skoða þetta allt saman,“ segir Svandís. Svandís býst við tillögum frá Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni, innan þess ramma sem kveðið er á um í afléttingaráætlun ríkisstjórnarinnar. Vísir/Vilhelm En þú segir að sóttvarnalækni eiga að gera tillögu til þín innan þess ramma sem settur er í afléttingaráætluninni. Við erum þá að fara í 100 manna fjöldatakmörkun? „Ég held að það sé nokkuð öruggt að við séum að stíga skrefið upp í það að minnsta kosti. Svo er spurning hvað það þýðir fyrir til að mynda tónleika, menningarlíf og annað slíkt, fyrir þá hversu margir mega vera í hverju hólfi fyrir sig. En við erum tilbúin að taka næsta skref tel ég vera,“ segir Svandís. Sóttvarnalæknir hefur enn sem komið er ekki skilað tillögum til Svandísar um næstu aðgerðir innanlands. Núverandi reglugerð gildir til 26. maí, sem er miðvikudagur í næstu viku. Svandís segir að létt verði á aðgerðum fyrr, og nefnir þar eftir helgina. Hins vegar er annar í hvítasunnu á mánudag og því gæti afléttingin átt sér stað á þriðjudag eftir viku. Ráðherra segir að einhverjir hafi nefnt að í fyllingu tímans þurfi að taka umræðu um grímuskylduna og möguleg skref í þá veru. Verður grímuskyldan með því síðasta til að fara? „Mér sýnist það að mörgu leyti, hún vera það. En þá er líka spurningin líka, grímuskylda á hvaða stöðum? Það er eitthvað sem við höfum aðeins verið að ræða og snerta á. Við sjáum ákveðin tilvik þar sem grímuskylda er mikilvæg, þar sem stutt bil er á milli fólks í merktum sætum þar sem fólk situr svolítið lengi. Við erum til dæmis að tala um þjónustu þar sem sá sem er að veita þjónustuna er mjög nálægt, á rakarastofum og þvíumlíkt. Það kann að vera að það sé rétt að taka skref um grímuskylduna í einhverjum áföngum.“ Ríkisstjórnin kemur saman á föstudag og býst Svandís við að tilkynna um nánari útfærslur á næstu aðgerðum eftir þann fund. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira
Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, í fyrsta skipti síðan 14. apríl. „Það er alveg ljóst að við erum að sumu leyti á undan áætlun. Við erum komin með þetta mikið af bólusettum þannig að það gengur mjög vel. Og það að fá núll dag í smitum er frábært þannig að þetta gengur verulega vel. Við erum einnig að ná utan um þessi hópsmit sem hafa verið að dúkka upp víða um land. Þetta lítur það vel út að ég held að við séum reiðubúin að undirbúa næstu afléttingu,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Hver ætli næstu skref séu? 51,7 prósent fullorðinna hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni. 23 prósent teljast fullbólusett en 28,7 prósent hálfbólusett. Samkvæmt afléttingaráætlun ríkisstjórnarinnar þá eiga samkomutakmarkanir að miðast við 100 til 1000 manns ef 50 prósent fullorðinna hafa fengið einn skammt af bóluefni. Þá skuli einnig miðast við eins metra nálægðarreglu. Afléttingaráætlun ríkisstjórnarinnar. „Þetta er náttúrlega mjög stórt bil eins og gefur að skilja,“ segir Svandís og vísar þar í ákvæði í afléttingaráætluninni sem segir til að um að fjöldatakmarkanir skuli miðast við 100 til 1000 manns, en í dag eru samkomur takmarkaðar við 50 manns og tveggja metra reglan í gildi. „Það er svolítið sóttvarnalæknis að gera tillögu til mín innan þessa bils í raun og veru. Svo er það ýmiskonar starfsemi sem er með ákveðna takmarkanir. Við getum nefnt sundlaugar, líkamsræktarstöðvar og veitingahús og svo framvegis. Þetta er allt undir og við erum að skoða þetta allt saman,“ segir Svandís. Svandís býst við tillögum frá Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni, innan þess ramma sem kveðið er á um í afléttingaráætlun ríkisstjórnarinnar. Vísir/Vilhelm En þú segir að sóttvarnalækni eiga að gera tillögu til þín innan þess ramma sem settur er í afléttingaráætluninni. Við erum þá að fara í 100 manna fjöldatakmörkun? „Ég held að það sé nokkuð öruggt að við séum að stíga skrefið upp í það að minnsta kosti. Svo er spurning hvað það þýðir fyrir til að mynda tónleika, menningarlíf og annað slíkt, fyrir þá hversu margir mega vera í hverju hólfi fyrir sig. En við erum tilbúin að taka næsta skref tel ég vera,“ segir Svandís. Sóttvarnalæknir hefur enn sem komið er ekki skilað tillögum til Svandísar um næstu aðgerðir innanlands. Núverandi reglugerð gildir til 26. maí, sem er miðvikudagur í næstu viku. Svandís segir að létt verði á aðgerðum fyrr, og nefnir þar eftir helgina. Hins vegar er annar í hvítasunnu á mánudag og því gæti afléttingin átt sér stað á þriðjudag eftir viku. Ráðherra segir að einhverjir hafi nefnt að í fyllingu tímans þurfi að taka umræðu um grímuskylduna og möguleg skref í þá veru. Verður grímuskyldan með því síðasta til að fara? „Mér sýnist það að mörgu leyti, hún vera það. En þá er líka spurningin líka, grímuskylda á hvaða stöðum? Það er eitthvað sem við höfum aðeins verið að ræða og snerta á. Við sjáum ákveðin tilvik þar sem grímuskylda er mikilvæg, þar sem stutt bil er á milli fólks í merktum sætum þar sem fólk situr svolítið lengi. Við erum til dæmis að tala um þjónustu þar sem sá sem er að veita þjónustuna er mjög nálægt, á rakarastofum og þvíumlíkt. Það kann að vera að það sé rétt að taka skref um grímuskylduna í einhverjum áföngum.“ Ríkisstjórnin kemur saman á föstudag og býst Svandís við að tilkynna um nánari útfærslur á næstu aðgerðum eftir þann fund.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira