„Fitufordómar eru auðvitað bara kerfisbundið ofbeldi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 20. maí 2021 11:31 Erna Kristín er mikil talskona fyrir jákvæða líkamsímynd. Erna Kristín Stefánsdóttir guðfræðingur og talskona fyrir jákvæða líkamsímynd segir stöðuna alvarlega þegar kemur að líkamsímynd kvenna á Íslandi. Nýverið var gerð könnun á rúmlega fimm hundruð konum og niðurstöðurnar sýndu að yfir 70 prósent kvennanna sem tóku þátt voru óöruggar í eigin líkama og líkamsímyndin ekki góð. Erna segir stelpur niður í fimm ára aldur farnar að hafna líkamanum sínum og hún vill bregðast hratt við þessari þróun og fá skólakerfið með sér í lið, það þurfi að bregðast snemma við til þess að byggja upp líkamsímynd og sjálfsmynd karla og kvenna. Eva Laufey ræddi við Ernu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég var með neikvæða líkamsímynd alveg frá því að ég var barn og átröskun sem unglingur og í rauninni sem ung fullorðin gafst ég upp á þessum lífstíl. Að vera með neikvæða líkamsímynd og hringsnúast í kringum megrunar kúltúr út um allt. Ég sagði eiginlega skilið við þetta batterí eins og það leggur sig. Átröskunin er miklu flóknara dæmi en maður svona reynir að lifa með því og gerir sitt besta,“ segir Erna Kristín og heldur áfram. Erna segir að fitufordómar séu í raun kerfibundið ofbeldi. Erna segir að í raun því meira sem konum líkar illa við sig, því meira græðir markaðurinn. „Eins ógnvekjandi og það hljómar. Við erum brotnar niður, svo það sé líklegra að við kaupum og hlaupum eftir. Allt sem við sjáum varðandi tískuiðnaðinn í blöðum og í sjónvarpinu eru ákveðnar tegundir af líkömum. Líkaminn er settur upp svo svona tískufyrirbrigði og við eigum bara að elta.“ Erna segist hafa náð að segja skilið við sína neikvæðu líkamsímynd með mikilli vinnu og hún varð í raun að átta sig á því að þetta myndi ekki gerast yfir nóttu. Allir verða fá rými til að elska sjálfan sig „Þetta er rosalega mikil hugarfarsbreyting. Ég var á mjög dimmum stað, en í dag á mjög björtum stað. Ég gerði bara allskonar æfingar, allskonar verkfæri sem við höfum í tengslum við jákvæða líkamsímynd. Ég hef alltaf fagnað ákveðnum pörtum líkamans sem eru samþykktir nú þegar en hafnað öðrum.“ Erna segir að allt niður í fimm ára íslenskar stelpur séu farnar að hafna líkama sínum. Eitt af því sem hefur áhrif á líkamsímyndina eru fordómar, fitufordómar er hugtak sem hefur verið mikið á milli tannana á fólki og segir Erna fitufordóma birtast í andúð innan samfélagsins gagnvart feitu fólki sem leitt getur til mismununar. „Líkamsvirðing er eitthvað sem er mjög mikilvægt inn í umræðuna þegar kemur að jákvæðri líkamsímynd. Mér finnst svolítið absúrd að vera fagna sínum eigin líkama en við ætlum ekki að gefa öðrum rými fyrir það sama. Fitufordómar eru auðvitað bara kerfisbundið ofbeldi. Það að hafa þessa skoðun á öðrum í rauninni bara til þess að niðurlægja fólk er eitthvað sem við þurfum að fara gera betur í. Það verða allir að fá rými til þess að elska sjálfan sig. Burt sé frá holdafari og heilsu. Því ef þau fá ekki rýmið, hvernig eiga þau þá að öðlast almennt heilbrigði.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Heilsa Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Sjá meira
Nýverið var gerð könnun á rúmlega fimm hundruð konum og niðurstöðurnar sýndu að yfir 70 prósent kvennanna sem tóku þátt voru óöruggar í eigin líkama og líkamsímyndin ekki góð. Erna segir stelpur niður í fimm ára aldur farnar að hafna líkamanum sínum og hún vill bregðast hratt við þessari þróun og fá skólakerfið með sér í lið, það þurfi að bregðast snemma við til þess að byggja upp líkamsímynd og sjálfsmynd karla og kvenna. Eva Laufey ræddi við Ernu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég var með neikvæða líkamsímynd alveg frá því að ég var barn og átröskun sem unglingur og í rauninni sem ung fullorðin gafst ég upp á þessum lífstíl. Að vera með neikvæða líkamsímynd og hringsnúast í kringum megrunar kúltúr út um allt. Ég sagði eiginlega skilið við þetta batterí eins og það leggur sig. Átröskunin er miklu flóknara dæmi en maður svona reynir að lifa með því og gerir sitt besta,“ segir Erna Kristín og heldur áfram. Erna segir að fitufordómar séu í raun kerfibundið ofbeldi. Erna segir að í raun því meira sem konum líkar illa við sig, því meira græðir markaðurinn. „Eins ógnvekjandi og það hljómar. Við erum brotnar niður, svo það sé líklegra að við kaupum og hlaupum eftir. Allt sem við sjáum varðandi tískuiðnaðinn í blöðum og í sjónvarpinu eru ákveðnar tegundir af líkömum. Líkaminn er settur upp svo svona tískufyrirbrigði og við eigum bara að elta.“ Erna segist hafa náð að segja skilið við sína neikvæðu líkamsímynd með mikilli vinnu og hún varð í raun að átta sig á því að þetta myndi ekki gerast yfir nóttu. Allir verða fá rými til að elska sjálfan sig „Þetta er rosalega mikil hugarfarsbreyting. Ég var á mjög dimmum stað, en í dag á mjög björtum stað. Ég gerði bara allskonar æfingar, allskonar verkfæri sem við höfum í tengslum við jákvæða líkamsímynd. Ég hef alltaf fagnað ákveðnum pörtum líkamans sem eru samþykktir nú þegar en hafnað öðrum.“ Erna segir að allt niður í fimm ára íslenskar stelpur séu farnar að hafna líkama sínum. Eitt af því sem hefur áhrif á líkamsímyndina eru fordómar, fitufordómar er hugtak sem hefur verið mikið á milli tannana á fólki og segir Erna fitufordóma birtast í andúð innan samfélagsins gagnvart feitu fólki sem leitt getur til mismununar. „Líkamsvirðing er eitthvað sem er mjög mikilvægt inn í umræðuna þegar kemur að jákvæðri líkamsímynd. Mér finnst svolítið absúrd að vera fagna sínum eigin líkama en við ætlum ekki að gefa öðrum rými fyrir það sama. Fitufordómar eru auðvitað bara kerfisbundið ofbeldi. Það að hafa þessa skoðun á öðrum í rauninni bara til þess að niðurlægja fólk er eitthvað sem við þurfum að fara gera betur í. Það verða allir að fá rými til þess að elska sjálfan sig. Burt sé frá holdafari og heilsu. Því ef þau fá ekki rýmið, hvernig eiga þau þá að öðlast almennt heilbrigði.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Heilsa Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Sjá meira