Lífið

Mikið um­stang í kringum græna her­bergi Gagna­magnsins

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hópurinn í gönguferð um Rotterdam í síðustu viku. 
Hópurinn í gönguferð um Rotterdam í síðustu viku.  Mynd/gísli berg

Ísland keppir í seinni undanriðlinum í Eurovision í kvöld. Lagið 10 Years er númer átta í röðinni, á eftir Moldóvum og á undan Serbum.

Eins og fram kom í gær mun Daði Freyr og Gagnamagnið ekki stíga á svið í kvöld þar sem að einn meðlimur í Gagnamagninu greindist með Covid-19 í skimun í gærmorgun. Það var Jóhann Sigurður Jóhannsson, liðsmaður Gagnamagnsins, sem greindist með kórónuveiruna.

Því verður upptaka frá annarri æfingu hópsins notuð í beinni útsendingu í kvöld. Á fyrra undankvöldinu mátti sjá hvernig fór um keppendur í svokölluðu græna herbergi. Í tilfelli íslenska hópsins verður það óhefðbundið.

Þau Daði Freyr Pétursson, Árný Fjóla Ásmundsdóttir, Sigrún Birna Pétursdóttir og Hulda Kristín Kolbrúnardóttir verða á þaki hótelsins í Rotterdam.

„Hollendingarnir bjuggu til stúdíó hér á þakfundarherberginu í gær,“ segir Rúnar Freyr Gíslason fjölmiðlafulltrúi íslenska hópsins í samtali við fréttastofu.

Þeir Stefán Hannesson og Jóhann Sigurður Jóhannsson verða líka með en andlitin á þeim verða í iPödum ofan á Gagnamagnsbrúðum.

Keppnin í kvöld

Seinna undanúrslitakvöldið hefst klukkan 19 í kvöld. Tíu þjóðir komast áfram í úrslitakvöldið sem verður á laugardaginn í Ahoy-höllinni. Ísland er númer átta í röðinni, sem sjá má hér fyrir neðan.

  1.  San Marínó
  2.  Eistland
  3.  Tékkland
  4.  Grikkland
  5.  Austurríki
  6.  Pólland
  7.  Moldavía
  8.  Ísland
  9.  Serbía
  10.  Georgía
  11.  Albanía
  12.  Portúgal
  13.  Bulgaría
  14.  Finnland
  15.  Lettland
  16.  Sviss
  17.  Danmörk

Tengdar fréttir

Þakk­látur fyrir stuðninginn og pantaði sér ind­verskan mat í ein­angruninni

Jóhann Sigurður Jóhannsson, liðsmaður Gagnamagnsins sem greindist með kórónuveiruna í gær, segist mjög þakklátur fyrir allan þann stuðning sem hann og aðrir í Gagnamagninu hafi fundið fyrir eftir að ljóst var að sveitin myndi ekki stíga á stóra sviði í Rotterdam vegna kórónuveirusmits Jóhanns.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.