Stuðningsmenn Gróttu gerðu grín að vaxtarlagi og útliti ÍR-inga: Kölluðu sextán ára leikmann gíraffa Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. maí 2021 12:00 Karen Ösp Guðbjartsdóttir er markvörður ÍR í Grill 66-deildinni. vísir/bylgjan Karen Ösp Guðbjartsdóttir og stöllur hennar í handboltaliði ÍR fengu yfir sig svívirðingar frá stuðningsmönnum Gróttu í leikjum liðanna í umspili um sæti í Olís-deild kvenna á dögunum. Karen sagði frá upplifun sinni í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Grótta vann einvígið, 2-1, og komst þar í úrslit umspilsins þar sem liðið mætir HK. „Ég vil byrja á að óska þeim til hamingju og taka fram að þetta er ekki árás á Gróttu sem félag. Taka það hundrað prósent fram. Það eru öll lið sem eiga svona skemmd epli,“ sagði Karen í Bítinu. Að hennar sögn voru nokkrir unglingspiltar sem létu leikmenn ÍR heyra það í sífellu og gerðu meðal annars athugasemdir við vaxtarlag og útlit þeirra. „Þeir voru með nafnalistann á hreinu, vissu hvað hver og ein hét og gengu meira að segja svo langt að þeir voru með símana á lofti í miðjum leik og voru að fara inn á Facebook-síður okkar og gúggla okkur til að reyna að fá sem mestar persónulegar upplýsingar um okkur,“ sagði Karen. „Ég fékk að heyra nafnið mitt ítrekað og þegar þeir náðu athygli minni sögðu þeir: Hey, Karen af hverju varðirðu ekki þennan bolta? Ef þú hefðir værir aðeins léttari, er ekki kominn tími til að létta sig? Kannski að þú náir þá næsta bolta.“ Samherji Karenar sem tók þátt í fegurðarsamkeppni og vann hana fékk einnig ítrekað athugasemdir um útlit sitt. Ógeð sem kynni ekki að hlaupa „Þegar þessi leikmaður, sem er hornamaður, hljóp fram í hraðaupphlaup kölluðu þeir hana ítrekað ógeð. Að hún væri ógeð og kynni ekki að hlaupa. Þetta stoppaði ekki,“ sagði Karen. Þá kölluðu stuðningsmenn Gróttu hávaxinn leikmann ÍR, sem er aðeins sextán ára, gíraffa. Karen furðar sig á að enginn hafi gripið í taumana og beðið stuðningsmennina að hafa sig hæga. „Það var enginn þarna nálægt sem hafði vit á því að stoppa þetta og segja eitthvað. Það er ekki okkar hlutverk sem leikmanna og þjálfara að labba til þeirra og stoppa þá í miðjum leik,“ sagði Karen. Margir lent í því sama úti á Nesi Hún deildi upplifun sinni af framkomu stuðningsmanna Gróttu á Instagram og fékk mikil viðbrögð. „Ég fékk mörg skilaboð frá leikmönnum í öðrum liðum sem hafa lent í því sama úti á Nesi, því miður. En þetta viðgengst örugglega í fleiri liðum. Eflaust hefur einhver úr ÍR látið ljót orð falla og það á að taka á þessu,“ sagði Karen sem viðurkennir að hróp og köll stuðningsmanna Gróttu hafi haft áhrif á sig. Eyðilögðu upplifunina „Mér finnst mjög leiðinlegt að segja það því ég segist vera rosalega sterk manneskja að segja að þeir hafi náð mér því þeir náðu inn í hausinn á mér og eyðilögðu þessa upplifun fyrir mér. Þetta var virkilega óíþróttamannslegt,“ sagði markvörðurinn. Karen segir að þjálfari Gróttu, Kári Garðarsson, hafi sett sig í samband við hana og beðist afsökunar á framferði stuðningsmannnana. Hlusta má á viðtalið við Karenu hér fyrir ofan. Uppfært klukkan 12:50 Handknattleiksdeild Gróttu hefur beðist afsökunar á háttsemi stuðningsmanna liðsins og sagt að hún sé „úr öllum takti við það sem félagið vill standa fyrir.“ Olís-deild kvenna ÍR Grótta Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Grótta vann einvígið, 2-1, og komst þar í úrslit umspilsins þar sem liðið mætir HK. „Ég vil byrja á að óska þeim til hamingju og taka fram að þetta er ekki árás á Gróttu sem félag. Taka það hundrað prósent fram. Það eru öll lið sem eiga svona skemmd epli,“ sagði Karen í Bítinu. Að hennar sögn voru nokkrir unglingspiltar sem létu leikmenn ÍR heyra það í sífellu og gerðu meðal annars athugasemdir við vaxtarlag og útlit þeirra. „Þeir voru með nafnalistann á hreinu, vissu hvað hver og ein hét og gengu meira að segja svo langt að þeir voru með símana á lofti í miðjum leik og voru að fara inn á Facebook-síður okkar og gúggla okkur til að reyna að fá sem mestar persónulegar upplýsingar um okkur,“ sagði Karen. „Ég fékk að heyra nafnið mitt ítrekað og þegar þeir náðu athygli minni sögðu þeir: Hey, Karen af hverju varðirðu ekki þennan bolta? Ef þú hefðir værir aðeins léttari, er ekki kominn tími til að létta sig? Kannski að þú náir þá næsta bolta.“ Samherji Karenar sem tók þátt í fegurðarsamkeppni og vann hana fékk einnig ítrekað athugasemdir um útlit sitt. Ógeð sem kynni ekki að hlaupa „Þegar þessi leikmaður, sem er hornamaður, hljóp fram í hraðaupphlaup kölluðu þeir hana ítrekað ógeð. Að hún væri ógeð og kynni ekki að hlaupa. Þetta stoppaði ekki,“ sagði Karen. Þá kölluðu stuðningsmenn Gróttu hávaxinn leikmann ÍR, sem er aðeins sextán ára, gíraffa. Karen furðar sig á að enginn hafi gripið í taumana og beðið stuðningsmennina að hafa sig hæga. „Það var enginn þarna nálægt sem hafði vit á því að stoppa þetta og segja eitthvað. Það er ekki okkar hlutverk sem leikmanna og þjálfara að labba til þeirra og stoppa þá í miðjum leik,“ sagði Karen. Margir lent í því sama úti á Nesi Hún deildi upplifun sinni af framkomu stuðningsmanna Gróttu á Instagram og fékk mikil viðbrögð. „Ég fékk mörg skilaboð frá leikmönnum í öðrum liðum sem hafa lent í því sama úti á Nesi, því miður. En þetta viðgengst örugglega í fleiri liðum. Eflaust hefur einhver úr ÍR látið ljót orð falla og það á að taka á þessu,“ sagði Karen sem viðurkennir að hróp og köll stuðningsmanna Gróttu hafi haft áhrif á sig. Eyðilögðu upplifunina „Mér finnst mjög leiðinlegt að segja það því ég segist vera rosalega sterk manneskja að segja að þeir hafi náð mér því þeir náðu inn í hausinn á mér og eyðilögðu þessa upplifun fyrir mér. Þetta var virkilega óíþróttamannslegt,“ sagði markvörðurinn. Karen segir að þjálfari Gróttu, Kári Garðarsson, hafi sett sig í samband við hana og beðist afsökunar á framferði stuðningsmannnana. Hlusta má á viðtalið við Karenu hér fyrir ofan. Uppfært klukkan 12:50 Handknattleiksdeild Gróttu hefur beðist afsökunar á háttsemi stuðningsmanna liðsins og sagt að hún sé „úr öllum takti við það sem félagið vill standa fyrir.“
Olís-deild kvenna ÍR Grótta Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira