Lífið

Villan úr Guð­föðurnum kostar rúm­lega fimm­tán milljarða

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einstaklega fallegt hús.
Einstaklega fallegt hús.

Það muna eflaust margir eftir kvikmyndinni Guðföðurinn sem kom út árið 1972 í leikstjórn Francis Ford Coppola.

Í myndinni lék Marlon Brando guðföðurinn sjálfan Don Vito Corleone sem var mafíuforingi og mjög efnaður.

Í kvikmyndinni bjó Corleone í risavillu en nú er húsið komið á sölu fyrir 125 milljónir dollara eða því sem samsvarar rúmlega fimmtán milljarða íslenskra króna.

Húsið er hið glæsilegasta og staðsett í Beverly Hills í Bandaríkjunum. Hér að neðan má sjá umfjöllun um eignina á YouTube-síðunni TheRichest.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.