Lífið

Finnar gerðu skýrar kröfur til Íslendinga

Snorri Másson skrifar
Þetta er skýrt af hálfu Finna: Spilið Jaja Ding Dong!
Þetta er skýrt af hálfu Finna: Spilið Jaja Ding Dong! Eurovision

Finnar létu sitt ekki eftir liggja í umdeildum skilaboðum í kynningarglugga sínum við lok atkvæðagreiðslunnar í Eurovision í kvöld. Þegar kom að þeim drógu þeir skyndilega upp skilti þar sem á stóð: „Play Jaja Ding Dong.“

Þar með kinkuðu Finnar, sem eru með þungarokkslag í keppninni í ár, kollinum til Íslendinga, sem í síðustu keppni gerðu allt vitlaust í heimspressunni með því að draga upp fána Palestínu í sínum atkvæðagreiðsluglugga.

Skilaboð Finna voru að vísu ekki hápólitísk eins og hjá Hatara árið 2019, en hafa ekki minna gildi fyrir það.

 Krafan var að spilað yrði lagið Jaja Ding Dong og er sú krafa auðvitað tilvísun í atriði í kvikmynd Will Ferrell, þar sem hins sama er krafist af ákafa. Þá senu úr kvikmyndinni má sjá hér neðst í greininni.

Þetta er framlag Finna í keppninni í ár: 

Hér má hlusta á lagið úr kvikmyndinni frægu frá Húsavík:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.