Mikill auður fólginn í því að samtvinna þekkingu í hönnun Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. maí 2021 06:01 Halldór Eldjárn og Valdís Steinars ræddu við Hlín Helgu Guðlaugsdóttur í fyrsta þættinum af HönnunarMars hlaðvarpinu DesignTalks talks. Studio HönnunarMars „Ég held að það sé ótrúlega mikilvægt í allri hönnunarvinnu og bara vinnu yfir höfuð, að vera með samstarf og að hafa sem breiðastan hóp af fólki,“ segir vöruhönnuðurinn Valdís Steinarsdóttir. Hún tekur meðal annars þátt í þriggja hönnuða mygluprentaraverkefni á HönnunarMars í ár. „Að fá að setjast niður með kláru fólki og ræða hlutina það ýtir öllu svo miklu hraðar áfram. Hún segir að það geti verið að samtvinna þekkingu, eins og til dæmis hönnuðar og einstaklings með raungreinaþekkingu.“ Hlín Helga Guðlaugsdóttir hönnuður og stjórnandi DesignTalks ræddi við Valdísi og listamanninn Halldór Eldjárn í fyrsta þættinum af hlaðvarpinu DesignTalks talks. Þátturinn fékk titilinn Af tilraunum, tækni, nýjum leiðum ... og trylltum áhuga. Um er að ræða fimm þætti sem allir verða birtir á Vísi og helstu hlaðvarpsveitum á meðan HönnunarMars stendur. Hlín tók algjörlega undir orð Valdísar um kosti samstarfs þegar kemur að hönnun. „Það er ótrúlega mikill auður sem felst í því samtali og að þora að fara inn í þetta samstarf eða samruna hönnunar eða sköpunar og vísinda, raungreina og annað.“ Akkilesarhæll og gjöf Halldór þekkir það vel að tefla saman fögum eins og forritun og tækni við sína sköpun. Eins og við höfum fjallað um hér á Vísi hefur Halldór til dæmis hannað tvær ólífrænar uppfinningar sem eru samt nálgun á lífræna hluti. Annars vegar tölvuknúna hengijurt sem að vex á pappírsstrimli eftir birtuskilyrðum og hins vegar vélknúinn teiknara, svokallaðan plotter, en í honum er japanskur burstapenni og inni í honum er krækiberjablek. Sjá einnig: Fann upp plöntur sem þarf ekki að vökva „Ég hef alltaf haft mjög mikinn áhuga á tækni og að lóða svona litlar rafrásir, “segir Halldór í þættinum. „Ég fór í tölvunarfræði og lærði þar og safnaði í svolítið góðan verkfærakassa af alls konar. Ég hef ekki enst rosalega lengi í verkefnum tengdum tölvunarfræði eða forritunarverkefnum, þó að ég hafi vissulega tekið þau að mér, af því að það býr alltaf inni í mér að nota þessi tól á einhvern nýjan hátt.“ Hann nær því að búa til samvinnu hönnunar og forritunar eða tækni, þó að hann sé ekki mikið að vinna með öðrum í sínum verkefnum. „Það hefur verið minn akkilesarhæll, en líka gjöf, að ég er alltaf einhvern veginn að sjá eitthvað svona fyrir mér.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Valdís Steinarsdóttir vöruhönnuður hefur farið hefur óhefðbundnar leiðir í hönnun sinni. Halldór Eldjárn listamaður og vinnur með tónlist, forritun, vísindi og hönnun. Í þættinum ræða þau um sköpun, tilraunir, tækni, nýjar leiðir - og trylltan áhuga. > Hlaðvarpið DesignTalks talks er framleitt af Studio HönnunarMars og Miðstöð hönnunar og arkitektúrs. Tæknimaður er Þorbjörn G. Kolbrúnarson og Halldór Eldjárn samdi stefið.
„Að fá að setjast niður með kláru fólki og ræða hlutina það ýtir öllu svo miklu hraðar áfram. Hún segir að það geti verið að samtvinna þekkingu, eins og til dæmis hönnuðar og einstaklings með raungreinaþekkingu.“ Hlín Helga Guðlaugsdóttir hönnuður og stjórnandi DesignTalks ræddi við Valdísi og listamanninn Halldór Eldjárn í fyrsta þættinum af hlaðvarpinu DesignTalks talks. Þátturinn fékk titilinn Af tilraunum, tækni, nýjum leiðum ... og trylltum áhuga. Um er að ræða fimm þætti sem allir verða birtir á Vísi og helstu hlaðvarpsveitum á meðan HönnunarMars stendur. Hlín tók algjörlega undir orð Valdísar um kosti samstarfs þegar kemur að hönnun. „Það er ótrúlega mikill auður sem felst í því samtali og að þora að fara inn í þetta samstarf eða samruna hönnunar eða sköpunar og vísinda, raungreina og annað.“ Akkilesarhæll og gjöf Halldór þekkir það vel að tefla saman fögum eins og forritun og tækni við sína sköpun. Eins og við höfum fjallað um hér á Vísi hefur Halldór til dæmis hannað tvær ólífrænar uppfinningar sem eru samt nálgun á lífræna hluti. Annars vegar tölvuknúna hengijurt sem að vex á pappírsstrimli eftir birtuskilyrðum og hins vegar vélknúinn teiknara, svokallaðan plotter, en í honum er japanskur burstapenni og inni í honum er krækiberjablek. Sjá einnig: Fann upp plöntur sem þarf ekki að vökva „Ég hef alltaf haft mjög mikinn áhuga á tækni og að lóða svona litlar rafrásir, “segir Halldór í þættinum. „Ég fór í tölvunarfræði og lærði þar og safnaði í svolítið góðan verkfærakassa af alls konar. Ég hef ekki enst rosalega lengi í verkefnum tengdum tölvunarfræði eða forritunarverkefnum, þó að ég hafi vissulega tekið þau að mér, af því að það býr alltaf inni í mér að nota þessi tól á einhvern nýjan hátt.“ Hann nær því að búa til samvinnu hönnunar og forritunar eða tækni, þó að hann sé ekki mikið að vinna með öðrum í sínum verkefnum. „Það hefur verið minn akkilesarhæll, en líka gjöf, að ég er alltaf einhvern veginn að sjá eitthvað svona fyrir mér.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Valdís Steinarsdóttir vöruhönnuður hefur farið hefur óhefðbundnar leiðir í hönnun sinni. Halldór Eldjárn listamaður og vinnur með tónlist, forritun, vísindi og hönnun. Í þættinum ræða þau um sköpun, tilraunir, tækni, nýjar leiðir - og trylltan áhuga. > Hlaðvarpið DesignTalks talks er framleitt af Studio HönnunarMars og Miðstöð hönnunar og arkitektúrs. Tæknimaður er Þorbjörn G. Kolbrúnarson og Halldór Eldjárn samdi stefið.
Tíska og hönnun HönnunarMars Tækni Tengdar fréttir Fjallar um víðtæk áhrif hönnunar, fólkið í faginu og alla ástríðuna Einn lykilviðburðum HönnunarMars, DesignTalks, er ekki á dagskrá annað árið í röð vegna Covid. Hlín Helga Guðlaugsdóttir hönnuður hefur stýrt viðburðunum árlega í Hörpu og í ár verður hún þess í stað með hlaðvarpið DesignTalks talks. 19. maí 2021 21:00 Valdís Steinarsdóttir hlýtur Formex Nova verðlaunin 2020 Valdís Steinarsdóttir hönnuður hlýtur Formex Nova verðlaunin í ár. Hún tekur rafrænt við verðlaununum í kvöld. 18. ágúst 2020 14:49 Framleiddu heimildarmynd um íslenska andann í heimi hönnunar Í tilefni Hönnunarmars 2021 tóku Icelandair og Hönnunarmars höndum saman og framleiddu stutta heimildarmynd um íslenska andann í heimi hönnunar. 20. maí 2021 07:01 Fann upp plöntur sem þarf ekki að vökva Listamaðurinn Halldór Eldjárn kynnir verk sín á HönnunarMars í næstu viku. Hann segir mikilvægt að halda líka utan um listamenn sem kjósa að fara ekki í hefðbundið listnám. 21. júní 2020 07:00 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Fjallar um víðtæk áhrif hönnunar, fólkið í faginu og alla ástríðuna Einn lykilviðburðum HönnunarMars, DesignTalks, er ekki á dagskrá annað árið í röð vegna Covid. Hlín Helga Guðlaugsdóttir hönnuður hefur stýrt viðburðunum árlega í Hörpu og í ár verður hún þess í stað með hlaðvarpið DesignTalks talks. 19. maí 2021 21:00
Valdís Steinarsdóttir hlýtur Formex Nova verðlaunin 2020 Valdís Steinarsdóttir hönnuður hlýtur Formex Nova verðlaunin í ár. Hún tekur rafrænt við verðlaununum í kvöld. 18. ágúst 2020 14:49
Framleiddu heimildarmynd um íslenska andann í heimi hönnunar Í tilefni Hönnunarmars 2021 tóku Icelandair og Hönnunarmars höndum saman og framleiddu stutta heimildarmynd um íslenska andann í heimi hönnunar. 20. maí 2021 07:01
Fann upp plöntur sem þarf ekki að vökva Listamaðurinn Halldór Eldjárn kynnir verk sín á HönnunarMars í næstu viku. Hann segir mikilvægt að halda líka utan um listamenn sem kjósa að fara ekki í hefðbundið listnám. 21. júní 2020 07:00