Slökkviliðsmenn þurf að æfa töluvert og þá í raunaðstæðum. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi fékk Sindri Sindrason að kynnast nýrri tækni þar sem hægt er að æfa sig í slökkvistarfi með sýndarveruleikagleraugum.
Búnaðurinn er þannig að slökkviliðsmönnunum verður í raun mjög heitt við æfingarnar, jafn heitt og að standa inni í brennandi húsi.
Í þættinum í gær var fylgst með tveimur slökkviliðsnemum við æfingar og hvernig búnaðurinn virkar í raun og veru.