Íslensk hönnun í sinni litríkustu mynd Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. maí 2021 13:01 Í EPAL er HönnunarMars sýning á efri hæðinni. Vísir/Sylvía Rut Epal tekur þátt í Hönnunarmars þrettánda árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun eftir fjölbreyttan hóp íslenskra hönnuða. Epal hefur haft að leiðarljósi frá stofnun árið 1975 að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi með því að velja hönnun og gæðavörur sem skara fram úr. Epal hefur alla tíð stutt íslenska hönnuði og lagt sig fram um að hjálpa þeim við að koma verkum sínum á framfæri og í framleiðslu og hluti af því er þátttaka í Hönnunarmars. Hægt er að skoða sýninguna í Epal í dag og á morgun, laugardag. Þátttakendur að þessu sinni eru Anna Thorunn, Arctic Plank, Go Form, Guðmundur Lúðvík, Ihanna Home, Ingibjörg Ósk Þorvaldsdóttir, Kormákur og Skjöldur, Pastelpaper, Geir Oddgeirsson og Studio Granda og svo Þórunn Árnadóttir. Nánar má lesa um hönnunina hér fyrir neðan. ANNA THORUNN Vöruhönnuðurinn Anna Thorunn kynnir nýja kertastjaka úr jarðleir, Moment sem á að minna okkur á að augnablikið er allt sem við höfum. Í gerð kertastjakans Moment var leitast við að gera lágan jarðbundin kertastjaka með mikla efniskennd. Moment kemur í þremur litum svart flekkóttu, hvít flekkóttu og beige flekkóttu. Hönnunarmerkið ANNA THORUNN var stofnað af Önnu Þórunni Hauksdóttur við útskrift frá Listaháskóla Íslands árið 2007. Vörurnar eru hannaðar og framleiddar út frá innblástri af eigin upplifun og tilfinningum. Hönnunin byggist á einskonar ástríðuferðalagi sem Anna Þórunn leggur í sem part af hönnunarferlinu. Ferlið endar svo með hlut sem hefur ekki einungis notagildi heldur vekur einnig upp tilfinningar hjá notandanum. Vísir/Sylvía Rut Þórunn Árnadóttir – IÐA Kerti geta gert svo miklu meira en að sitja í kertastjaka. Þau geta dansað! Þórunn frumsýnir "Iðu": einskonar samruna óróa og kertastjaka. Iða virðist storka þyngdaraflinu og kertin nýta sína eigin orku til að knýja sig áfram í hringi. Hugmyndin að Iðu kviknaði út frá áhuga Þórunnar á óróum og hreyfiskúlptúrum. Með því að sameina óróa og kertastjaka, var markmiðið að hanna hlut sem er einfaldur að formi og gerð, og myndi nýta kraftana sem leynast í venjulegum kertum til nýrrar upplifunar á kertastjaka. Þannig leitaðist hún við að leggja sjónræna áherslu á hárfínt samspilið milli jafnvægispunkts og hreyfingarinnar sem er framkölluð með hitauppstreyminu frá kertunum. Iða er úr áli, fjaðurstáli og duftlökkuðu stáli. Um Þórunni: Þórunn Árnadóttir er aðalhönnuður og annar eigandi 54°Celsius ásamt Dan Koval. 54°Celsius býður upp á óvenjuleg og einstök kerti sem stela senunni. Kertin eru seld um allan heim, best eru þekkt Kisukertin sem afhjúpa beinagrind þegar kveikt er á þeim. (Seld í Epal.) Þórunn útskrifaðist með MA í Design Products frá Royal College of Art í London 2011, og BA í Vöruhönnun frá LHÍ 2007. Vísir/Sylvía Rut Kormákur og Skjöldur Kormákur og Skjöldur kynna framþróun á framleiðslu og vöruþróun á „Icelandic tweed“ eða „Íslenska vaðmálinu“. Kynnt upphaflega á Hönnunarmars 2020 og hefur fyrirtækið síðan þá framleitt fatnað og fylgihluti úr vaðmálinu og efnið einnig vakið athygli sem áklæði á húsgögn. Epal hefur kynnt bæði Kjarvalsstólinn og sófa frá Erik Jörgensen klædda vaðmálinu. Nú er kynnt spennandi smá- og fylgihlutalína sem inniheldur tölvutösku, hanska og fleira. Einnig kynnt samstarfsverkefni með Nordic Angan, hafa þrófað línu af íslenskri skeggolíu, úr íslenskum jurtum. Vísir/Sylvía Rut Studio Granda og Geir Oddgeirsson Steve Christer arkitekt Studio Granda og Geir Oddgeirsson húsgagnasmiður og listasmiður sameina krafta sína og kynna stól og borð úr íslensku hráefni sem kallast Geir. GEIR - Gerður einungis úr íslenskur birki, sauðskinni, ull og grágrýti, öllu haldið saman af alþjóðlegu lími, heftum og boltum. Vísir/Sylvía Rut GUDMUNDUR LUDVIK Guðmundur Lúðvík sýnir á HönnunarMars í Epal stólinn Afi sem framleiddur er af Mdd, einum stærsta húsgagnaframleiðanda í Evrópu. „Í leit eftir möguleikum innan handverks, listsköpun og hönnun hef ég fundið minn eiginn leikvöll. Niðurstaða þessarar leitar er undirstaða mín í rannsóknum og tilraunum með þróun nýrrar hönnunar.“ Guðmundur Lúðvík Grétarsson er fæddur árið 1970 í Reykjavík. Hann hélt í framhaldsnám til Kaupmannahafnar árið 1999 og hefur verið búsettur í Danmörku síðan. Bakgrunnur Guðmundar sameinar handverk, list og hönnun. Handverkið ólst hann upp með og vann í mörg ár sem smiður áður en leiðin lá í Myndlistaskóla Íslands þar sem nám í höggmyndlist hófst. Að lokum lá leiðin í Danish Design School þar sem formlegri menntun lauk sem húsgagnahönnuður árið 2002. Þessi vegferð hefur verið honum bæði eðlileg og rökrétt og hefur mótað hæfni hans til þess að vinna á skapandi hátt og nýta tækni- og fagurfræðilegar hliðar hönnunarfagsins. Guðmundur Lúðvík rekur eigið stúdíó og er annar eigenda hönnunarfyrirtækisins Welling/Ludvik Industrial Design. Vísir/Sylvía Rut GO FORM Go Form kynnir marmara sófaborð og spegil unnið úr afskurði. Að baki Go Form standa þau Guðrún Margrét Ólafsdóttir og Oddgeir Þórðarson, húsgagna og innanhússarkitektar sem rekið hafa teiknistofuna Go Form frá árinu 1987. Sófaborð eru úr marmara sem eru unnin úr afskurði frá borðplötuframleiðslu og spegillinn er sömuleiðis að mestu unnin úr afskurði. Borðin eru unnin hjá steinsmiðjunni Fígaró og spegillinn hjá glerverksmiðjunni Íspan. Vísir/Sylvía Rut ARCTIC PLANK Arctic Plank kynnir stólinn Fjörð, gerðan úr endurunnum við og bólstraður með gömlu hertjaldi, einnig borðin Jökla sem unnin eru úr marmara og eikarvið fengnum úr gömlum veiðibát, ásamt skurðarbrettum og veislubökkum sömuleiðis unnið úr afskurðum úr gömlum eikarbát. Hugmyndafræði Arctic Plank byggist á umhverfisvitund og sjálfbærni, viðhorf til þessara þátta er þráður sem liggur í allri hönnun, framleiðslu og viðskiptaháttum fyrirtækisins. Hver afurð Arctic Plank er framleidd úr endurunnum efnivið með frumlegum og nýstárlegum hætti með fullnýtingu efniviðarins í huga. Efnið drögum við úr ýmsum áttum og uppruna hráefnis í vörum okkar má meðal annars rekja til aldraðra fiskibáta sem þjónað hafa íslenskum sjávarútvegi í meira en 70 ár, fornfálegra bryggja, veðraðra húsþaka og gamalla vörubretta. Fjörður, stóll Stóllinn Fjörður er gerður úr endurunnum við og bólstraður með gömlu her-tjaldi. Jökla, borð Útlínur Langjökuls og Hofsjökuls móta form borðanna sem gerð eru úr marmara og eikarvið fengnum úr gömlum veiðibát. Skurðarbretti Skurðarbrettin eru skemmtileg hliðarafurð Arctic Plank, unnin úr afskurðum úr gömlum eikarbát sem falla til á vinnustofunni. Lítið er átt við efnið og form viðarins fær að halda sér að miklu leyti, sem gerir brettin lífleg og náttúruleg. Veislubakkar Veislubakkar Arctic Plank eru unnir úr afskurðum úr gömlum eikarbát sem falla til á vinnustofunni. Afskurðum er raðað saman í falleg mynstur, límt, unnið, skorið í form og að lokum fest á ýmiskonar höldur. Vísir/Sylvía Rut Ihanna home Ihanna home kynnir nýja vörulínu innblásna af íslenskri náttúru. Fjara púði er innblásinn af svörtum ströndum landsins og freyðandi hvítu briminu. Öldur púðar eru innblásnir sem ástaróður til hafsins. Bast púðar, innblásnir af deginum í dag og heiminum í hægagangi. Bast púðar eru úr sléttu flaueli. Einnig eru kynnt til sögunnar Rendur rúmföt úr bómullar satín. IHANNA HOME er íslenskt hönnunarfyrirtæki sem var stofnað af Ingibjörgu Hönnu Bjarnadóttur árið 2008, með tilkomu Krumma herðartrés. Fyrirtækið hannar og framleiðir hágæða hönnunarvörur með grafísku ívafi. Pastelpaper - Linda Jóhannsdóttir Ný lína Pastelpaper verður frumsýnd á HönnunarMars í Epal. Línan saman stendur af 9 verkum sem tekin eru af Lindu Jóhannsdóttir viðsvegar um heiminn. Verkin eru í A3, prentuð á 300 gr pappír og framleidd á Íslandi. Linda hefur hannað undir nafninu Pastelpaper frá árinu 2014 þegar hún gaf út fyrstu myndalínuna sína sem bar nafnið Bird portraits. Ástríða fyrir litum og ólíkum menningarheimum er innblástur Lindu og hannar hún hluti sem gerðir eru til að veita þér innblástur að bæta litum í þitt líf. Vísir/Sylvía Rut INGIBJÖRG ÓSK / inosk design Listakonan Ingibjörg Ósk Þorvaldsdóttir kynnir undir vörumerkinu inosk design vörulínuna UM, kaffikönnu fyrir hæga uppáhellingu, bolla og tréplatta, sem kallast HellUM, HöldUM og BerUM. Kveikjan að hönnuninni er hugmyndir um mannfagnað, veislu, ljós, mat, yl og ilm. Hlutirnir tengjast allir ánægjunni af því að bera fram og drekka kaffi með meðlæti. Kaffikannan HellUM hefur háls úr hnotu sem er til þess að einangra könnuna svo hægt sé að taka utan um hana heita. Bollarnir HöldUM eru ýmist með leir- eða viðarhandföngum. Það er mismunandi hvernig fólk heldur á bolla og þannig geta handföngin skapað skemmtilegt samtal og hver og einn getur haft sinn uppáhaldsbolla. Ef meðlæti er með kaffinu þá eru tréplattarnir BerUM kjörnir til þess að bera það fram á. Nýju hlutirnir fylgja sömu efnisnotkun og fyrri hlutir UM línunnar. Þeir eru gerðir úr leir og viði sem eru tengdir saman og mynda nytjahluti sem nota má í mannfagnaði. Tíska og hönnun HönnunarMars Tengdar fréttir Dagur þrjú á HönnunarMars Þriðji dagur HönnunarMars 2021 er runninn upp og það er kominn föstudagur. Dagskrá dagsins í dag er að vanda fullhlaðin. 21. maí 2021 09:30 Svipmyndir frá fyrsta degi HönnunarMars HönnunarMars í maí opnaði í gær þar sem hátt í 90 sýningar breiddu úr sér um höfuðborgarsvæðið. 20. maí 2021 18:00 „Þessi verðlaun hafa djúpa merkingu fyrir mig“ Verðlaunahafi Indriðaverðlaunanna 2021 er Gunnar Hilmarsson. Verðlaunin hlýtur hann fyrir framúrskrandi störf á sviði íslenskrar fatahönnunar. 20. maí 2021 15:51 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Epal hefur haft að leiðarljósi frá stofnun árið 1975 að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi með því að velja hönnun og gæðavörur sem skara fram úr. Epal hefur alla tíð stutt íslenska hönnuði og lagt sig fram um að hjálpa þeim við að koma verkum sínum á framfæri og í framleiðslu og hluti af því er þátttaka í Hönnunarmars. Hægt er að skoða sýninguna í Epal í dag og á morgun, laugardag. Þátttakendur að þessu sinni eru Anna Thorunn, Arctic Plank, Go Form, Guðmundur Lúðvík, Ihanna Home, Ingibjörg Ósk Þorvaldsdóttir, Kormákur og Skjöldur, Pastelpaper, Geir Oddgeirsson og Studio Granda og svo Þórunn Árnadóttir. Nánar má lesa um hönnunina hér fyrir neðan. ANNA THORUNN Vöruhönnuðurinn Anna Thorunn kynnir nýja kertastjaka úr jarðleir, Moment sem á að minna okkur á að augnablikið er allt sem við höfum. Í gerð kertastjakans Moment var leitast við að gera lágan jarðbundin kertastjaka með mikla efniskennd. Moment kemur í þremur litum svart flekkóttu, hvít flekkóttu og beige flekkóttu. Hönnunarmerkið ANNA THORUNN var stofnað af Önnu Þórunni Hauksdóttur við útskrift frá Listaháskóla Íslands árið 2007. Vörurnar eru hannaðar og framleiddar út frá innblástri af eigin upplifun og tilfinningum. Hönnunin byggist á einskonar ástríðuferðalagi sem Anna Þórunn leggur í sem part af hönnunarferlinu. Ferlið endar svo með hlut sem hefur ekki einungis notagildi heldur vekur einnig upp tilfinningar hjá notandanum. Vísir/Sylvía Rut Þórunn Árnadóttir – IÐA Kerti geta gert svo miklu meira en að sitja í kertastjaka. Þau geta dansað! Þórunn frumsýnir "Iðu": einskonar samruna óróa og kertastjaka. Iða virðist storka þyngdaraflinu og kertin nýta sína eigin orku til að knýja sig áfram í hringi. Hugmyndin að Iðu kviknaði út frá áhuga Þórunnar á óróum og hreyfiskúlptúrum. Með því að sameina óróa og kertastjaka, var markmiðið að hanna hlut sem er einfaldur að formi og gerð, og myndi nýta kraftana sem leynast í venjulegum kertum til nýrrar upplifunar á kertastjaka. Þannig leitaðist hún við að leggja sjónræna áherslu á hárfínt samspilið milli jafnvægispunkts og hreyfingarinnar sem er framkölluð með hitauppstreyminu frá kertunum. Iða er úr áli, fjaðurstáli og duftlökkuðu stáli. Um Þórunni: Þórunn Árnadóttir er aðalhönnuður og annar eigandi 54°Celsius ásamt Dan Koval. 54°Celsius býður upp á óvenjuleg og einstök kerti sem stela senunni. Kertin eru seld um allan heim, best eru þekkt Kisukertin sem afhjúpa beinagrind þegar kveikt er á þeim. (Seld í Epal.) Þórunn útskrifaðist með MA í Design Products frá Royal College of Art í London 2011, og BA í Vöruhönnun frá LHÍ 2007. Vísir/Sylvía Rut Kormákur og Skjöldur Kormákur og Skjöldur kynna framþróun á framleiðslu og vöruþróun á „Icelandic tweed“ eða „Íslenska vaðmálinu“. Kynnt upphaflega á Hönnunarmars 2020 og hefur fyrirtækið síðan þá framleitt fatnað og fylgihluti úr vaðmálinu og efnið einnig vakið athygli sem áklæði á húsgögn. Epal hefur kynnt bæði Kjarvalsstólinn og sófa frá Erik Jörgensen klædda vaðmálinu. Nú er kynnt spennandi smá- og fylgihlutalína sem inniheldur tölvutösku, hanska og fleira. Einnig kynnt samstarfsverkefni með Nordic Angan, hafa þrófað línu af íslenskri skeggolíu, úr íslenskum jurtum. Vísir/Sylvía Rut Studio Granda og Geir Oddgeirsson Steve Christer arkitekt Studio Granda og Geir Oddgeirsson húsgagnasmiður og listasmiður sameina krafta sína og kynna stól og borð úr íslensku hráefni sem kallast Geir. GEIR - Gerður einungis úr íslenskur birki, sauðskinni, ull og grágrýti, öllu haldið saman af alþjóðlegu lími, heftum og boltum. Vísir/Sylvía Rut GUDMUNDUR LUDVIK Guðmundur Lúðvík sýnir á HönnunarMars í Epal stólinn Afi sem framleiddur er af Mdd, einum stærsta húsgagnaframleiðanda í Evrópu. „Í leit eftir möguleikum innan handverks, listsköpun og hönnun hef ég fundið minn eiginn leikvöll. Niðurstaða þessarar leitar er undirstaða mín í rannsóknum og tilraunum með þróun nýrrar hönnunar.“ Guðmundur Lúðvík Grétarsson er fæddur árið 1970 í Reykjavík. Hann hélt í framhaldsnám til Kaupmannahafnar árið 1999 og hefur verið búsettur í Danmörku síðan. Bakgrunnur Guðmundar sameinar handverk, list og hönnun. Handverkið ólst hann upp með og vann í mörg ár sem smiður áður en leiðin lá í Myndlistaskóla Íslands þar sem nám í höggmyndlist hófst. Að lokum lá leiðin í Danish Design School þar sem formlegri menntun lauk sem húsgagnahönnuður árið 2002. Þessi vegferð hefur verið honum bæði eðlileg og rökrétt og hefur mótað hæfni hans til þess að vinna á skapandi hátt og nýta tækni- og fagurfræðilegar hliðar hönnunarfagsins. Guðmundur Lúðvík rekur eigið stúdíó og er annar eigenda hönnunarfyrirtækisins Welling/Ludvik Industrial Design. Vísir/Sylvía Rut GO FORM Go Form kynnir marmara sófaborð og spegil unnið úr afskurði. Að baki Go Form standa þau Guðrún Margrét Ólafsdóttir og Oddgeir Þórðarson, húsgagna og innanhússarkitektar sem rekið hafa teiknistofuna Go Form frá árinu 1987. Sófaborð eru úr marmara sem eru unnin úr afskurði frá borðplötuframleiðslu og spegillinn er sömuleiðis að mestu unnin úr afskurði. Borðin eru unnin hjá steinsmiðjunni Fígaró og spegillinn hjá glerverksmiðjunni Íspan. Vísir/Sylvía Rut ARCTIC PLANK Arctic Plank kynnir stólinn Fjörð, gerðan úr endurunnum við og bólstraður með gömlu hertjaldi, einnig borðin Jökla sem unnin eru úr marmara og eikarvið fengnum úr gömlum veiðibát, ásamt skurðarbrettum og veislubökkum sömuleiðis unnið úr afskurðum úr gömlum eikarbát. Hugmyndafræði Arctic Plank byggist á umhverfisvitund og sjálfbærni, viðhorf til þessara þátta er þráður sem liggur í allri hönnun, framleiðslu og viðskiptaháttum fyrirtækisins. Hver afurð Arctic Plank er framleidd úr endurunnum efnivið með frumlegum og nýstárlegum hætti með fullnýtingu efniviðarins í huga. Efnið drögum við úr ýmsum áttum og uppruna hráefnis í vörum okkar má meðal annars rekja til aldraðra fiskibáta sem þjónað hafa íslenskum sjávarútvegi í meira en 70 ár, fornfálegra bryggja, veðraðra húsþaka og gamalla vörubretta. Fjörður, stóll Stóllinn Fjörður er gerður úr endurunnum við og bólstraður með gömlu her-tjaldi. Jökla, borð Útlínur Langjökuls og Hofsjökuls móta form borðanna sem gerð eru úr marmara og eikarvið fengnum úr gömlum veiðibát. Skurðarbretti Skurðarbrettin eru skemmtileg hliðarafurð Arctic Plank, unnin úr afskurðum úr gömlum eikarbát sem falla til á vinnustofunni. Lítið er átt við efnið og form viðarins fær að halda sér að miklu leyti, sem gerir brettin lífleg og náttúruleg. Veislubakkar Veislubakkar Arctic Plank eru unnir úr afskurðum úr gömlum eikarbát sem falla til á vinnustofunni. Afskurðum er raðað saman í falleg mynstur, límt, unnið, skorið í form og að lokum fest á ýmiskonar höldur. Vísir/Sylvía Rut Ihanna home Ihanna home kynnir nýja vörulínu innblásna af íslenskri náttúru. Fjara púði er innblásinn af svörtum ströndum landsins og freyðandi hvítu briminu. Öldur púðar eru innblásnir sem ástaróður til hafsins. Bast púðar, innblásnir af deginum í dag og heiminum í hægagangi. Bast púðar eru úr sléttu flaueli. Einnig eru kynnt til sögunnar Rendur rúmföt úr bómullar satín. IHANNA HOME er íslenskt hönnunarfyrirtæki sem var stofnað af Ingibjörgu Hönnu Bjarnadóttur árið 2008, með tilkomu Krumma herðartrés. Fyrirtækið hannar og framleiðir hágæða hönnunarvörur með grafísku ívafi. Pastelpaper - Linda Jóhannsdóttir Ný lína Pastelpaper verður frumsýnd á HönnunarMars í Epal. Línan saman stendur af 9 verkum sem tekin eru af Lindu Jóhannsdóttir viðsvegar um heiminn. Verkin eru í A3, prentuð á 300 gr pappír og framleidd á Íslandi. Linda hefur hannað undir nafninu Pastelpaper frá árinu 2014 þegar hún gaf út fyrstu myndalínuna sína sem bar nafnið Bird portraits. Ástríða fyrir litum og ólíkum menningarheimum er innblástur Lindu og hannar hún hluti sem gerðir eru til að veita þér innblástur að bæta litum í þitt líf. Vísir/Sylvía Rut INGIBJÖRG ÓSK / inosk design Listakonan Ingibjörg Ósk Þorvaldsdóttir kynnir undir vörumerkinu inosk design vörulínuna UM, kaffikönnu fyrir hæga uppáhellingu, bolla og tréplatta, sem kallast HellUM, HöldUM og BerUM. Kveikjan að hönnuninni er hugmyndir um mannfagnað, veislu, ljós, mat, yl og ilm. Hlutirnir tengjast allir ánægjunni af því að bera fram og drekka kaffi með meðlæti. Kaffikannan HellUM hefur háls úr hnotu sem er til þess að einangra könnuna svo hægt sé að taka utan um hana heita. Bollarnir HöldUM eru ýmist með leir- eða viðarhandföngum. Það er mismunandi hvernig fólk heldur á bolla og þannig geta handföngin skapað skemmtilegt samtal og hver og einn getur haft sinn uppáhaldsbolla. Ef meðlæti er með kaffinu þá eru tréplattarnir BerUM kjörnir til þess að bera það fram á. Nýju hlutirnir fylgja sömu efnisnotkun og fyrri hlutir UM línunnar. Þeir eru gerðir úr leir og viði sem eru tengdir saman og mynda nytjahluti sem nota má í mannfagnaði.
Tíska og hönnun HönnunarMars Tengdar fréttir Dagur þrjú á HönnunarMars Þriðji dagur HönnunarMars 2021 er runninn upp og það er kominn föstudagur. Dagskrá dagsins í dag er að vanda fullhlaðin. 21. maí 2021 09:30 Svipmyndir frá fyrsta degi HönnunarMars HönnunarMars í maí opnaði í gær þar sem hátt í 90 sýningar breiddu úr sér um höfuðborgarsvæðið. 20. maí 2021 18:00 „Þessi verðlaun hafa djúpa merkingu fyrir mig“ Verðlaunahafi Indriðaverðlaunanna 2021 er Gunnar Hilmarsson. Verðlaunin hlýtur hann fyrir framúrskrandi störf á sviði íslenskrar fatahönnunar. 20. maí 2021 15:51 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Dagur þrjú á HönnunarMars Þriðji dagur HönnunarMars 2021 er runninn upp og það er kominn föstudagur. Dagskrá dagsins í dag er að vanda fullhlaðin. 21. maí 2021 09:30
Svipmyndir frá fyrsta degi HönnunarMars HönnunarMars í maí opnaði í gær þar sem hátt í 90 sýningar breiddu úr sér um höfuðborgarsvæðið. 20. maí 2021 18:00
„Þessi verðlaun hafa djúpa merkingu fyrir mig“ Verðlaunahafi Indriðaverðlaunanna 2021 er Gunnar Hilmarsson. Verðlaunin hlýtur hann fyrir framúrskrandi störf á sviði íslenskrar fatahönnunar. 20. maí 2021 15:51