Cook ber vitni í málferlum Epic gegn Apple Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2021 14:07 Tim Cook, forstjóri Apple. AP/Markus Schreiber Tim Cook, forstjóri Apple, mun í dag setjast í vitnastúkuna í máli Apple og Epic Games, framleiðenda hins vinsæla leiks Fortnite. Epic hefur sakað Apple um samkeppnisbrot en málaferlin gætu haft gífurleg áhrif stýrikerfi í tækjum Apple og hvernig notendur sækja snjallforrit. Í stuttu máli má rekja málaferlin til þess að Apple lokaði á Fortnite í síma-stýrikerfi sínu eftir að Epic byggði eigið greiðslukerfi inn í tölvuleiknum. Apple krefst þrjátíu prósenta þóknunar af öllum keyptum snjallforitum í gegnum þjónustu fyrirtækisins sem heitir App Store og keyptum vörum innan þeirra forrita. Ókeypis er að spila Fortnite en spilarar geta keypt nýja búninga fyrir persónuna sem þeir spila. Epic hefur grætt fúlgur fjár á þessum kaupum spilara. Sjá einnig: Fortnite er enn arðbærasti leikur heims Þegar Epic reyndi að fara framhjá Apple, lokaði Apple á Fortnite og Epic fór í mál við Apple. Forsvarsmenn fyrirtækja eins og Spotify og Match Group, sem rekur Tinder, hafa staðið við bakið á Epic. Málið er reifað frekar hér. Búist er við því að Cook muni bera vitni í um tvær klukkustundir í dag og verja snjallforritaviðskiptahætti Apple, sem fyrirtækið græðir gífurlega á á ári hverju, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Nákvæmlega hve mikið Apple græðir á þessari þóknun er meðal þess em lögmenn Apple og Epic hafa deilt um í réttarhöldunum. Lögmenn Apple segjast ætla að fá Cook til að ræða uppruna App Store og þá samkeppni sem Apple stendur í. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa haldið því fram að þóknunin hjálpi við að halda símum og tækjum Apple öruggum. Það sé einnig gert með því að stýra hvaða forrit eru leyfð í App Store. Samkvæmt frétt CNN sagði einn yfirmanna Apple nýverið að fyrirtækið hefði til að mynda varið um hundrað milljörðum dala í þróunarvinnu sem nýttist öðrum fyrirtækjum sem gera snjallforrit. Þá hefur Apple bent á fjölmörg önnur fyrirtæki, eins og Google, Samsund, Motorlola, Huawei og Microsoft sem eru einnig með þrjátíu prósenta þóknun í tengslum við sambærilega þjónustu varðandi snjallforrit og annað. Apple Tengdar fréttir Bein útsending: Apple sýnir ný tæki og tól Tæknirisinn Apple heldur í dag vorkynningu sína. Búist er við því að fyrirtækið muni kynna nýjar spjaldtölvur, tölvur, AirTags og fleira. Ekki stendur til að kynna nýja síma. 20. apríl 2021 16:31 Skaut föstum skotum að Apple eftir 1.450 milljarða hagnað Forsvarsmenn samfélagsmiðlafyrirtækisins Facebook opinberuðu í gær nýtt ársfjórðungsuppgjör sem sýndi að fyrirtækið hagnaðist um 11,2 milljarða dala á síðasta fjórðungi 2020. Það samsvarar um 1.450 milljörðum króna, gróflega reiknað. 28. janúar 2021 10:29 Risarnir beina spjótum sínum að „miðli málfrelsisins“ Samfélagsmiðillinn Parler er nú undir smásjá Apple og Google vegna þess efnis sem deilt er þar inni, en það er sagt hvetja til samskonar óeirða og urðu í Washington á miðvikudag. Miðillinn var stofnaður í ágúst árið 2018 en fór að sækja verulega í sig veðrið á síðasta ári eftir að sífellt fleiri stjórnmálamenn á hægri væng stjórnmálanna fóru að nýta hann til þess að ná til stuðningsmanna sinna. 9. janúar 2021 08:47 Vildi selja Tesla til Apple en fékk ekki fund Elon Musk, eigandi bílaframleiðandans Tesla og geimferðafyrirtæksisins SpaceX, svo eitthvað sé nefnt, sagði frá því í gær að hann hefði leitað til Tim Cook, forstjóra Apple, til að kanna hvort forsvarsmenn Apple væru tilbúnir til að skoða kaup á Tesla. Hann segir Cook ekki hafa viljað funda með sér. 23. desember 2020 13:42 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Í stuttu máli má rekja málaferlin til þess að Apple lokaði á Fortnite í síma-stýrikerfi sínu eftir að Epic byggði eigið greiðslukerfi inn í tölvuleiknum. Apple krefst þrjátíu prósenta þóknunar af öllum keyptum snjallforitum í gegnum þjónustu fyrirtækisins sem heitir App Store og keyptum vörum innan þeirra forrita. Ókeypis er að spila Fortnite en spilarar geta keypt nýja búninga fyrir persónuna sem þeir spila. Epic hefur grætt fúlgur fjár á þessum kaupum spilara. Sjá einnig: Fortnite er enn arðbærasti leikur heims Þegar Epic reyndi að fara framhjá Apple, lokaði Apple á Fortnite og Epic fór í mál við Apple. Forsvarsmenn fyrirtækja eins og Spotify og Match Group, sem rekur Tinder, hafa staðið við bakið á Epic. Málið er reifað frekar hér. Búist er við því að Cook muni bera vitni í um tvær klukkustundir í dag og verja snjallforritaviðskiptahætti Apple, sem fyrirtækið græðir gífurlega á á ári hverju, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Nákvæmlega hve mikið Apple græðir á þessari þóknun er meðal þess em lögmenn Apple og Epic hafa deilt um í réttarhöldunum. Lögmenn Apple segjast ætla að fá Cook til að ræða uppruna App Store og þá samkeppni sem Apple stendur í. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa haldið því fram að þóknunin hjálpi við að halda símum og tækjum Apple öruggum. Það sé einnig gert með því að stýra hvaða forrit eru leyfð í App Store. Samkvæmt frétt CNN sagði einn yfirmanna Apple nýverið að fyrirtækið hefði til að mynda varið um hundrað milljörðum dala í þróunarvinnu sem nýttist öðrum fyrirtækjum sem gera snjallforrit. Þá hefur Apple bent á fjölmörg önnur fyrirtæki, eins og Google, Samsund, Motorlola, Huawei og Microsoft sem eru einnig með þrjátíu prósenta þóknun í tengslum við sambærilega þjónustu varðandi snjallforrit og annað.
Apple Tengdar fréttir Bein útsending: Apple sýnir ný tæki og tól Tæknirisinn Apple heldur í dag vorkynningu sína. Búist er við því að fyrirtækið muni kynna nýjar spjaldtölvur, tölvur, AirTags og fleira. Ekki stendur til að kynna nýja síma. 20. apríl 2021 16:31 Skaut föstum skotum að Apple eftir 1.450 milljarða hagnað Forsvarsmenn samfélagsmiðlafyrirtækisins Facebook opinberuðu í gær nýtt ársfjórðungsuppgjör sem sýndi að fyrirtækið hagnaðist um 11,2 milljarða dala á síðasta fjórðungi 2020. Það samsvarar um 1.450 milljörðum króna, gróflega reiknað. 28. janúar 2021 10:29 Risarnir beina spjótum sínum að „miðli málfrelsisins“ Samfélagsmiðillinn Parler er nú undir smásjá Apple og Google vegna þess efnis sem deilt er þar inni, en það er sagt hvetja til samskonar óeirða og urðu í Washington á miðvikudag. Miðillinn var stofnaður í ágúst árið 2018 en fór að sækja verulega í sig veðrið á síðasta ári eftir að sífellt fleiri stjórnmálamenn á hægri væng stjórnmálanna fóru að nýta hann til þess að ná til stuðningsmanna sinna. 9. janúar 2021 08:47 Vildi selja Tesla til Apple en fékk ekki fund Elon Musk, eigandi bílaframleiðandans Tesla og geimferðafyrirtæksisins SpaceX, svo eitthvað sé nefnt, sagði frá því í gær að hann hefði leitað til Tim Cook, forstjóra Apple, til að kanna hvort forsvarsmenn Apple væru tilbúnir til að skoða kaup á Tesla. Hann segir Cook ekki hafa viljað funda með sér. 23. desember 2020 13:42 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bein útsending: Apple sýnir ný tæki og tól Tæknirisinn Apple heldur í dag vorkynningu sína. Búist er við því að fyrirtækið muni kynna nýjar spjaldtölvur, tölvur, AirTags og fleira. Ekki stendur til að kynna nýja síma. 20. apríl 2021 16:31
Skaut föstum skotum að Apple eftir 1.450 milljarða hagnað Forsvarsmenn samfélagsmiðlafyrirtækisins Facebook opinberuðu í gær nýtt ársfjórðungsuppgjör sem sýndi að fyrirtækið hagnaðist um 11,2 milljarða dala á síðasta fjórðungi 2020. Það samsvarar um 1.450 milljörðum króna, gróflega reiknað. 28. janúar 2021 10:29
Risarnir beina spjótum sínum að „miðli málfrelsisins“ Samfélagsmiðillinn Parler er nú undir smásjá Apple og Google vegna þess efnis sem deilt er þar inni, en það er sagt hvetja til samskonar óeirða og urðu í Washington á miðvikudag. Miðillinn var stofnaður í ágúst árið 2018 en fór að sækja verulega í sig veðrið á síðasta ári eftir að sífellt fleiri stjórnmálamenn á hægri væng stjórnmálanna fóru að nýta hann til þess að ná til stuðningsmanna sinna. 9. janúar 2021 08:47
Vildi selja Tesla til Apple en fékk ekki fund Elon Musk, eigandi bílaframleiðandans Tesla og geimferðafyrirtæksisins SpaceX, svo eitthvað sé nefnt, sagði frá því í gær að hann hefði leitað til Tim Cook, forstjóra Apple, til að kanna hvort forsvarsmenn Apple væru tilbúnir til að skoða kaup á Tesla. Hann segir Cook ekki hafa viljað funda með sér. 23. desember 2020 13:42