Bob Dylan áttræður og því fagna allir góðir menn Jakob Bjarnar skrifar 24. maí 2021 10:03 Dylan treður upp á Bretlandi í árið 1962. Hann byrjaði sem þjóðlagatónlistarmaður, söng mótmælasöngva og varð á undraskömmum tíma tekinn í guðatölu hjá ´68-kynslóðinni. Dylan kærði sig hins vegar ekki um það hlutverk og þegar hann fór að flytja rafmagnaða tónlist töldu þjóðlagaraulararnir það yfirgengileg svik. GettY/Brian Shuel/Redferns Í klassískri tónlist er stundum talað um Bé-in þrjú: Bach, Beethoven og Brahms. En Bé-in þrjú eru líka til í rokkinu og dægurlagatónlistinni: Beatles, Bowie og Bob (Dylan) … og auðvitað Elvis. Tímarnir líða og breytast. Bob Dylan er áttræður í dag en hann telst hiklaust einn áhrifamesti tónlistarmaður tuttugustu aldarinnar og áhrif hans vara enn – ekki síst hér á Íslandi. Og af hverju er þessu haldið fram fullum fetum? Jú, okkar eini sanni Bubbi Morthens væri ekki sá sem hann er ef ekki væri fyrir Dylan. Og þar með er um að ræða bein áhrif og veruleg á íslensku rokksöguna. Vísir leitaði til nokkurra einstaklinga sem teljast aðdáendur Dylans með það fyrir augum að varpa skímu á hvað það er sem gerir hann svo magnaður og raun ber vitni. Og þá liggur beint við að hringja í Bubba sem vitnaði í Stefán Hilmarsson þegar hann heyrði erindið og sagði: Skjóttu! Var hægt að rífa kjaft í gegnum tónlistina Bubbi segir að hann hafi kynnst Dylan strax 1964 eða 1965. „Arthúr bróðir! Ég pússaði skó elsta bróður míns áður en hann fór á ball. Í staðinn fékk ég eina plötu úr hans safni til umráða, sem ég mátti spila. Það mátti ekki rispa og með fylgdu nákvæmar útlistarnir á hvernig setja ætti nálina á.“ Bubbi var þá búinn að heyra sína fyrstu Bítlaplötu og svo komst þessi plata með Dylan í hendur hins unga Bubba. Fáir tónlistarmenn hafa haft eins mikil áhrif á Bubba og afmælisdrengur dagsins: Bob Dylan.vísir/vilhelm „Þetta var ekki sama röddin og McCartney og Lennon. Þetta var fyrsta plata Dylan sem heitir bara Bob Dylan (1962). Hann er að taka „cover-lög“. Hann er í einhverjum flauelsjakka með húfu á plötuumslaginu. Það verða algjör kaflaskipti í lífi mínu. Þar sem ég var kominn með gítar á þessum tíma þá einhvern veginn tengdi ég þannig við að ég gat farið að kópíera, eltast við þessi lög og þennan gítarleik,“ segir Bubbi. Svo kemur platan The Times They Are a-Changin' (1964) og stóri bróðir Bubba gerir sér lítið fyrir og þýddi alla texta þeirra plötu fyrir hann. „Og útskýrir um hvað er verið að syngja og hversu mikilvægt það er að hafa rödd. Þá varð ekki aftur snúið. Ég uppgötvaði að þú gast rifið kjaft í gegnum tónlist sem var stórkostleg upplifun. Að geta sagt mönnum til syndanna, það fannst mér merkilegast. Svo virðist það einhvern veginn hafa fylgt mér í gegnum tíðina, viljað hafa fara þá leið að hafa eitthvað að segja.“ Bubbi segir að það sé deyjandi listgrein. „Þannig séð. í heimi hinna hvítu. Í heimi forréttindafólksins. Endalaus snilld Bubbi segir að textagerð Dylans hafi haft mikil áhrif á sig. Og þylur upp hendingu úr „With god on our side“ I've learned to hate the Russians All through my whole life If another war comes It's them we must fight To hate them and fear them To run and to hide And accept it all bravely With God on my side „Geggjað. Peð á skáborði valdamanna. Hvernig hvítir pólitíkusar nota fátæka manninn til að etja á foraðið í sambandi við rasismann og allt þetta. Svo lag eins og The Lonesome Death of Hattie Carroll. Þetta er endalaus snilld,“ segir Bubbi og hristir hausinn. En segir svo að Dylan hafi, eftir að hafa sent frá sér texta sem skiptu svo miklu máli, reynt allt til að losna undan því hlutskipti. Dylan við upptöku á plötunni Bringing It All Back Home, eða Subterranean Homesick Blues, í New York árið 1965.Getty/Micael Ochs „Já, að hann væri mótmælaskáld. Hann vildi verða Tommy Steel eða Elvis Presley. En það sem hann er að gera, frá 22 ára aldri þegar hann gerir Blond on Blond, þetta er einsdæmi í tónlistarsögunni. Að maður á þessum aldri komi svona hlutum frá sér er nánast, eiginlega … það á sér ekki hliðstæðu.“ Eitt kröftugasta lag sem samið hefur verið Stórmerkileg snilldin rennur uppúr Dylan og svo eru popplög inná milli. „En það eru þessir ótrúlegu textar og þegar ég fatta þetta, að þú getir sagt þína hluti óháð hvað öðrum finnst, í gegnum tónlist, þá fann litli strákurinn, unglingurinn Bubbi, einhvern veginn farveg. Ég hugsa að ég hafi samið stóran hluta minna laga, þar sem ég er að syngja um eitthvað sem menn eru ekkert endilega að syngja um í popptónlist, allt af því að ég pússaði skó og fékk að hlusta á Dylan.“ Þegar Bubbi er beðinn um að velja lag fyrir lesendur Vísis þá vefst það ekki fyrir honum. „Ég ætla að velja lag sem á jafn mikið erindi í dag og þegar það heyrðist fyrst 1962, kannski eitt kröftugasta ákall um samkennd og samúð sem heyrst hefur og er Blowing in the Wind. Jafnbest og jafnkrefjandi ákall til mannskepnunnar og það var þá. Hver hefði trúað því að Blowing in the wind væri jafn mikilvægt nú og þá? Það er staðreynd. Þá er ég að horfa fram hjá uppáhalds lögunum mínum. Ískalt, hversu ofboðslega sterk rödd þetta er sem hann hefur haft. Það er kannski eitt kröftugasta lag sem samið hefur verið í dægurlagasögunni.“ Gerðist leiðinda trúarnöttari um tíma Annar mikill aðdáandi og hefur verið lengi er rithöfundurinn Illugi Jökulsson en hann setur reyndar ýmsa fyrirvara við aðdáunina: „Ég kynntist honum 14 að verða 15 þegar Blood On the Tracks kom út. Fyrr vissi ég varla af honum. Svo fór ég náttúrlega að skoða gömlu plöturnar hans, en það eru BOTT, Desire og jafnvel Street-Legal sem hafa að geyma „minn Dylan“. Svo gerðist hann leiðinda trúarnöttari og þá missti ég áhugann.“ Illugi Jökulsson setur ýmsa fyrirvara, ekki er allt við Dylan sem fellur honum í geð. Illugi segir að þó Dylan hafi lagt trúna á hilluna og færi að gera þokkalega músík aftur, dugði það ekki til að Illugi færi að fylgjast með honum upp á nýtt. „Ég meina, til hvers að spila Jokerman þegar maður getur spilað Changing of the Guard einu sinni enn? Það var eiginlega ekki fyrr en nú á seinni árum með tilkomu Spotify sem ég fór að skoða árabilið 1985-2010 eitthvað að ráði, og þar er vissulega margt snilldarverkið innan um. Ég er enn að melta margt af því.“ Líkt og Bubbi segir Illugi að Dylan hafi barist gegn þessu hlutskipti sínu að vera ádeiluskáld, eitthvert það mesta sem fram hefur komið. „Hann segist sjálfur vera „song and dance man“ og ég skil alveg hvað hann á við. Alveg sama hvað textarnir væru djúpir eða alla vega hljómuðu vel, það væri lítils virði ef lögin væru ekki góð. Og þegar hann nær sér á strik, þá eru lögin bara ógleymanleg, og styðja svo vel sögurnar sem hann segir. Þau bestu eru furðu létt á bárunni, það er þetta sérameríska væl sem of oft bregður fyrir sem hrindir mér hjá honum.“ Hendingar Dylans lifa betur en flestra Illugi hefur ekki séð Bob Dylan á sviði. „Þegar hann kom hingað var hann á miðju einhverju leiðindatímabili og ég sannfrétti að á tónleikum væri hann sífellt að gera einhverjar ægilega djúpar tilraunir með gömlu lögin svo oft væru þau alveg óþekkjanlegt plokk og ónaní. Mig langaði ekkert að upplifa það, svo ég fór ekki, og sé ekkert eftir því.“ Dylan er enn í fullu fjöri þó kominn sé til ára sinna. Hér er hann á tónleikum í Hyde Park í London árið 2019.Getty/Dave J Hogan Illugi hefur lengi fylgst með Nóbelsverðlaununum í bókmenntum og spáði því að Bob Dylan hlyti að fá þau sem svo gerðist 2016. Illugi segir það fínt. „Burtséð frá músíkinni, þá munu fleiri orð og setningar og hendingar lifa úr kvæðum/textum Dylans heldur en flestra rithöfunda annarra, og það var sjálfsagt að viðurkenna slíka skáldlist ekki síður en aðrar sortir.“ Þegar Illugi er beðinn um að velja uppáhalds lag vefst honum tunga um tönn. „Jahérna. Masters of War er kannski magnaðasta lagið hans, þvílík yfirlýsing! Á BOTT og Desire úir og grúir af góðum lögum, og ég mun ætíð komast í sjöunda himin við að hlýða á Changing of the Guard á Street-Legal. Svo er What Was It You Wanted alveg stórkostlegt. En allt í allt, ef ég ætti að nefna bara eitt lag og taka þá nótis af því að það gefi fyrst og fremst til kynna hans aðal og sterkustu hliðar, en ekki bara hvað ég persónulega fíla best þá og þá stundina, þá hlýt ég að nefna Desolation Row.“ Snar þáttur í sögu Bandaríkjanna Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar er yfirlýstur aðdáandi Dylans. Hún segir, spurð hvenær það hafi verið sem hún féll fyrir Dylan, að hún tengi það við æsku sína. „En get ekki alveg fest hendur á hvenær ég sjálf fékk þann þroska að kunna að meta hann sem listamann. Ég man þó eftir því að á árum mínum í MR var ég farin að hlusta mikið á hann.“ Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir gengst fúslega við því að vera aðdáandi Dylans. Hún er ekki síst hrifin af honum vegna textagerðarinnar, eins og svo margir.Vísir/Vilhelm Þorbjörg veltir því fyrir sér hvort Dylan muni drífa til yngri kynslóðanna og telur það til mikils tjóns ef svo verður ekki. Þorbjörg segir að það sem geri Dylan að þeim risa sem hann er séu ekki síst textarnir. „Hann verður hluti af sögunni í gegnum textana. Þeir eru nú margir nær ljóðlistinni. En styrkleiki hans er hvað hann er næmur á samfélagið og þjóðarsálina, að tala til fólks í gegnum tónlistina og textana. Þýðingamikið pólitískt afl á yngri árum mætti jafnvel segja. Og eftir að hafa verið búsett í New York í nokkur ár fannst mér ég líka geta skilið betur að hann er á sinn hátt hluti af sögu Bandaríkjanna. Hann er hluti af Manhattan, hluti af Greenwich Village.“ Áhrif Dylans mikil Það kemur á daginn að Þorbjörg hefur séð Dylan á sviði, einmitt í New York, fyrir um tíu til tólf árum. „Það er ekki mín sterkasta minning af tónlist hans. Þegar ég sá hann loksins, þá var það ekki þessi stóri vinningur og ég hafði vonast til.“ Líkt og Illugi kom inná þá þjónar Dylan lund sinni og ómögulegt að segja til um hver gállinn er á honum í það og það skiptið. Þorbjörg Sigríður segir, spurð um hvert hennar uppáhalds lag með Dylan sé, að þau séu býsna mörg. „Masters of War er eitt þeirra. Hurricane er annað. En ætli ég segi ekki A Hard Rain´s a Gonna Fall. Sá texti þarf tónsmíðina varla með sér, hann stendur einn og sér. En lag og texti eru mjög falleg og sterk saman. Það er lag sem ég hef hlustað á aftur og aftur og aftur. Lag sem rammar inn þýðingu hans og um leið virðingu annarra tónlistarmanna fyrir honum, því ótalmargir listamenn hafa auðvitað reynt við lög hans og skapað sínar útgáfur. Og útgáfa Edie Brickell af þessu lagi finnst mér mjög falleg.“ Dylan hefur tvisvar komið til Íslands, afköst hans eru reyndar með ólíkindum og hann hefur farið um heim allan og haldið tónleika. Hér í fantaformi í Ástralíu á árum áður.Getty/Bob King/Redferns Dylan-mafían hinn forni félagsskapur Víkur þá sögunni að Dylan mafíunni sem er forn félagsskapur sem, eins og nafnið segir til um, snýst um Dylan og tónlist hans. Sá hópur heldur úti virkri Facebook-síðu og þar á bæ ríkir mikill afmælisfögnuður. Einn úr þeirri mafíu – stofnfélagi – heitir Ólafur Haukur Matthíasson. „Dylan-mafían er gamalt félag sem við stofnuðum þrír á Mokka sumarið 1996. Við Sigurjón Þorkelsson (Síon) og Ölvir Gíslason.“ Ólafur Haukur er einn af stofnfélögum hins dularfulla en virka félagsskapar Dylan-mafíunnar. Þar fagna menn ákaft því að þeirra maður sé áttræður í dag.aðsend Ólafur Haukur segir að þetta hafi allt byrjað í kringum Halldór Inga Andrésson í Plötubúðinni á Laugavegi milli 90 og 2000 þar sem menn voru að róta í plötum. „Við vorum hver í sínu horni, Halldór Ingi sagði mér af öðrum Halldóri á Akureyri og svo þróaðist þetta þannig að við ákváðum að hittast á Mokka eitt sumarkvöld.“ „Bootlegs“ gengu á milli manna á skiptimarkaði Þetta var á tímum segulbandanna, kassettanna og bootlegs; sem eru ólöglegar upptökur sem gengu á milli manna. Ekki selt, heldur skiptust menn á kassettum. Ólafur Haukur segir að sér hafi ekki til hugar komið að selja „bootlegs“ sem þá voru af ýmsum tónlistarmönnum illa séðar upptökur. Þetta var skiptimarkaður. En á tímum internets verður sá glæpur heldur hjákátlegur. Og ekki var að sjá að Dylan, sem hefur verið mjög var um sig varðandi sitt höfundaverk og hélt lengi vel tónlist sinni frá YouTube, hafi amast mikið yfir þessu. Hann hefur verið tekinn upp frá því hann kom til New York og fyrr. „Dylan er mjög breiður. Ég byrjaði að hlusta á hann 1968, John Wesley Harding-plötuna. Þetta er orðinn langur tími. Ég er að verða sjötugur og vinn í Hörpu. Ég féll fyrir henni. Hafði aðeins heyrt um hann en Bítlarnir og Rolling Stones voru fyrirferðarmeiri á þeim tíma. En þá varð ekki aftur snúið, maður keypti bara allt sem hönd á festi í Fálkanum á Laugavegi og Hljóðfærahúsinu ofar við þá götu.“ Kann vel að meta kúrekavísanirnar Ólafur Haukur segir að sér hafi þótt umslagið svo flott, það heillaði hann strax 17 ára gamlan. „Dylan stendur þarna með einhverjum innflytjendum frá Bali og er með hatt. Það er þetta kúrekaelement sem maður var svo hrifinn af. Hann vitnar stöðugt til þess og er mikill hattamaður. Dylan í New York árið 1965, við tökur á plötunni Highway 61 Revisited.Gett/Michael Ochs Það eru margir ofboðslega hrifnir af Dylan, en mismikið. En það er fávís maður sem afneitar honum. Þér getur þótt eitthvað leiðinlegt en leiðinlegt þarf ekki að vera vont. Lélegt er bara lélegt.“ Ekki vantar að Ólafur Haukur hafi séð Dylan á sviði. Sá hann 1990 þegar hann kom hingað og var með tónleika í tengslum við Listahátíð 1990. „Það var stór stund fyrir okkur. Ég man eftir því að ég náði í upptöku af þeim tónleikum og fór sérstaklega heim til Bubba og gaf honum kassettu, en Bubbi hafði hitað upp fyrir hann. Síðan sáum við hann í Dylan-mafíunni hann 2008 og gerðum þá útvarpsþátt um hann, þriggja tíma þátt. Svo sá ég hann 1996 í Malmö, 1998 í Glóben í Stokkhólmi, í Bonn 2004 og svo í Amsterdam 2017, þrenna tónleika í röð. Það var mjög magnað. Þá fórum við nokkrir félagarnir.“ Fallegur trúarlegur tónn í Senjor Talsvert var fyrir hlutunum haft fyrir tíma netsins. Þá stóðu menn í bréfaskriftum út í heim og pöntuðu upptökur sem voru póstlagðar á milli landa. Sendir peningar fyrir kassettum og voru þær kópíeraðar og gengu á milli manna. „Þegar tölvan kom 1987 þá er farið að skiptast á cd-diskum. Í bréfaskriftum á netinu, og svo póstlagt milli landa. Svo náttúrlega þegar allt þetta fer inn á internetið, menn fara að „downloada“ þessu er fjandinn laus. Leiðinlegra því menn hittast ekki,“ segir Ólafur Haukur með eftirsjá í röddinni. Hann segist ekki hafa hitt Dylan, svo langt hafi hann ekki gengið. Ólafur Haukur segist ekki hafa tölu á öllu því efni sem hann á með Dylan. Og kemur á óvart þegar hann er beðinn um að velja eitt lag úr öllum hinum mikla katalóg fyrir Vísi; það kom umsvifalaust: „Þá myndi ég velja lagið Senjor af Street Legal-plötunni. Mér finnst einhver trúarlegur tónn í því lagi sem mér finnst svo fallegur. Sé Senjor sem herrann, guð almáttugan, ekki að ég sé einhver trúarofstækismaður en mér finnst þetta svo fallegt ákall. Svo er einhver mexíkóstíll eða sígaunablær í þessu sem ég kann vel að meta. Þetta er fallegt lag og hann hefur flutt það vel á tónleikum. En, já, það er úr svo mörgu að velja. Öll lög af þessum Bootleg series, lögin sem hann hefur ekki sett á plöturnar, það er fjársjóður. Alveg svakalegur katalógur og magnað að hann skuli vera enn að.“ Sjanghæjuð í Dylan-dagskrá Sigríður Thorlacius er ein okkar allra besta söngkona, með sína miklu og silkimjúku rödd og ekki endilega sjálfgefið að hún kunni vel að meta Dylan, sem syngur eins og kvefuð kráka (þó hann sé líklega af mörgum vanmetinn söngvari). En það er nú þó svo. Hún tekur þátt í sérstakri dagskrá sem haldin verður í Vídalínskirkju. 80 þræðir - Bob Dylan í tali og tónum, dagskrá til heiðurs Dylan áttræðum. Sigríður Thorlacius syngur eins og engill, Dylan eins og kvefuð kráka. En það kemur ekki í veg fyrir að Sigríður kunni vel að meta manninn, enda erfitt að vera í tónlist án þess að rekast á Dylan, slík er fyrirferðin. Ómar Guðjónsson, Tómas Jónsson og Sigríður flytja valin lög eftir Dylan, það elsta frá 1963 og það yngsta frá 2020. Séra Henning Emil Magnússon talar um feril hans og hvernig listamaðurinn hefur tekist á við lífsins spurningar á löngum ferli. Sigríður segir þetta allt að undirlagi Séra Hennings sem er einlægur aðdáandi meistarans. „Hann er rosalega mikill Dylan-kall, sérfróður. Sem prestur er hann að pæla í þessu út frá guðfræði og trú. Hann og Ómar Guðjóns tvinna þetta saman og „sjanghæjuðu“ mig með.“ Erfitt að komast hjá því að Dylan verði í vegi Sigríður segir að það myndi hún ekki sannarlega ekki gera ef henni þætti maðurinn hundleiðinlegur en svo er nú ekki. „Ég er náttúrlega, eins og við erum flest sem erum að stússast í músík, undir einhverjum áhrifum frá þessum kalli.“ Sigríður segist hafa fattað Dylan, eins og hún segir, frekar seint. „Ég var komin í menntaskóla og var þá einnig í FÍH. Þá fór maður að leita sér að músík til að spila og syngja og eitthvað. Dylan hefur alltaf verið þarna og í miklu uppáhaldi út af textasmíð, fyrst og fremst. Það er gaman fyrir söngvara að fá alvöru orð til að kjamsa á. Ég er ekki alin upp við hans músík, frekar þegar ég fer að velja mér sjálf, hlusta og kaupa, þá kemur hann uppí fangið á mér.“ Sigríður segir þannig erfitt að vera tónlistarmaður án þess að rekast á Dylan. „Já, ég myndi halda það. Auðvitað getur fólk sleppt því, svo sem, en hann er svo víða. Og það hafa svo margir úr ólíkum áttum tekið eitthvað frá honum uppá sína arma. Þú kemst varla hjá því að kynnast honum aðeins og vita eitthvað hvaðan hann er að koma. Það er til svo mikið magn af músík eftir hann og þú þarft ekki að vera sérfræðingur í honum.“ Nýtt uppáhald Söngkonan segist ekki þekkja nema toppinn á ísjakanum, hún þekki hann ekki í grunninn né er það svo að hún hafi sökkt sér niður í hann og hans feril. Og þeim mun meira er að takast á við hann nú og lög sem hún ekki kannaðist við áður.“ Dylan á tónleikum í Culver City í Bandaríkjunum árið 2009.Getty/Kevin Winter Sigríður deilir ekki áhyggjum Þorbjargar þingmanns um að Dylan kunni að fara fram hjá ungdómnum, hann rati óhjákvæmilega til sinna. „Ég myndi ekki hafa miklar áhyggjur af því. Ég held að fólk verði að ná ákveðnum þroska til að kveikja. Ég var orðin dálítið fullorðin þegar ég fór að hlusta á Bítlana, ég er seinþroska þegar kemur að þessu og hann fellur í þann flokk; sígildur.“ Sigríður ætlar að fá að velja lag sem hún þekkti ekki vel en hefur fengið að kynnast upp á síðkastið. „Hrikalega flott og sterkt. Textinn er ótrúlega flottur og meitlaður og fer alveg inn í hjartað á mér. Nýtt uppáhald hjá mér.“ Lagið sem hún nefnir til sögunnar er It´s not dark yet sem Dylan tók upp 1997 og er að finna á plötunni Time Out of Mind.“ Tónlist Nóbelsverðlaun Bandaríkin Tímamót Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Tímarnir líða og breytast. Bob Dylan er áttræður í dag en hann telst hiklaust einn áhrifamesti tónlistarmaður tuttugustu aldarinnar og áhrif hans vara enn – ekki síst hér á Íslandi. Og af hverju er þessu haldið fram fullum fetum? Jú, okkar eini sanni Bubbi Morthens væri ekki sá sem hann er ef ekki væri fyrir Dylan. Og þar með er um að ræða bein áhrif og veruleg á íslensku rokksöguna. Vísir leitaði til nokkurra einstaklinga sem teljast aðdáendur Dylans með það fyrir augum að varpa skímu á hvað það er sem gerir hann svo magnaður og raun ber vitni. Og þá liggur beint við að hringja í Bubba sem vitnaði í Stefán Hilmarsson þegar hann heyrði erindið og sagði: Skjóttu! Var hægt að rífa kjaft í gegnum tónlistina Bubbi segir að hann hafi kynnst Dylan strax 1964 eða 1965. „Arthúr bróðir! Ég pússaði skó elsta bróður míns áður en hann fór á ball. Í staðinn fékk ég eina plötu úr hans safni til umráða, sem ég mátti spila. Það mátti ekki rispa og með fylgdu nákvæmar útlistarnir á hvernig setja ætti nálina á.“ Bubbi var þá búinn að heyra sína fyrstu Bítlaplötu og svo komst þessi plata með Dylan í hendur hins unga Bubba. Fáir tónlistarmenn hafa haft eins mikil áhrif á Bubba og afmælisdrengur dagsins: Bob Dylan.vísir/vilhelm „Þetta var ekki sama röddin og McCartney og Lennon. Þetta var fyrsta plata Dylan sem heitir bara Bob Dylan (1962). Hann er að taka „cover-lög“. Hann er í einhverjum flauelsjakka með húfu á plötuumslaginu. Það verða algjör kaflaskipti í lífi mínu. Þar sem ég var kominn með gítar á þessum tíma þá einhvern veginn tengdi ég þannig við að ég gat farið að kópíera, eltast við þessi lög og þennan gítarleik,“ segir Bubbi. Svo kemur platan The Times They Are a-Changin' (1964) og stóri bróðir Bubba gerir sér lítið fyrir og þýddi alla texta þeirra plötu fyrir hann. „Og útskýrir um hvað er verið að syngja og hversu mikilvægt það er að hafa rödd. Þá varð ekki aftur snúið. Ég uppgötvaði að þú gast rifið kjaft í gegnum tónlist sem var stórkostleg upplifun. Að geta sagt mönnum til syndanna, það fannst mér merkilegast. Svo virðist það einhvern veginn hafa fylgt mér í gegnum tíðina, viljað hafa fara þá leið að hafa eitthvað að segja.“ Bubbi segir að það sé deyjandi listgrein. „Þannig séð. í heimi hinna hvítu. Í heimi forréttindafólksins. Endalaus snilld Bubbi segir að textagerð Dylans hafi haft mikil áhrif á sig. Og þylur upp hendingu úr „With god on our side“ I've learned to hate the Russians All through my whole life If another war comes It's them we must fight To hate them and fear them To run and to hide And accept it all bravely With God on my side „Geggjað. Peð á skáborði valdamanna. Hvernig hvítir pólitíkusar nota fátæka manninn til að etja á foraðið í sambandi við rasismann og allt þetta. Svo lag eins og The Lonesome Death of Hattie Carroll. Þetta er endalaus snilld,“ segir Bubbi og hristir hausinn. En segir svo að Dylan hafi, eftir að hafa sent frá sér texta sem skiptu svo miklu máli, reynt allt til að losna undan því hlutskipti. Dylan við upptöku á plötunni Bringing It All Back Home, eða Subterranean Homesick Blues, í New York árið 1965.Getty/Micael Ochs „Já, að hann væri mótmælaskáld. Hann vildi verða Tommy Steel eða Elvis Presley. En það sem hann er að gera, frá 22 ára aldri þegar hann gerir Blond on Blond, þetta er einsdæmi í tónlistarsögunni. Að maður á þessum aldri komi svona hlutum frá sér er nánast, eiginlega … það á sér ekki hliðstæðu.“ Eitt kröftugasta lag sem samið hefur verið Stórmerkileg snilldin rennur uppúr Dylan og svo eru popplög inná milli. „En það eru þessir ótrúlegu textar og þegar ég fatta þetta, að þú getir sagt þína hluti óháð hvað öðrum finnst, í gegnum tónlist, þá fann litli strákurinn, unglingurinn Bubbi, einhvern veginn farveg. Ég hugsa að ég hafi samið stóran hluta minna laga, þar sem ég er að syngja um eitthvað sem menn eru ekkert endilega að syngja um í popptónlist, allt af því að ég pússaði skó og fékk að hlusta á Dylan.“ Þegar Bubbi er beðinn um að velja lag fyrir lesendur Vísis þá vefst það ekki fyrir honum. „Ég ætla að velja lag sem á jafn mikið erindi í dag og þegar það heyrðist fyrst 1962, kannski eitt kröftugasta ákall um samkennd og samúð sem heyrst hefur og er Blowing in the Wind. Jafnbest og jafnkrefjandi ákall til mannskepnunnar og það var þá. Hver hefði trúað því að Blowing in the wind væri jafn mikilvægt nú og þá? Það er staðreynd. Þá er ég að horfa fram hjá uppáhalds lögunum mínum. Ískalt, hversu ofboðslega sterk rödd þetta er sem hann hefur haft. Það er kannski eitt kröftugasta lag sem samið hefur verið í dægurlagasögunni.“ Gerðist leiðinda trúarnöttari um tíma Annar mikill aðdáandi og hefur verið lengi er rithöfundurinn Illugi Jökulsson en hann setur reyndar ýmsa fyrirvara við aðdáunina: „Ég kynntist honum 14 að verða 15 þegar Blood On the Tracks kom út. Fyrr vissi ég varla af honum. Svo fór ég náttúrlega að skoða gömlu plöturnar hans, en það eru BOTT, Desire og jafnvel Street-Legal sem hafa að geyma „minn Dylan“. Svo gerðist hann leiðinda trúarnöttari og þá missti ég áhugann.“ Illugi Jökulsson setur ýmsa fyrirvara, ekki er allt við Dylan sem fellur honum í geð. Illugi segir að þó Dylan hafi lagt trúna á hilluna og færi að gera þokkalega músík aftur, dugði það ekki til að Illugi færi að fylgjast með honum upp á nýtt. „Ég meina, til hvers að spila Jokerman þegar maður getur spilað Changing of the Guard einu sinni enn? Það var eiginlega ekki fyrr en nú á seinni árum með tilkomu Spotify sem ég fór að skoða árabilið 1985-2010 eitthvað að ráði, og þar er vissulega margt snilldarverkið innan um. Ég er enn að melta margt af því.“ Líkt og Bubbi segir Illugi að Dylan hafi barist gegn þessu hlutskipti sínu að vera ádeiluskáld, eitthvert það mesta sem fram hefur komið. „Hann segist sjálfur vera „song and dance man“ og ég skil alveg hvað hann á við. Alveg sama hvað textarnir væru djúpir eða alla vega hljómuðu vel, það væri lítils virði ef lögin væru ekki góð. Og þegar hann nær sér á strik, þá eru lögin bara ógleymanleg, og styðja svo vel sögurnar sem hann segir. Þau bestu eru furðu létt á bárunni, það er þetta sérameríska væl sem of oft bregður fyrir sem hrindir mér hjá honum.“ Hendingar Dylans lifa betur en flestra Illugi hefur ekki séð Bob Dylan á sviði. „Þegar hann kom hingað var hann á miðju einhverju leiðindatímabili og ég sannfrétti að á tónleikum væri hann sífellt að gera einhverjar ægilega djúpar tilraunir með gömlu lögin svo oft væru þau alveg óþekkjanlegt plokk og ónaní. Mig langaði ekkert að upplifa það, svo ég fór ekki, og sé ekkert eftir því.“ Dylan er enn í fullu fjöri þó kominn sé til ára sinna. Hér er hann á tónleikum í Hyde Park í London árið 2019.Getty/Dave J Hogan Illugi hefur lengi fylgst með Nóbelsverðlaununum í bókmenntum og spáði því að Bob Dylan hlyti að fá þau sem svo gerðist 2016. Illugi segir það fínt. „Burtséð frá músíkinni, þá munu fleiri orð og setningar og hendingar lifa úr kvæðum/textum Dylans heldur en flestra rithöfunda annarra, og það var sjálfsagt að viðurkenna slíka skáldlist ekki síður en aðrar sortir.“ Þegar Illugi er beðinn um að velja uppáhalds lag vefst honum tunga um tönn. „Jahérna. Masters of War er kannski magnaðasta lagið hans, þvílík yfirlýsing! Á BOTT og Desire úir og grúir af góðum lögum, og ég mun ætíð komast í sjöunda himin við að hlýða á Changing of the Guard á Street-Legal. Svo er What Was It You Wanted alveg stórkostlegt. En allt í allt, ef ég ætti að nefna bara eitt lag og taka þá nótis af því að það gefi fyrst og fremst til kynna hans aðal og sterkustu hliðar, en ekki bara hvað ég persónulega fíla best þá og þá stundina, þá hlýt ég að nefna Desolation Row.“ Snar þáttur í sögu Bandaríkjanna Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar er yfirlýstur aðdáandi Dylans. Hún segir, spurð hvenær það hafi verið sem hún féll fyrir Dylan, að hún tengi það við æsku sína. „En get ekki alveg fest hendur á hvenær ég sjálf fékk þann þroska að kunna að meta hann sem listamann. Ég man þó eftir því að á árum mínum í MR var ég farin að hlusta mikið á hann.“ Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir gengst fúslega við því að vera aðdáandi Dylans. Hún er ekki síst hrifin af honum vegna textagerðarinnar, eins og svo margir.Vísir/Vilhelm Þorbjörg veltir því fyrir sér hvort Dylan muni drífa til yngri kynslóðanna og telur það til mikils tjóns ef svo verður ekki. Þorbjörg segir að það sem geri Dylan að þeim risa sem hann er séu ekki síst textarnir. „Hann verður hluti af sögunni í gegnum textana. Þeir eru nú margir nær ljóðlistinni. En styrkleiki hans er hvað hann er næmur á samfélagið og þjóðarsálina, að tala til fólks í gegnum tónlistina og textana. Þýðingamikið pólitískt afl á yngri árum mætti jafnvel segja. Og eftir að hafa verið búsett í New York í nokkur ár fannst mér ég líka geta skilið betur að hann er á sinn hátt hluti af sögu Bandaríkjanna. Hann er hluti af Manhattan, hluti af Greenwich Village.“ Áhrif Dylans mikil Það kemur á daginn að Þorbjörg hefur séð Dylan á sviði, einmitt í New York, fyrir um tíu til tólf árum. „Það er ekki mín sterkasta minning af tónlist hans. Þegar ég sá hann loksins, þá var það ekki þessi stóri vinningur og ég hafði vonast til.“ Líkt og Illugi kom inná þá þjónar Dylan lund sinni og ómögulegt að segja til um hver gállinn er á honum í það og það skiptið. Þorbjörg Sigríður segir, spurð um hvert hennar uppáhalds lag með Dylan sé, að þau séu býsna mörg. „Masters of War er eitt þeirra. Hurricane er annað. En ætli ég segi ekki A Hard Rain´s a Gonna Fall. Sá texti þarf tónsmíðina varla með sér, hann stendur einn og sér. En lag og texti eru mjög falleg og sterk saman. Það er lag sem ég hef hlustað á aftur og aftur og aftur. Lag sem rammar inn þýðingu hans og um leið virðingu annarra tónlistarmanna fyrir honum, því ótalmargir listamenn hafa auðvitað reynt við lög hans og skapað sínar útgáfur. Og útgáfa Edie Brickell af þessu lagi finnst mér mjög falleg.“ Dylan hefur tvisvar komið til Íslands, afköst hans eru reyndar með ólíkindum og hann hefur farið um heim allan og haldið tónleika. Hér í fantaformi í Ástralíu á árum áður.Getty/Bob King/Redferns Dylan-mafían hinn forni félagsskapur Víkur þá sögunni að Dylan mafíunni sem er forn félagsskapur sem, eins og nafnið segir til um, snýst um Dylan og tónlist hans. Sá hópur heldur úti virkri Facebook-síðu og þar á bæ ríkir mikill afmælisfögnuður. Einn úr þeirri mafíu – stofnfélagi – heitir Ólafur Haukur Matthíasson. „Dylan-mafían er gamalt félag sem við stofnuðum þrír á Mokka sumarið 1996. Við Sigurjón Þorkelsson (Síon) og Ölvir Gíslason.“ Ólafur Haukur er einn af stofnfélögum hins dularfulla en virka félagsskapar Dylan-mafíunnar. Þar fagna menn ákaft því að þeirra maður sé áttræður í dag.aðsend Ólafur Haukur segir að þetta hafi allt byrjað í kringum Halldór Inga Andrésson í Plötubúðinni á Laugavegi milli 90 og 2000 þar sem menn voru að róta í plötum. „Við vorum hver í sínu horni, Halldór Ingi sagði mér af öðrum Halldóri á Akureyri og svo þróaðist þetta þannig að við ákváðum að hittast á Mokka eitt sumarkvöld.“ „Bootlegs“ gengu á milli manna á skiptimarkaði Þetta var á tímum segulbandanna, kassettanna og bootlegs; sem eru ólöglegar upptökur sem gengu á milli manna. Ekki selt, heldur skiptust menn á kassettum. Ólafur Haukur segir að sér hafi ekki til hugar komið að selja „bootlegs“ sem þá voru af ýmsum tónlistarmönnum illa séðar upptökur. Þetta var skiptimarkaður. En á tímum internets verður sá glæpur heldur hjákátlegur. Og ekki var að sjá að Dylan, sem hefur verið mjög var um sig varðandi sitt höfundaverk og hélt lengi vel tónlist sinni frá YouTube, hafi amast mikið yfir þessu. Hann hefur verið tekinn upp frá því hann kom til New York og fyrr. „Dylan er mjög breiður. Ég byrjaði að hlusta á hann 1968, John Wesley Harding-plötuna. Þetta er orðinn langur tími. Ég er að verða sjötugur og vinn í Hörpu. Ég féll fyrir henni. Hafði aðeins heyrt um hann en Bítlarnir og Rolling Stones voru fyrirferðarmeiri á þeim tíma. En þá varð ekki aftur snúið, maður keypti bara allt sem hönd á festi í Fálkanum á Laugavegi og Hljóðfærahúsinu ofar við þá götu.“ Kann vel að meta kúrekavísanirnar Ólafur Haukur segir að sér hafi þótt umslagið svo flott, það heillaði hann strax 17 ára gamlan. „Dylan stendur þarna með einhverjum innflytjendum frá Bali og er með hatt. Það er þetta kúrekaelement sem maður var svo hrifinn af. Hann vitnar stöðugt til þess og er mikill hattamaður. Dylan í New York árið 1965, við tökur á plötunni Highway 61 Revisited.Gett/Michael Ochs Það eru margir ofboðslega hrifnir af Dylan, en mismikið. En það er fávís maður sem afneitar honum. Þér getur þótt eitthvað leiðinlegt en leiðinlegt þarf ekki að vera vont. Lélegt er bara lélegt.“ Ekki vantar að Ólafur Haukur hafi séð Dylan á sviði. Sá hann 1990 þegar hann kom hingað og var með tónleika í tengslum við Listahátíð 1990. „Það var stór stund fyrir okkur. Ég man eftir því að ég náði í upptöku af þeim tónleikum og fór sérstaklega heim til Bubba og gaf honum kassettu, en Bubbi hafði hitað upp fyrir hann. Síðan sáum við hann í Dylan-mafíunni hann 2008 og gerðum þá útvarpsþátt um hann, þriggja tíma þátt. Svo sá ég hann 1996 í Malmö, 1998 í Glóben í Stokkhólmi, í Bonn 2004 og svo í Amsterdam 2017, þrenna tónleika í röð. Það var mjög magnað. Þá fórum við nokkrir félagarnir.“ Fallegur trúarlegur tónn í Senjor Talsvert var fyrir hlutunum haft fyrir tíma netsins. Þá stóðu menn í bréfaskriftum út í heim og pöntuðu upptökur sem voru póstlagðar á milli landa. Sendir peningar fyrir kassettum og voru þær kópíeraðar og gengu á milli manna. „Þegar tölvan kom 1987 þá er farið að skiptast á cd-diskum. Í bréfaskriftum á netinu, og svo póstlagt milli landa. Svo náttúrlega þegar allt þetta fer inn á internetið, menn fara að „downloada“ þessu er fjandinn laus. Leiðinlegra því menn hittast ekki,“ segir Ólafur Haukur með eftirsjá í röddinni. Hann segist ekki hafa hitt Dylan, svo langt hafi hann ekki gengið. Ólafur Haukur segist ekki hafa tölu á öllu því efni sem hann á með Dylan. Og kemur á óvart þegar hann er beðinn um að velja eitt lag úr öllum hinum mikla katalóg fyrir Vísi; það kom umsvifalaust: „Þá myndi ég velja lagið Senjor af Street Legal-plötunni. Mér finnst einhver trúarlegur tónn í því lagi sem mér finnst svo fallegur. Sé Senjor sem herrann, guð almáttugan, ekki að ég sé einhver trúarofstækismaður en mér finnst þetta svo fallegt ákall. Svo er einhver mexíkóstíll eða sígaunablær í þessu sem ég kann vel að meta. Þetta er fallegt lag og hann hefur flutt það vel á tónleikum. En, já, það er úr svo mörgu að velja. Öll lög af þessum Bootleg series, lögin sem hann hefur ekki sett á plöturnar, það er fjársjóður. Alveg svakalegur katalógur og magnað að hann skuli vera enn að.“ Sjanghæjuð í Dylan-dagskrá Sigríður Thorlacius er ein okkar allra besta söngkona, með sína miklu og silkimjúku rödd og ekki endilega sjálfgefið að hún kunni vel að meta Dylan, sem syngur eins og kvefuð kráka (þó hann sé líklega af mörgum vanmetinn söngvari). En það er nú þó svo. Hún tekur þátt í sérstakri dagskrá sem haldin verður í Vídalínskirkju. 80 þræðir - Bob Dylan í tali og tónum, dagskrá til heiðurs Dylan áttræðum. Sigríður Thorlacius syngur eins og engill, Dylan eins og kvefuð kráka. En það kemur ekki í veg fyrir að Sigríður kunni vel að meta manninn, enda erfitt að vera í tónlist án þess að rekast á Dylan, slík er fyrirferðin. Ómar Guðjónsson, Tómas Jónsson og Sigríður flytja valin lög eftir Dylan, það elsta frá 1963 og það yngsta frá 2020. Séra Henning Emil Magnússon talar um feril hans og hvernig listamaðurinn hefur tekist á við lífsins spurningar á löngum ferli. Sigríður segir þetta allt að undirlagi Séra Hennings sem er einlægur aðdáandi meistarans. „Hann er rosalega mikill Dylan-kall, sérfróður. Sem prestur er hann að pæla í þessu út frá guðfræði og trú. Hann og Ómar Guðjóns tvinna þetta saman og „sjanghæjuðu“ mig með.“ Erfitt að komast hjá því að Dylan verði í vegi Sigríður segir að það myndi hún ekki sannarlega ekki gera ef henni þætti maðurinn hundleiðinlegur en svo er nú ekki. „Ég er náttúrlega, eins og við erum flest sem erum að stússast í músík, undir einhverjum áhrifum frá þessum kalli.“ Sigríður segist hafa fattað Dylan, eins og hún segir, frekar seint. „Ég var komin í menntaskóla og var þá einnig í FÍH. Þá fór maður að leita sér að músík til að spila og syngja og eitthvað. Dylan hefur alltaf verið þarna og í miklu uppáhaldi út af textasmíð, fyrst og fremst. Það er gaman fyrir söngvara að fá alvöru orð til að kjamsa á. Ég er ekki alin upp við hans músík, frekar þegar ég fer að velja mér sjálf, hlusta og kaupa, þá kemur hann uppí fangið á mér.“ Sigríður segir þannig erfitt að vera tónlistarmaður án þess að rekast á Dylan. „Já, ég myndi halda það. Auðvitað getur fólk sleppt því, svo sem, en hann er svo víða. Og það hafa svo margir úr ólíkum áttum tekið eitthvað frá honum uppá sína arma. Þú kemst varla hjá því að kynnast honum aðeins og vita eitthvað hvaðan hann er að koma. Það er til svo mikið magn af músík eftir hann og þú þarft ekki að vera sérfræðingur í honum.“ Nýtt uppáhald Söngkonan segist ekki þekkja nema toppinn á ísjakanum, hún þekki hann ekki í grunninn né er það svo að hún hafi sökkt sér niður í hann og hans feril. Og þeim mun meira er að takast á við hann nú og lög sem hún ekki kannaðist við áður.“ Dylan á tónleikum í Culver City í Bandaríkjunum árið 2009.Getty/Kevin Winter Sigríður deilir ekki áhyggjum Þorbjargar þingmanns um að Dylan kunni að fara fram hjá ungdómnum, hann rati óhjákvæmilega til sinna. „Ég myndi ekki hafa miklar áhyggjur af því. Ég held að fólk verði að ná ákveðnum þroska til að kveikja. Ég var orðin dálítið fullorðin þegar ég fór að hlusta á Bítlana, ég er seinþroska þegar kemur að þessu og hann fellur í þann flokk; sígildur.“ Sigríður ætlar að fá að velja lag sem hún þekkti ekki vel en hefur fengið að kynnast upp á síðkastið. „Hrikalega flott og sterkt. Textinn er ótrúlega flottur og meitlaður og fer alveg inn í hjartað á mér. Nýtt uppáhald hjá mér.“ Lagið sem hún nefnir til sögunnar er It´s not dark yet sem Dylan tók upp 1997 og er að finna á plötunni Time Out of Mind.“
Tónlist Nóbelsverðlaun Bandaríkin Tímamót Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira