Lögum um búfjárhald er tímabært að breyta Tryggvi Felixson skrifar 24. maí 2021 16:00 Frá þjóðveldisöld og fram til 6. áratugar síðustu aldar voru í gildi lagaákvæði sem bönnuðu lausagöngu búfjár. Þá voru sett lög sem gjörbreyttu stöðu þeirra sem vilja friða land sitt fyrir beit. Frá þeim tíma hafa þeir sem hyggjast gróðursetja skóg, rækta korn eða matjurtir eða stunda endurheimt gróðurs, þurft að verja land sitt fyrir ágangi búfjár. Fyrir ári síðan kallaði aðalfundur Landverndar eftir breytingu á lögum um búfjárhald svo hægt verði að sinna endurheimt gróðurs og jarðvegs með skilvirkum hætti. Í kjölfarið ákvað stjórn samtakanna að fela kunnáttufólki að taka saman skýrslu um hvaða breytingar þyrfti að gera til að koma þessum málum í það horf sem áður gilti hér á landi, og er ríkjandi hjá þeim þjóðum sem við almennt berum okkur saman við. Skýrslan hefur verið kynnt Bændasamtökum Íslands og verið birt á heimasíðu Landverndar. Opinn kynningarfundur verður haldinn þriðjudaginn 25. maí kl. 12.00. Öfugsnúin ábyrgð Í lögum um búfjárhald er m.a. kveðið á um það hvernig bregðast skuli við ef búfé kemst inn á friðað svæði (þ.e. eignarland). Þar kemur fram að umráðamaður hins friðaða lands skuli ábyrgjast handsömun búfjár, koma því í örugga vörslu, kanna hver eigandinn er og tilkynna honum þegar í stað hvar búféð er niðurkomið. Ef eigandi sækir búféð ekki innan tveggja sólarhringa frá tilkynningu er umráðamanni hins friðaða lands heimilt að afhenda búféð viðkomandi sveitarstjórn. Þá er sérstaklega tekið fram að umráðamaður lands beri ábyrgð á því að búfé hafi nægilegt vatn og fóður á meðan það er í vörslu hans. Þetta hljómar einkennilega, en svona er þetta nú engu að síður. Er ekki tímabært að færa löggjöfina nær almennri réttarvitund? Söguleg vitleysa Því hefur verið haldið fram að þetta furðulega vinnulag skv. lögum um búfjárhald byggi á hefð frá því að landið byggðist. Það er alrangt. Frá þjóðveldisöld var lausaganga búfjár ýmsum takmörkunum háð og ljóst að fram undir okkar tíma var það meginregla að eigendur búfjár bæru ábyrgð á vörslu þess og mögulegu tjóni vegna ágangs þess í annarra land. Núverandi skipan mála var fyrst fest í lög á síðari hluta síðustu aldar. Voru það söguleg mistök sem tímabært er að leiðrétta. Fram til þess tíma voru í gildi ákvæði fornra lagaákvæða Grágásar og Jónsbókar um skyldu búfjáreigenda til að tryggja að búfénaður þeirra gengi ekki í annarra manna land, án samþykkist viðkomandi landeiganda. Í flestum þeim löndum sem Ísland ber sig saman við gilda reglur um vörsluskyldu búfjár. Vissulega er sveitarfélögum heimilt að setja reglur um bann við lausagöngu búfjár. Þeim ákvæðum hefur ekki verið mikið beitt þannig að meginreglaná landinu er lausaganga. Ísland úr tötrum með betri beitarstýringu Við landnám var Ísland vaxið gróðri sem hafði þróast frá ísöld án áhrifa beitar (nema frá fuglum). Eftir 1150 ára búsetu má lýsa Íslandi sem landi í tötrum hvað gróðurþekju og jarðveg varðar. Sumstaðar er þó ástandið gott, en víða er landið verulega laskað vegna ofbeitar. Um 24% lands er skilgreint sem rýrt mólendi, 13% sem hálf gróið land og 29% sem lítt gróið land. Þá eru margir afréttir á gosbeltinu dæmdir óhæfir til beitar. Í fréttum af fyrstu niðurstöðum Grólindar, samstarfsverkefnis Landgræðslunnar, bænda og fleiri aðila, hefur nýlega komið fram að sauðfé er beitt á um 25 þúsund ferkílómetra lands sem er í slæmu ásigkomulagi, gróður lítill sem enginn og jarðvegsrof mikið. Víða er hugtakið rányrkja notað um slíka meðferð á náttúruauðlindum. Hjá því verður ekki litið beit hefur átt ríkan þátt í gróður- og jarðvegseyðingu hér á landi. Fækkun búfjár, betri beitarstjórnun og mótvægisaðgerðir, til dæmis Landgræðslunnar og bænda, hafa þó talsvert dregið úr þeim neikvæðu áhrifum undanfarna áratugi. Mikið starf hefur verið unnið og fjármunum veitt til að bæta stöðuna. En meira þarf til; sauðfjárbeit á vissum svæðum kemur í veg fyrir að land í hnignun endurheimtist. Einkum á það við á gosbeltinu. Það hindrar friðun og endurheimt landgæða að ekki skuli gilda reglur um vörsluskyldu búfjár. Það er því tímabært snúa blaðinu við – að skylda búfjáreigendur að halda sínu búfé á landi sem þeir hafa umráðarétt yfir. Í dag hvílir sú kvöð á þeim vilja friða og rækta sitt land í friði fyrir búfjárbeit að girða land sitt af fyrir búfé. Að gera búfjáreigendur ábyrga fyrir sínum gripum mun stuðla að sjálfbærri nýtingu landsins gæða. Í því kunna einnig að felast tækifæri til að bæta búskaparhætti og afkomu. Búfjáreigendur beri ábyrgð Með einfaldri breytingu á lögum á ábyrgð má bæta forsendur til uppgræðslu eða skógræktar umtalsvert. Í lögum þarf að tilgreina að landsvæði sem ekki eru afmörkuð vörslulínu verði almennt talin án beitar (til friðaðra svæða). Umgangur og beit búfjár yrði þá einungis heimil á landi sem hefur verið afmarkað sérstaklega með vörslulínu sem hindrar aðgang þess í svæði utan beitar (friðuð) og á þeim afréttum sem vel þola sjálfbæra beit. Framgreind lagabreyting er einföld og mun hafa víðtæk jákvæð áhrif á möguleika til að endurheimta landgæði. Breytingin mun einnig hafa áhrif á hag búfjáreigenda og því er nauðsynlegt að veita rúman aðlögunartíma og grípa til aðgerða sem auðvelda aðlögunina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Felixson Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Frá þjóðveldisöld og fram til 6. áratugar síðustu aldar voru í gildi lagaákvæði sem bönnuðu lausagöngu búfjár. Þá voru sett lög sem gjörbreyttu stöðu þeirra sem vilja friða land sitt fyrir beit. Frá þeim tíma hafa þeir sem hyggjast gróðursetja skóg, rækta korn eða matjurtir eða stunda endurheimt gróðurs, þurft að verja land sitt fyrir ágangi búfjár. Fyrir ári síðan kallaði aðalfundur Landverndar eftir breytingu á lögum um búfjárhald svo hægt verði að sinna endurheimt gróðurs og jarðvegs með skilvirkum hætti. Í kjölfarið ákvað stjórn samtakanna að fela kunnáttufólki að taka saman skýrslu um hvaða breytingar þyrfti að gera til að koma þessum málum í það horf sem áður gilti hér á landi, og er ríkjandi hjá þeim þjóðum sem við almennt berum okkur saman við. Skýrslan hefur verið kynnt Bændasamtökum Íslands og verið birt á heimasíðu Landverndar. Opinn kynningarfundur verður haldinn þriðjudaginn 25. maí kl. 12.00. Öfugsnúin ábyrgð Í lögum um búfjárhald er m.a. kveðið á um það hvernig bregðast skuli við ef búfé kemst inn á friðað svæði (þ.e. eignarland). Þar kemur fram að umráðamaður hins friðaða lands skuli ábyrgjast handsömun búfjár, koma því í örugga vörslu, kanna hver eigandinn er og tilkynna honum þegar í stað hvar búféð er niðurkomið. Ef eigandi sækir búféð ekki innan tveggja sólarhringa frá tilkynningu er umráðamanni hins friðaða lands heimilt að afhenda búféð viðkomandi sveitarstjórn. Þá er sérstaklega tekið fram að umráðamaður lands beri ábyrgð á því að búfé hafi nægilegt vatn og fóður á meðan það er í vörslu hans. Þetta hljómar einkennilega, en svona er þetta nú engu að síður. Er ekki tímabært að færa löggjöfina nær almennri réttarvitund? Söguleg vitleysa Því hefur verið haldið fram að þetta furðulega vinnulag skv. lögum um búfjárhald byggi á hefð frá því að landið byggðist. Það er alrangt. Frá þjóðveldisöld var lausaganga búfjár ýmsum takmörkunum háð og ljóst að fram undir okkar tíma var það meginregla að eigendur búfjár bæru ábyrgð á vörslu þess og mögulegu tjóni vegna ágangs þess í annarra land. Núverandi skipan mála var fyrst fest í lög á síðari hluta síðustu aldar. Voru það söguleg mistök sem tímabært er að leiðrétta. Fram til þess tíma voru í gildi ákvæði fornra lagaákvæða Grágásar og Jónsbókar um skyldu búfjáreigenda til að tryggja að búfénaður þeirra gengi ekki í annarra manna land, án samþykkist viðkomandi landeiganda. Í flestum þeim löndum sem Ísland ber sig saman við gilda reglur um vörsluskyldu búfjár. Vissulega er sveitarfélögum heimilt að setja reglur um bann við lausagöngu búfjár. Þeim ákvæðum hefur ekki verið mikið beitt þannig að meginreglaná landinu er lausaganga. Ísland úr tötrum með betri beitarstýringu Við landnám var Ísland vaxið gróðri sem hafði þróast frá ísöld án áhrifa beitar (nema frá fuglum). Eftir 1150 ára búsetu má lýsa Íslandi sem landi í tötrum hvað gróðurþekju og jarðveg varðar. Sumstaðar er þó ástandið gott, en víða er landið verulega laskað vegna ofbeitar. Um 24% lands er skilgreint sem rýrt mólendi, 13% sem hálf gróið land og 29% sem lítt gróið land. Þá eru margir afréttir á gosbeltinu dæmdir óhæfir til beitar. Í fréttum af fyrstu niðurstöðum Grólindar, samstarfsverkefnis Landgræðslunnar, bænda og fleiri aðila, hefur nýlega komið fram að sauðfé er beitt á um 25 þúsund ferkílómetra lands sem er í slæmu ásigkomulagi, gróður lítill sem enginn og jarðvegsrof mikið. Víða er hugtakið rányrkja notað um slíka meðferð á náttúruauðlindum. Hjá því verður ekki litið beit hefur átt ríkan þátt í gróður- og jarðvegseyðingu hér á landi. Fækkun búfjár, betri beitarstjórnun og mótvægisaðgerðir, til dæmis Landgræðslunnar og bænda, hafa þó talsvert dregið úr þeim neikvæðu áhrifum undanfarna áratugi. Mikið starf hefur verið unnið og fjármunum veitt til að bæta stöðuna. En meira þarf til; sauðfjárbeit á vissum svæðum kemur í veg fyrir að land í hnignun endurheimtist. Einkum á það við á gosbeltinu. Það hindrar friðun og endurheimt landgæða að ekki skuli gilda reglur um vörsluskyldu búfjár. Það er því tímabært snúa blaðinu við – að skylda búfjáreigendur að halda sínu búfé á landi sem þeir hafa umráðarétt yfir. Í dag hvílir sú kvöð á þeim vilja friða og rækta sitt land í friði fyrir búfjárbeit að girða land sitt af fyrir búfé. Að gera búfjáreigendur ábyrga fyrir sínum gripum mun stuðla að sjálfbærri nýtingu landsins gæða. Í því kunna einnig að felast tækifæri til að bæta búskaparhætti og afkomu. Búfjáreigendur beri ábyrgð Með einfaldri breytingu á lögum á ábyrgð má bæta forsendur til uppgræðslu eða skógræktar umtalsvert. Í lögum þarf að tilgreina að landsvæði sem ekki eru afmörkuð vörslulínu verði almennt talin án beitar (til friðaðra svæða). Umgangur og beit búfjár yrði þá einungis heimil á landi sem hefur verið afmarkað sérstaklega með vörslulínu sem hindrar aðgang þess í svæði utan beitar (friðuð) og á þeim afréttum sem vel þola sjálfbæra beit. Framgreind lagabreyting er einföld og mun hafa víðtæk jákvæð áhrif á möguleika til að endurheimta landgæði. Breytingin mun einnig hafa áhrif á hag búfjáreigenda og því er nauðsynlegt að veita rúman aðlögunartíma og grípa til aðgerða sem auðvelda aðlögunina.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar