Patrekur: Örugglega lélegasti leikurinn okkar á tímabilinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. maí 2021 18:15 Patreki Jóhannessyni fannst ekki mikið til spilamennsku Stjörnunnar gegn Þór koma. vísir/elín björg Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með sigurinn á Þór, 27-23, í dag en fannst spilamennska sinna manna slök. „Þetta var ekki góður leikur en tvö stig og það er það sem ég er ánægður með. En leikurinn var frekar lélegur,“ sagði Patrekur við Vísi eftir leikinn í Mýrinni. Stjörnumenn voru alltaf yfir í leiknum en slitu sig aldrei alveg frá föllnum Þórsurum. „Þetta er eins og þegar þú spilar gegn ÍR. Þeir eru pressulausir og gera sína hluti, spila langar sóknir. Framan af var einbeiting í þessu en í seinni hálfleik klikkuðum við á ótal dauðafærum,“ sagði Patrekur. „Þetta var bara lélegur leikur og ég ætla ekkert að fegra það. Við eigum ekki möguleika gegn Fram í næsta leik ef við spilum ekki betur en þetta. Þetta var örugglega lélegasti leikurinn okkar á tímabilinu.“ Adam Thorstensen átti góðan leik í marki Stjörnunnar og varði átján skot, eða 44 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. „Hann var frábær. Hann á svona leiki og hefur tekið miklum framförum á þessu tímabili. Hann var klárlega ljósi punkturinn og auðvitað að taka stigin tvö. Þetta snýst um það þótt spilamennskan hafi ekki verið merkileg,“ sagði Patrekur. Með sigrinum í dag komst Stjarnan upp í 3. sæti Olís-deildarinnar og endar þar ef liðið vinnur Fram í lokaumferðinni á fimmtudaginn. Patrekur segir að sínir menn verði að spila betur gegn Frömmurum en í dag og er fullviss um að þeir geri það. „Ég ætla ekki að mála þetta of svart. Við áttum frábæran leik gegn Val þar sem allt var upp á tíu og ég fór ekkert of hátt upp eftir það. Þetta var lélegt en ég vona og veit að við gerum betur á móti Fram,“ sagði Patrekur. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Þór 27-23 | Slakir Stjörnumenn komust upp í 3. sætið Stjörnumenn unnu sinn annan leik í röð þegar þeir lögðu fallna Þórsara að velli, 27-23, í Mýrinni í 21. og næstsíðustu umferð Olís-deildar karla í dag. 24. maí 2021 17:52 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
„Þetta var ekki góður leikur en tvö stig og það er það sem ég er ánægður með. En leikurinn var frekar lélegur,“ sagði Patrekur við Vísi eftir leikinn í Mýrinni. Stjörnumenn voru alltaf yfir í leiknum en slitu sig aldrei alveg frá föllnum Þórsurum. „Þetta er eins og þegar þú spilar gegn ÍR. Þeir eru pressulausir og gera sína hluti, spila langar sóknir. Framan af var einbeiting í þessu en í seinni hálfleik klikkuðum við á ótal dauðafærum,“ sagði Patrekur. „Þetta var bara lélegur leikur og ég ætla ekkert að fegra það. Við eigum ekki möguleika gegn Fram í næsta leik ef við spilum ekki betur en þetta. Þetta var örugglega lélegasti leikurinn okkar á tímabilinu.“ Adam Thorstensen átti góðan leik í marki Stjörnunnar og varði átján skot, eða 44 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. „Hann var frábær. Hann á svona leiki og hefur tekið miklum framförum á þessu tímabili. Hann var klárlega ljósi punkturinn og auðvitað að taka stigin tvö. Þetta snýst um það þótt spilamennskan hafi ekki verið merkileg,“ sagði Patrekur. Með sigrinum í dag komst Stjarnan upp í 3. sæti Olís-deildarinnar og endar þar ef liðið vinnur Fram í lokaumferðinni á fimmtudaginn. Patrekur segir að sínir menn verði að spila betur gegn Frömmurum en í dag og er fullviss um að þeir geri það. „Ég ætla ekki að mála þetta of svart. Við áttum frábæran leik gegn Val þar sem allt var upp á tíu og ég fór ekkert of hátt upp eftir það. Þetta var lélegt en ég vona og veit að við gerum betur á móti Fram,“ sagði Patrekur. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Þór 27-23 | Slakir Stjörnumenn komust upp í 3. sætið Stjörnumenn unnu sinn annan leik í röð þegar þeir lögðu fallna Þórsara að velli, 27-23, í Mýrinni í 21. og næstsíðustu umferð Olís-deildar karla í dag. 24. maí 2021 17:52 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
Umfjöllun: Stjarnan - Þór 27-23 | Slakir Stjörnumenn komust upp í 3. sætið Stjörnumenn unnu sinn annan leik í röð þegar þeir lögðu fallna Þórsara að velli, 27-23, í Mýrinni í 21. og næstsíðustu umferð Olís-deildar karla í dag. 24. maí 2021 17:52