Donnarumma líklega á förum þar sem Milan hefur sótt markvörð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. maí 2021 19:16 Donnarumma, með fyrirliðabandið, í leik gegn Manchester United fyrr á árinu. Nú virðist sem hann gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir AC Milan. EPA-EFE/MATTEO BAZZI Ítalska knattspyrnufélagið AC Milan hefur samið við franska markvörðinn Mike Maignan. Þykir það benda til þess að Gianluigi Donnarumma, landsliðsmarkvörður Ítalíu, sé á förum frá félaginu. Blaðamaðurinn Fabrizio Romano greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni fyrr í dag en hann þykir einkar áreiðanlegur þegar kemur að félagaskiptum leikmanna. Hinn 25 ára gamli Maignan hefur leikið með Lille síðan 2015 og varð franskur meistari með liðinu á dögunum. Mike Maignan has completed his medicals as new AC Milan player today - Donnarumma situation is set to be resolved soon. #ACMilanMaignan is gonna sign until June 2026 - salary 2.8m per season, #THFC were not in talks to sign him as they ve different GK targets. — Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 25, 2021 Hann á aðeins ár eftir af samningi sínum við Lille og því hefur félagið ákveðið að selja hann ódýrt miðað við hvað markverðir kosta í dag. Talið er að AC Milan borgi ekki nema 15 milljónir evra fyrir markvörðinn knáa. Maignan hefur leikið með öllum yngri landsliðum Frakklands og á að baki einn A-landsleik. Maignan í leik gegn París Saint-Germain.EPA-EFE/YOAN VALAT AC Milan endaði í 2. sæti Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni, með 79 stig. Stigi á undan Atalanta og Juventus en 12 stigum á eftir nágrönnum sínum í Inter sem urðu Ítalíumeistarar. Kaupin er talin þýða að Donnarumma hafi leikið sinn síðasta leik fyrir félagið en þessi 22 ára gamli markvörður verður samningslaus í sumar. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann spilað yfir 200 leiki fyrir Milan ásamt því að leika 25 A-landsleiki fyrir Ítalíu. Óvíst er hvert Donnarumma fer en vitað er að Juventus hefur mikinn áhuga á að fá hann í sínar raðir. Þá er umboðsmaður hans, Mino Raiola, mikill aðdáandi Juventus. Eru orðrómar á kreiki að Milan hafi ekki verið tilbúið að samþykkja launakröfur hans en Donnarumma sagði fyrr á árinu að hann vildi vera áfram í herbúðum Mílanó-liðsins. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fleiri fréttir Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Sjá meira
Blaðamaðurinn Fabrizio Romano greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni fyrr í dag en hann þykir einkar áreiðanlegur þegar kemur að félagaskiptum leikmanna. Hinn 25 ára gamli Maignan hefur leikið með Lille síðan 2015 og varð franskur meistari með liðinu á dögunum. Mike Maignan has completed his medicals as new AC Milan player today - Donnarumma situation is set to be resolved soon. #ACMilanMaignan is gonna sign until June 2026 - salary 2.8m per season, #THFC were not in talks to sign him as they ve different GK targets. — Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 25, 2021 Hann á aðeins ár eftir af samningi sínum við Lille og því hefur félagið ákveðið að selja hann ódýrt miðað við hvað markverðir kosta í dag. Talið er að AC Milan borgi ekki nema 15 milljónir evra fyrir markvörðinn knáa. Maignan hefur leikið með öllum yngri landsliðum Frakklands og á að baki einn A-landsleik. Maignan í leik gegn París Saint-Germain.EPA-EFE/YOAN VALAT AC Milan endaði í 2. sæti Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni, með 79 stig. Stigi á undan Atalanta og Juventus en 12 stigum á eftir nágrönnum sínum í Inter sem urðu Ítalíumeistarar. Kaupin er talin þýða að Donnarumma hafi leikið sinn síðasta leik fyrir félagið en þessi 22 ára gamli markvörður verður samningslaus í sumar. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann spilað yfir 200 leiki fyrir Milan ásamt því að leika 25 A-landsleiki fyrir Ítalíu. Óvíst er hvert Donnarumma fer en vitað er að Juventus hefur mikinn áhuga á að fá hann í sínar raðir. Þá er umboðsmaður hans, Mino Raiola, mikill aðdáandi Juventus. Eru orðrómar á kreiki að Milan hafi ekki verið tilbúið að samþykkja launakröfur hans en Donnarumma sagði fyrr á árinu að hann vildi vera áfram í herbúðum Mílanó-liðsins. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fleiri fréttir Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Sjá meira