Óásættanlegt framferði og brot á alþjóðalögum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. maí 2021 19:01 Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, sem gjarnan er kallaður síðasti einræðisherra Evrópu. AP/Tut.by Atlantshafsbandalagið krafðist þess í dag að hvítrússnesku stjórnarandstæðingarnir sem voru handteknir eftir að flugi þeirra með RyanAir var stýrt af leið og lent í Minsk verði leystir úr haldi. Utanríkisráðherra segir málið með ólíkindum. Þau Roman Protasevíts og Sofía Sapega eru nú í haldi lögreglu í Minsk en þau hafa verið áberandi í gagnrýni á ríkisstjórn Alexanders Lúkasjenka, sem gjarnan er kallaður síðasti einræðisherra Evrópu. Leiðtogar Evrópuríkja hafa gagnrýnt stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi harðlega fyrir hið meinta flugrán og í yfirlýsingu frá Norður-Atlantshafsráðinu í dag var aðgerðin sögð hættulegt brot á alþjóðalögum. Í stuttu máli taldi ráðið að þetta framfæri væri með öllu óásættanlegt og ekki í samræmi við alþjóðalög. Það setti líf og öryggi farþega í hættu. Ráðið kallaði eftir að stjórnarandstæðingar verði leystir úr haldi tafarlaust og óháð rannsókn fari fram á þessu máli,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra á fundi Norðurskautsráðsins í síðustu viku.norðurskautsráðið Evrópusambandið hyggst innleiða nýjar refsiaðgerðir gegn Hvítrússum og Guðlaugur Þór segir frekari viðbrögð við málinu til umræðu. Frakklandsforseti sagðist í gær hreinlega ekki viss um hvort refsiaðgerðir og þvinganir beri nokkurn árangur. Erfitt sé að finna réttu lausnina. „Refsiaðgerðirnar sem var farið í hafa ekki borið þann árangur sem við vildum sjá. Hins vegar er mikilvægt að það séu viðbrögð. Hver eru bestu viðbrögðin er eitthvað sem þarf alltaf að skoða en engin viðbrögð senda líka skilaboð um að þetta sé ásættanlegt og hafi engar afleiðingar í för með sér. Ef það er gert er hætt við því að þetta haldi áfram og menn gangi ennþá lengra,“ segir Guðlaugur Þór. NATO Hvíta-Rússland Utanríkismál Tengdar fréttir Fengu ekki að fljúga inn í lofthelgi Frakklands Flugvél Belavia, flugfélags frá Hvíta-Rússlandi, sem átti að lenda í Barcelona í dag var snúið aftur til Minsk. Það var gert eftir að flugumferðarstjórar í Póllandi tilkynntu flugstjóra flugvélarinnar að hann fengi ekki leyfi til að fljúga inn í lofthelgi Frakklands. 26. maí 2021 14:58 Gaf í skyn að flugvélin hefði getað verið skotin niður Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, gaf í skyn í morgun að hann hefði getað látið skjóta niður farþegaþotu RyanAir í lofthelgi ríkisins um helgina. Áhöfn flugvélarinnar var þvinguð til að lenda í Minsk þar sem tveir farþegar hennar voru handteknir. 26. maí 2021 09:40 Þörf á alþjóðlegri andstöðu við Lúkasjenka Hvítrússneskur stjórnarandstæðingur óttast dauðadóm eftir að flugvél RyanAir var snúið af leið og lent í Hvíta-Rússlandi. Málið hefur vakið reiði í Evrópu og Alexander Lúkasjenka, forseti landsins, sætir harðri gagnrýni enn á ný. 25. maí 2021 20:00 „Ég veit að dauðadómur bíður mín í Hvíta-Rússlandi“ Farþegar í flugvél RyanAir sem snúið var af leið og lent í Minsk í Hvíta-Rússlandi um helgina segja blaðamanninn og aðgerðasinnan Roman Protasevíts hafa augljóslega verið hræddan, þegar flugstjóri flugvélarinnar tilkynnti að henni yrði lent í Minsk. 25. maí 2021 13:45 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Þau Roman Protasevíts og Sofía Sapega eru nú í haldi lögreglu í Minsk en þau hafa verið áberandi í gagnrýni á ríkisstjórn Alexanders Lúkasjenka, sem gjarnan er kallaður síðasti einræðisherra Evrópu. Leiðtogar Evrópuríkja hafa gagnrýnt stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi harðlega fyrir hið meinta flugrán og í yfirlýsingu frá Norður-Atlantshafsráðinu í dag var aðgerðin sögð hættulegt brot á alþjóðalögum. Í stuttu máli taldi ráðið að þetta framfæri væri með öllu óásættanlegt og ekki í samræmi við alþjóðalög. Það setti líf og öryggi farþega í hættu. Ráðið kallaði eftir að stjórnarandstæðingar verði leystir úr haldi tafarlaust og óháð rannsókn fari fram á þessu máli,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra á fundi Norðurskautsráðsins í síðustu viku.norðurskautsráðið Evrópusambandið hyggst innleiða nýjar refsiaðgerðir gegn Hvítrússum og Guðlaugur Þór segir frekari viðbrögð við málinu til umræðu. Frakklandsforseti sagðist í gær hreinlega ekki viss um hvort refsiaðgerðir og þvinganir beri nokkurn árangur. Erfitt sé að finna réttu lausnina. „Refsiaðgerðirnar sem var farið í hafa ekki borið þann árangur sem við vildum sjá. Hins vegar er mikilvægt að það séu viðbrögð. Hver eru bestu viðbrögðin er eitthvað sem þarf alltaf að skoða en engin viðbrögð senda líka skilaboð um að þetta sé ásættanlegt og hafi engar afleiðingar í för með sér. Ef það er gert er hætt við því að þetta haldi áfram og menn gangi ennþá lengra,“ segir Guðlaugur Þór.
NATO Hvíta-Rússland Utanríkismál Tengdar fréttir Fengu ekki að fljúga inn í lofthelgi Frakklands Flugvél Belavia, flugfélags frá Hvíta-Rússlandi, sem átti að lenda í Barcelona í dag var snúið aftur til Minsk. Það var gert eftir að flugumferðarstjórar í Póllandi tilkynntu flugstjóra flugvélarinnar að hann fengi ekki leyfi til að fljúga inn í lofthelgi Frakklands. 26. maí 2021 14:58 Gaf í skyn að flugvélin hefði getað verið skotin niður Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, gaf í skyn í morgun að hann hefði getað látið skjóta niður farþegaþotu RyanAir í lofthelgi ríkisins um helgina. Áhöfn flugvélarinnar var þvinguð til að lenda í Minsk þar sem tveir farþegar hennar voru handteknir. 26. maí 2021 09:40 Þörf á alþjóðlegri andstöðu við Lúkasjenka Hvítrússneskur stjórnarandstæðingur óttast dauðadóm eftir að flugvél RyanAir var snúið af leið og lent í Hvíta-Rússlandi. Málið hefur vakið reiði í Evrópu og Alexander Lúkasjenka, forseti landsins, sætir harðri gagnrýni enn á ný. 25. maí 2021 20:00 „Ég veit að dauðadómur bíður mín í Hvíta-Rússlandi“ Farþegar í flugvél RyanAir sem snúið var af leið og lent í Minsk í Hvíta-Rússlandi um helgina segja blaðamanninn og aðgerðasinnan Roman Protasevíts hafa augljóslega verið hræddan, þegar flugstjóri flugvélarinnar tilkynnti að henni yrði lent í Minsk. 25. maí 2021 13:45 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Fengu ekki að fljúga inn í lofthelgi Frakklands Flugvél Belavia, flugfélags frá Hvíta-Rússlandi, sem átti að lenda í Barcelona í dag var snúið aftur til Minsk. Það var gert eftir að flugumferðarstjórar í Póllandi tilkynntu flugstjóra flugvélarinnar að hann fengi ekki leyfi til að fljúga inn í lofthelgi Frakklands. 26. maí 2021 14:58
Gaf í skyn að flugvélin hefði getað verið skotin niður Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, gaf í skyn í morgun að hann hefði getað látið skjóta niður farþegaþotu RyanAir í lofthelgi ríkisins um helgina. Áhöfn flugvélarinnar var þvinguð til að lenda í Minsk þar sem tveir farþegar hennar voru handteknir. 26. maí 2021 09:40
Þörf á alþjóðlegri andstöðu við Lúkasjenka Hvítrússneskur stjórnarandstæðingur óttast dauðadóm eftir að flugvél RyanAir var snúið af leið og lent í Hvíta-Rússlandi. Málið hefur vakið reiði í Evrópu og Alexander Lúkasjenka, forseti landsins, sætir harðri gagnrýni enn á ný. 25. maí 2021 20:00
„Ég veit að dauðadómur bíður mín í Hvíta-Rússlandi“ Farþegar í flugvél RyanAir sem snúið var af leið og lent í Minsk í Hvíta-Rússlandi um helgina segja blaðamanninn og aðgerðasinnan Roman Protasevíts hafa augljóslega verið hræddan, þegar flugstjóri flugvélarinnar tilkynnti að henni yrði lent í Minsk. 25. maí 2021 13:45