Ágústa vill þriðja til fimmta sæti á lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. maí 2021 22:57 Ágústa Ágústsdóttir. aðsend Ágústa Ágústsdóttir, sauðfjárbóndi og ferðaþjónustueigandi hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3.-5. sæti á lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Í tilkynningu frá Ágústu kemur fram að hún hafi tekið ákvörðun um að gefa kost á sér vegna fjölda áskorana. „Sem fæddur Reykvíkingur, stoltur Vestur-Skaftfellingur og Austfirðingur sem festi rætur sínar við hinn fallega Öxarfjörð 2003 er ég auðmjúk og mikið þakklát fyrir allar þær kveðjur, hvatningu og stuðning sem ég hef ég fengið og mun sannarlega taka það með mér inn í komandi og skemmtilega tíma framundan,“ segir Ágústa í tilkynningu til fjölmiðla. „Ég er sauðfjárbóndi og ferðaþjónustueigandi með brennandi áhuga á landsbyggðarmálum, náttúru, lýðræði og mannlegri reisn. Ég er menntaður jógakennari og stunda nám á heilsunuddbraut í fjarnámi. Ég er menntaður meirarprófsbílstjóri og hef unnið fjölbreytta vinnu því tengdu um ævina. Síðastliðin fjögur ár hef ég einnig unnið sem sjálfstæður verktaki við skólaakstur. Ég trúi því að styrkur okkar felist í smæðinni og að aldrei hafi verið eins mikilvægt og nú að berjast gegn sístækkandi ríkisbákninu og stofnanavæðingu landsins. Styrkja þarf einstaklinga og minni fyrirtæki svo þau geti með einfaldari hætti haslað sér völl og styrkt samfélögin sín með störfum, aukinni flóru og tryggari búsetuskilyrðum. Bregðast þarf við með alvöru hvötum í stað þeirrar íþyngjandi „grænu“ skattastefnu sem ríkt hefur um allt of langt skeið. Við búum öll á sömu eyjunni og því er jöfnun viðskipta- og búsetuskilyrða algjört lykilatriði. Ég trúi á mannlega reisn og mikilvægi þess að fá að ákveða sjálf hvort og þá hvenær ég yfirgef vinnuvettvang minn eftir ævilanga þjónustu. Aðskilnaðarstefnu síðustu áratuga gagnvart eldri borgurum þarf að ljúka. Kjör þeirra þarf að leiðrétta eftir áralöng svikin loforð. Ég trúi því að andlegur styrkur barna okkar sé lykilatriði þess að út í lífið gangi einstaklingar mótaðir af eigin hugsjónum, sjálfstæði og þori óháð bakgrunni eða aðstæðum. Inn í skólakerfið allt þarf að innleiða núvitundar- og hugleiðslutækni sem eðlilegan og fastan grunn á menntunarvegi kynslóða sem þurfa í sívaxandi mæli að takast á við óeðlilegan hraða og blekkjandi flæði nútímans, í samfélagi lituðu af stressi, álagi og óraunhæfum kröfum. Góð andleg heilsa og verkfæri til að takast á við vandamálin í núinu er brýnasta nauðsyn barna okkar. Ég vil beita mér fyrir breytingum á lögum um húsnæðisbætur þannig að m.a. námsmenn í löglegum íbúðarhúsnæðum eigi kost á að nýta sér húsnæðisbætur. Í dag eru lögleg íbúðarhús sett undir sama hatt og ólögleg atvinnuhúsnæði. Þessu þarf að breyta. Ég vil vernda náttúru og hálendi Íslands. Þess vegna leggst ég gegn Miðhálendisþjóðgarði og þeim öflum sem vilja stofnanavæða frelsið sem þar býr. Engin ógalin þjóð myndi að mínu mati gefa um 50% af heildarflatarmáli lands síns til ríkisstofnunar og eyða með því stórum hluta lýðræðisrekins lands. Það er sannarleg landeyðing að mínu mati svo ekki sé talað um það vantraust sem komandi kynslóðum er sýnd með slíkum gjörningi,“ segir í tilkynningunni. Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Norðausturkjördæmi Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Í tilkynningu frá Ágústu kemur fram að hún hafi tekið ákvörðun um að gefa kost á sér vegna fjölda áskorana. „Sem fæddur Reykvíkingur, stoltur Vestur-Skaftfellingur og Austfirðingur sem festi rætur sínar við hinn fallega Öxarfjörð 2003 er ég auðmjúk og mikið þakklát fyrir allar þær kveðjur, hvatningu og stuðning sem ég hef ég fengið og mun sannarlega taka það með mér inn í komandi og skemmtilega tíma framundan,“ segir Ágústa í tilkynningu til fjölmiðla. „Ég er sauðfjárbóndi og ferðaþjónustueigandi með brennandi áhuga á landsbyggðarmálum, náttúru, lýðræði og mannlegri reisn. Ég er menntaður jógakennari og stunda nám á heilsunuddbraut í fjarnámi. Ég er menntaður meirarprófsbílstjóri og hef unnið fjölbreytta vinnu því tengdu um ævina. Síðastliðin fjögur ár hef ég einnig unnið sem sjálfstæður verktaki við skólaakstur. Ég trúi því að styrkur okkar felist í smæðinni og að aldrei hafi verið eins mikilvægt og nú að berjast gegn sístækkandi ríkisbákninu og stofnanavæðingu landsins. Styrkja þarf einstaklinga og minni fyrirtæki svo þau geti með einfaldari hætti haslað sér völl og styrkt samfélögin sín með störfum, aukinni flóru og tryggari búsetuskilyrðum. Bregðast þarf við með alvöru hvötum í stað þeirrar íþyngjandi „grænu“ skattastefnu sem ríkt hefur um allt of langt skeið. Við búum öll á sömu eyjunni og því er jöfnun viðskipta- og búsetuskilyrða algjört lykilatriði. Ég trúi á mannlega reisn og mikilvægi þess að fá að ákveða sjálf hvort og þá hvenær ég yfirgef vinnuvettvang minn eftir ævilanga þjónustu. Aðskilnaðarstefnu síðustu áratuga gagnvart eldri borgurum þarf að ljúka. Kjör þeirra þarf að leiðrétta eftir áralöng svikin loforð. Ég trúi því að andlegur styrkur barna okkar sé lykilatriði þess að út í lífið gangi einstaklingar mótaðir af eigin hugsjónum, sjálfstæði og þori óháð bakgrunni eða aðstæðum. Inn í skólakerfið allt þarf að innleiða núvitundar- og hugleiðslutækni sem eðlilegan og fastan grunn á menntunarvegi kynslóða sem þurfa í sívaxandi mæli að takast á við óeðlilegan hraða og blekkjandi flæði nútímans, í samfélagi lituðu af stressi, álagi og óraunhæfum kröfum. Góð andleg heilsa og verkfæri til að takast á við vandamálin í núinu er brýnasta nauðsyn barna okkar. Ég vil beita mér fyrir breytingum á lögum um húsnæðisbætur þannig að m.a. námsmenn í löglegum íbúðarhúsnæðum eigi kost á að nýta sér húsnæðisbætur. Í dag eru lögleg íbúðarhús sett undir sama hatt og ólögleg atvinnuhúsnæði. Þessu þarf að breyta. Ég vil vernda náttúru og hálendi Íslands. Þess vegna leggst ég gegn Miðhálendisþjóðgarði og þeim öflum sem vilja stofnanavæða frelsið sem þar býr. Engin ógalin þjóð myndi að mínu mati gefa um 50% af heildarflatarmáli lands síns til ríkisstofnunar og eyða með því stórum hluta lýðræðisrekins lands. Það er sannarleg landeyðing að mínu mati svo ekki sé talað um það vantraust sem komandi kynslóðum er sýnd með slíkum gjörningi,“ segir í tilkynningunni.
Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Norðausturkjördæmi Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira