Sögðu áhöfninni að lenda áður en hótunin barst Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2021 10:59 Við lendingu voru blaðamaðurinn og aðgerðasinninn Roman Protasevíts og kærasta hann Sofia Sapega handtekin. EPA/TOMS KALNINS Flugumferðarstjórar í Minsk sögðu áhöfn flugvélar RyanAir að snúa flugvélinni við og lenda í borginni vegna meintrar sprengjuhótunar, áður en hótunin sjálf barst. Um hálftíma eftir að flugstjóranum var sagt að snúa flugvélinni barst tölvupóstur til nokkurra flugvalla þar sem hótað var að sprengja flugvélina í loft upp yfir Vilníus. Þegar flugvélin var á leið frá Grikklandi til Litháens um helgina, barst flugstjóra hennar skilaboð frá flugumferðarstjórum í Minsk um að mögulega væri sprengja um borð í flugvélinni. Honum var gert að lenda í Minsk og var orrustuþota send til að fylgja flugvélinni til lendingar. Við lendingu voru blaðamaðurinn og aðgerðasinninn Roman Protasevíts og kærasta hann Sofia Sapega handtekin. Sjá einnig: „Ég veit að dauðadómur bíður mín í Hvíta-Rússlandi“ Atvikið hefur vakið mikla reiði meðal ráðamanna í Evrópu, sem hafa lýst því sem flugráni og ríkisstyrktu hryðjuverki. Í frétt Spiegel segir að flugvélinni hafi verið flogið inn í lofthelgi Hvíta-Rússlands um klukkan 12:30 að staðartíma á sunnudaginn. Nánast samstundis hafi flugumferðarstjórar tilkynnt flugstjóra flugvélarinnar að þeir hefðu upplýsingar um að sprengja væri um borð og til stæði að sprengja flugvélina í loft upp yfir Litháen. Klukkan 12:47 var flugvélinni snúið til lendingnar í Minsk. Þetta kemur fram í eftirriti af samskiptum flugumferðarstjóra og flugstjórans sem birt var á vef Samgönguráðuneytis Hvíta-Rússlands. Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, hélt því fram í gær að ríkisstjórn hans hefði verið í fullum rétti. Hann sagði sprengjuhótun hafa borist frá aðilum í Sviss, sem hafi sagst vera meðlimir Hamas-samtakanna. Blaðamenn Spiegel hafa séð þann tölvupóst sem innihélt hótunina og var hann ekki sendur til flugvallarins í Minsk fyrr en 12:57. Það er um hálftíma eftir að flugumferðarstjórar í Minsk sögðu flugstjóranum að lenda þar. Blaðamenn Daily Beast hafa einnig séð póstinn. Pósturinn barst frá netfangingu ahmed_yurlanov1988@protonmail.com og í honum stóð: „Við, hermenn Hamas, krefjumst þess að Ísrael hætti að skjóta á Gasa-ströndina. Við krefjumst þess að Evrópusambandið láti af stuðningi sínum við Ísrael í þessu stríði.“ Þar segir einnig að Hamas viti að fólk sem hafi sótt viðskiptaráðstefnu í Grikklandi sé á leið til Litháens með þessari tilteknu flugvél og að sprengju hafi verið komið fyrir um borð í heni. „Verði sambandið ekki við þeirri kröfu, mun sprengjan springa yfir Vilníus þann 23. maí. “ Sjá einnig: Óásættanlegt framferði og brot á alþjóðalögum Vert er að taka fram að forsvarsmenn Hamas þvertaka fyrir að pósturinn hafi verið sendur af meðlimum en vopnahlé hafði þegar tekið gildi á Gasa á föstudeginum, tveimur dögum áður en pósturinn var sendur. Þá gera ráðmenn í Evrópu ráð fyrir því að hótunin sé uppspuni og styðja upplýsingar Spiegel það. Markmiðið hafi verið að handtaka Protasevíts. Það hefur vakið furðu að Lúkasjenka sagði hótunina hafa borist frá Sviss. Líklegast þykir að þar hafi um misskilning verið að ræða, þar sem fyrirtækið sem gerir út Protonmail er staðsett í Genf. Hvíta-Rússland Evrópusambandið Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira
Þegar flugvélin var á leið frá Grikklandi til Litháens um helgina, barst flugstjóra hennar skilaboð frá flugumferðarstjórum í Minsk um að mögulega væri sprengja um borð í flugvélinni. Honum var gert að lenda í Minsk og var orrustuþota send til að fylgja flugvélinni til lendingar. Við lendingu voru blaðamaðurinn og aðgerðasinninn Roman Protasevíts og kærasta hann Sofia Sapega handtekin. Sjá einnig: „Ég veit að dauðadómur bíður mín í Hvíta-Rússlandi“ Atvikið hefur vakið mikla reiði meðal ráðamanna í Evrópu, sem hafa lýst því sem flugráni og ríkisstyrktu hryðjuverki. Í frétt Spiegel segir að flugvélinni hafi verið flogið inn í lofthelgi Hvíta-Rússlands um klukkan 12:30 að staðartíma á sunnudaginn. Nánast samstundis hafi flugumferðarstjórar tilkynnt flugstjóra flugvélarinnar að þeir hefðu upplýsingar um að sprengja væri um borð og til stæði að sprengja flugvélina í loft upp yfir Litháen. Klukkan 12:47 var flugvélinni snúið til lendingnar í Minsk. Þetta kemur fram í eftirriti af samskiptum flugumferðarstjóra og flugstjórans sem birt var á vef Samgönguráðuneytis Hvíta-Rússlands. Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, hélt því fram í gær að ríkisstjórn hans hefði verið í fullum rétti. Hann sagði sprengjuhótun hafa borist frá aðilum í Sviss, sem hafi sagst vera meðlimir Hamas-samtakanna. Blaðamenn Spiegel hafa séð þann tölvupóst sem innihélt hótunina og var hann ekki sendur til flugvallarins í Minsk fyrr en 12:57. Það er um hálftíma eftir að flugumferðarstjórar í Minsk sögðu flugstjóranum að lenda þar. Blaðamenn Daily Beast hafa einnig séð póstinn. Pósturinn barst frá netfangingu ahmed_yurlanov1988@protonmail.com og í honum stóð: „Við, hermenn Hamas, krefjumst þess að Ísrael hætti að skjóta á Gasa-ströndina. Við krefjumst þess að Evrópusambandið láti af stuðningi sínum við Ísrael í þessu stríði.“ Þar segir einnig að Hamas viti að fólk sem hafi sótt viðskiptaráðstefnu í Grikklandi sé á leið til Litháens með þessari tilteknu flugvél og að sprengju hafi verið komið fyrir um borð í heni. „Verði sambandið ekki við þeirri kröfu, mun sprengjan springa yfir Vilníus þann 23. maí. “ Sjá einnig: Óásættanlegt framferði og brot á alþjóðalögum Vert er að taka fram að forsvarsmenn Hamas þvertaka fyrir að pósturinn hafi verið sendur af meðlimum en vopnahlé hafði þegar tekið gildi á Gasa á föstudeginum, tveimur dögum áður en pósturinn var sendur. Þá gera ráðmenn í Evrópu ráð fyrir því að hótunin sé uppspuni og styðja upplýsingar Spiegel það. Markmiðið hafi verið að handtaka Protasevíts. Það hefur vakið furðu að Lúkasjenka sagði hótunina hafa borist frá Sviss. Líklegast þykir að þar hafi um misskilning verið að ræða, þar sem fyrirtækið sem gerir út Protonmail er staðsett í Genf.
Hvíta-Rússland Evrópusambandið Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira