Axel var aðeins átján ára gamall þegar hann féll fyrir borð fiskiskips í Vopnafirði þann 18. maí í fyrra. Tugir björgunarsveitamanna tóku þátt í leitinni sem stóð yfir í rúma viku.
Líkamsleifar Axels fundust í fjörunni í Vopnafirði 1. apríl síðastliðinn og hafði þær rekið þar á land. Í samráði við kennslanefnd ríkislögreglustjóra voru líkamsleifarnar sendar til réttarlæknisfræðilegrar rannsóknar á Landspítala og til DNA greiningar í Svíþjóð.