Bjarni segir stefnt á sölu á allt að 35% hlut í Íslandsbanka um miðjan næsta mánuð Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. maí 2021 17:30 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir stefnt að sölu á allt að þrjátíu og fimm prósenta hlut í Íslandsbanka um miðjan næsta mánuð. Leitað verður til erlendra fjárfesta en ráðherra vonar að almenningur taki virkan þátt í útboðinu og geti keypt hlut fyrir allt niður í fimmtíu þúsund krónur. Bankasýsla ríkisins og Íslandsbanki staðfestu í morgun áform um fyrirhugaða sölu á hlut í Íslandsbanka. Þar kemur fram að hlutafjárútboð geti að óbreyttu farið fram fyrir lok næsta mánaðar. Fjármálaráðherra segir vinnu við útboðslýsingu á lokametrunum og að í kjölfarið fari fram kynningar fyrir fjárfesta. „Ég tel að þetta ferli geti klárast í júnímánuði. Þannig er tímalínan og hún virðist ætla að halda,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Hvenær í júní? „Rétt í kringum miðjan júní eða upp úr því.“ Stjórn bankans mun óska eftir því að allt hlutafé bankans verði skráð á markað í kauphöllinni en 25 til 35 prósenta hlutur verður boðinn til sölu í útboðinu sem fer fram í tveimur hlutum. Annars vegar til íslenskra fagfjárfesta og almennings og hins vegar í lokuðu útboði til erlendra fjárfesta. „Eftir því sem mér sýnist er verið að láta reyna á möguleikann til þess að fá áhuga að utan en ég held að við séum hér fyrst og fremst að horfa til heimamarkaðarins,“ segir Bjarni. Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars og fjórðungshlutur gæti því skilað ríkissjóði um 45 milljörðum króna. Bjarni leggur áherslu á dreift eignarhald og að viðmið um tilboðsfjárhæðir verði ekki of ströng. Við erum auðvitað að vonast eftir því að það verði áhugi hér innanlands, meðal annars hjá almenningi. Línan sem kom héðan frá þinginu var meðal annars sú að það mætti ekki vera of há viðmið um það hversu há eða lág tilboðin þyrftu að vera. Það megi vera með mjög lág tilboð og geta þannig tekið þátt. Þá erum við að tala um í hundrað þúsundum króna eða allt niður í fimmtíu þúsund krónur. Þetta eru atriðin sem er verið að fínpússa um þessar mundir.“ Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars.vísir/Vilhelm Samkvæmt tilkynningu Bankasýslunnar má ekki selja frekari hlut í bankanum fyrr en að 180 dögum liðnum eftir fyrsta viðskiptadag hlutabréfanna í kauphöllinni. Bjarni segir ákvörðun um frekari sölu og næstu skref því vera í höndum næstu ríkisstjórnar. „En ég hef lengi haft þá sýn sjálfur að við ættum að nota fyrsta tækifæri til þess að draga úr eignarhaldi ríkisins á Íslandsbanka og svo erum við með þessa eigendastefnu fyrir Landsbankann um að vera áfram ráðandi eigandi þar.“ Bjarni telur markaðsaðstæður góðar til bankasölu. „Aðstæður hafa breyst ótrúlega á einu ári og ástæðan fyrir því að við ákváðum að stíga þetta skref og láta reyna á þetta að þessu sinni er sú að markaðir hafa verið að hækka mjög verulega og það hefur birt til, dálítið óvænt inni í covid-ástandinu. Þetta virðst hafa haldið ágætlega og þetta er því að ganga eftir og þess vegna kom þessi tilkynning í dag um að menn sjái ekki annað en að það geti gengið eftir að hægt verði að skrá bankann.“ Salan á Íslandsbanka Alþingi Efnahagsmál Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Bankasýsla ríkisins og Íslandsbanki staðfestu í morgun áform um fyrirhugaða sölu á hlut í Íslandsbanka. Þar kemur fram að hlutafjárútboð geti að óbreyttu farið fram fyrir lok næsta mánaðar. Fjármálaráðherra segir vinnu við útboðslýsingu á lokametrunum og að í kjölfarið fari fram kynningar fyrir fjárfesta. „Ég tel að þetta ferli geti klárast í júnímánuði. Þannig er tímalínan og hún virðist ætla að halda,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Hvenær í júní? „Rétt í kringum miðjan júní eða upp úr því.“ Stjórn bankans mun óska eftir því að allt hlutafé bankans verði skráð á markað í kauphöllinni en 25 til 35 prósenta hlutur verður boðinn til sölu í útboðinu sem fer fram í tveimur hlutum. Annars vegar til íslenskra fagfjárfesta og almennings og hins vegar í lokuðu útboði til erlendra fjárfesta. „Eftir því sem mér sýnist er verið að láta reyna á möguleikann til þess að fá áhuga að utan en ég held að við séum hér fyrst og fremst að horfa til heimamarkaðarins,“ segir Bjarni. Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars og fjórðungshlutur gæti því skilað ríkissjóði um 45 milljörðum króna. Bjarni leggur áherslu á dreift eignarhald og að viðmið um tilboðsfjárhæðir verði ekki of ströng. Við erum auðvitað að vonast eftir því að það verði áhugi hér innanlands, meðal annars hjá almenningi. Línan sem kom héðan frá þinginu var meðal annars sú að það mætti ekki vera of há viðmið um það hversu há eða lág tilboðin þyrftu að vera. Það megi vera með mjög lág tilboð og geta þannig tekið þátt. Þá erum við að tala um í hundrað þúsundum króna eða allt niður í fimmtíu þúsund krónur. Þetta eru atriðin sem er verið að fínpússa um þessar mundir.“ Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars.vísir/Vilhelm Samkvæmt tilkynningu Bankasýslunnar má ekki selja frekari hlut í bankanum fyrr en að 180 dögum liðnum eftir fyrsta viðskiptadag hlutabréfanna í kauphöllinni. Bjarni segir ákvörðun um frekari sölu og næstu skref því vera í höndum næstu ríkisstjórnar. „En ég hef lengi haft þá sýn sjálfur að við ættum að nota fyrsta tækifæri til þess að draga úr eignarhaldi ríkisins á Íslandsbanka og svo erum við með þessa eigendastefnu fyrir Landsbankann um að vera áfram ráðandi eigandi þar.“ Bjarni telur markaðsaðstæður góðar til bankasölu. „Aðstæður hafa breyst ótrúlega á einu ári og ástæðan fyrir því að við ákváðum að stíga þetta skref og láta reyna á þetta að þessu sinni er sú að markaðir hafa verið að hækka mjög verulega og það hefur birt til, dálítið óvænt inni í covid-ástandinu. Þetta virðst hafa haldið ágætlega og þetta er því að ganga eftir og þess vegna kom þessi tilkynning í dag um að menn sjái ekki annað en að það geti gengið eftir að hægt verði að skrá bankann.“
Salan á Íslandsbanka Alþingi Efnahagsmál Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira