Nike hætti samstarfi við Neymar vegna ásakana um kynferðisofbeldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2021 08:30 Neymar er leikmaður Paris Saint-Germain og hefur verið lengi í hópi bestu knattspyrnumanna heims. EPA-EFE/PETER POWELL Það kom mörgum nokkuð á óvart á síðasta ári þegar brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar og bandaríski íþróttavöruframleiðandinn Nike hættu skyndilega samstarfi sínu. Nú er ástæðan komin fram í dagsljósið. The Wall Street Journal segir frá því að fimmtán ára samstarf Neymar og Nike hafi endað vegna ásakana á hendur honum um kynferðisofbeldi. Starfsmaður Nike sakaði Neymar um reyna að þvinga hana til að hafa munnmök við hann á hótelherbergi í New York City þegar þau voru bæði stödd á Nike viðburði árið 2016. Breaking: Nike split with soccer star Neymar last year after the company began investigating an allegation by an employee that he had sexually assaulted her, people familiar with the matter say. He denies the allegation. https://t.co/SHqQNXOepR— The Wall Street Journal (@WSJ) May 27, 2021 Starfsmaðurinn sendi inn kvörtun árið 2018 og Nike réð utanaðkomandi lögfræðifyrirtæki til að rannsaka málið árið 2019. Nike tók jafnframt þá ákvörðun um að hætta að nota Neymar í auglýsingar og annað markaðsefni á meðan rannsókninni stóð. Fimmtán ára samstarf Nike og Neymar endaði síðan árið 2020 og hann samdi í framhaldi við þýska íþróttavöruframleiðandann Puma. Fyrirtækið segist hafa hætt samstarfi við knattspyrnustjörnuna vegna þess að hann neitaði að taka þátt í rannsókn á ásökunum starfsmannsins sem forráðamönnum Nike þóttu trúverðugar. Statement from Nike about cutting ties with soccer star Neymar: pic.twitter.com/xPoiAeR2Tp— Reggie Wade (@ReggieWade) May 28, 2021 Í frétt Wall Street Journal kom fram að Neymar átti ennþá eftir níu ár af samningi sínum við Nike þegar honum var rift. Þetta er ekki fyrsta svona mál tengt Neymar. Ung kona sakaði Neymar um nauðgun árið 2019 en hann neitaði alfarið sök í því máli málið var seinna látið niður falla. Franski boltinn Meistaradeild Evrópu Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Sjá meira
The Wall Street Journal segir frá því að fimmtán ára samstarf Neymar og Nike hafi endað vegna ásakana á hendur honum um kynferðisofbeldi. Starfsmaður Nike sakaði Neymar um reyna að þvinga hana til að hafa munnmök við hann á hótelherbergi í New York City þegar þau voru bæði stödd á Nike viðburði árið 2016. Breaking: Nike split with soccer star Neymar last year after the company began investigating an allegation by an employee that he had sexually assaulted her, people familiar with the matter say. He denies the allegation. https://t.co/SHqQNXOepR— The Wall Street Journal (@WSJ) May 27, 2021 Starfsmaðurinn sendi inn kvörtun árið 2018 og Nike réð utanaðkomandi lögfræðifyrirtæki til að rannsaka málið árið 2019. Nike tók jafnframt þá ákvörðun um að hætta að nota Neymar í auglýsingar og annað markaðsefni á meðan rannsókninni stóð. Fimmtán ára samstarf Nike og Neymar endaði síðan árið 2020 og hann samdi í framhaldi við þýska íþróttavöruframleiðandann Puma. Fyrirtækið segist hafa hætt samstarfi við knattspyrnustjörnuna vegna þess að hann neitaði að taka þátt í rannsókn á ásökunum starfsmannsins sem forráðamönnum Nike þóttu trúverðugar. Statement from Nike about cutting ties with soccer star Neymar: pic.twitter.com/xPoiAeR2Tp— Reggie Wade (@ReggieWade) May 28, 2021 Í frétt Wall Street Journal kom fram að Neymar átti ennþá eftir níu ár af samningi sínum við Nike þegar honum var rift. Þetta er ekki fyrsta svona mál tengt Neymar. Ung kona sakaði Neymar um nauðgun árið 2019 en hann neitaði alfarið sök í því máli málið var seinna látið niður falla.
Franski boltinn Meistaradeild Evrópu Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti