Hvað kenndi Covid okkur? Gunnar Hnefill Örlygsson skrifar 28. maí 2021 14:01 Aftur í öldum fyrir nútíma samskipti, tók langan tíma að koma boðum milli landshorna. Þá voru skeyti, bréf og boð borin áfram af embættismönnum sem kallaðir voru landspóstar. Samkvæmt tilskipun frá árinu 1776 skyldu þeir fara þrjár leiðir um landið þrisvar á ári. Eðlilega í ljósi samskipta, sem voru jafn stopul og þá, byggist landstjórn og stjórnsýsla að mestu leyti upp á einum stað, Reykjavík. En í tímans rás hefur margt tekið breytingum, samgöngur hafa eflst og batnað, tækni hefur fleygt svo fram, að formæður okkar og -feður hefðu varla getað gert sér í hugarlund hvað framtíðin bæri í skauti sér. Eitt hefur þó staðist tímans tönn og það er sú staðreynd að stofnanir og ríkisfyrirtæki hafa að mestu byggst upp á einum stað á þessu víðferma og fagra landi okkar. Í mars á síðasta ári var veröld okkar umturnað af völdum þess vágest sem Covid veiran er. Við brugðumst við og með samstöðu, breyttum okkar venjum til að vernda samfélag okkar og samborgara. Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Viðbrögð okkar við þessum breyttu aðstæðum voru meðal annars, að færa fjölda starfa út úr skrifstofubyggingum í borginni og í heimahús. Við getum því spurt okkur; Hvað kenndi Covid okkur? Jú, að fjölda starfa má sinna annar staðar en í skrifstofubyggingum staðsettum í Reykjavík. Ég vil líta svo á að hér sé sóknarfæri fyrir landsbyggðina. Í mínu kjördæmi, Norðausturkjördæmi, sem nær frá Siglufirði til Djúpavogs, eru 3 megin svæði, Eyjafjörður, Þingeyjarsýslur og Austurland. Öll þessi svæði eru vel í stakk búin til þess að taka við fleiri störfum og stofnunum. Það mun styrkja hinar dreifðari byggðir, auk þess að færa ungu fólki af landsbyggðinni, sem haldið hefur til framhaldsnáms, tækifæri til aukins frelsis við val á búsetu og aukin kost á að snúa aftur heim. Samhliða því mun með þessu nást veruleg hagræðing varðandi húsnæðiskostnað, því fasteigna- og leiguverð á landsbyggðinni er til muna lægra en í höfuðborginni. Temjum okkur tækifærin, sem framfarir og tæknin býður. Horfum björtum augum til framtíðar og þeirra möguleika sem þar eru. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. laugardaginn þann 29. maí 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Gunnar Hnefill Örlygsson Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Aftur í öldum fyrir nútíma samskipti, tók langan tíma að koma boðum milli landshorna. Þá voru skeyti, bréf og boð borin áfram af embættismönnum sem kallaðir voru landspóstar. Samkvæmt tilskipun frá árinu 1776 skyldu þeir fara þrjár leiðir um landið þrisvar á ári. Eðlilega í ljósi samskipta, sem voru jafn stopul og þá, byggist landstjórn og stjórnsýsla að mestu leyti upp á einum stað, Reykjavík. En í tímans rás hefur margt tekið breytingum, samgöngur hafa eflst og batnað, tækni hefur fleygt svo fram, að formæður okkar og -feður hefðu varla getað gert sér í hugarlund hvað framtíðin bæri í skauti sér. Eitt hefur þó staðist tímans tönn og það er sú staðreynd að stofnanir og ríkisfyrirtæki hafa að mestu byggst upp á einum stað á þessu víðferma og fagra landi okkar. Í mars á síðasta ári var veröld okkar umturnað af völdum þess vágest sem Covid veiran er. Við brugðumst við og með samstöðu, breyttum okkar venjum til að vernda samfélag okkar og samborgara. Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Viðbrögð okkar við þessum breyttu aðstæðum voru meðal annars, að færa fjölda starfa út úr skrifstofubyggingum í borginni og í heimahús. Við getum því spurt okkur; Hvað kenndi Covid okkur? Jú, að fjölda starfa má sinna annar staðar en í skrifstofubyggingum staðsettum í Reykjavík. Ég vil líta svo á að hér sé sóknarfæri fyrir landsbyggðina. Í mínu kjördæmi, Norðausturkjördæmi, sem nær frá Siglufirði til Djúpavogs, eru 3 megin svæði, Eyjafjörður, Þingeyjarsýslur og Austurland. Öll þessi svæði eru vel í stakk búin til þess að taka við fleiri störfum og stofnunum. Það mun styrkja hinar dreifðari byggðir, auk þess að færa ungu fólki af landsbyggðinni, sem haldið hefur til framhaldsnáms, tækifæri til aukins frelsis við val á búsetu og aukin kost á að snúa aftur heim. Samhliða því mun með þessu nást veruleg hagræðing varðandi húsnæðiskostnað, því fasteigna- og leiguverð á landsbyggðinni er til muna lægra en í höfuðborginni. Temjum okkur tækifærin, sem framfarir og tæknin býður. Horfum björtum augum til framtíðar og þeirra möguleika sem þar eru. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. laugardaginn þann 29. maí 2021.
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun