Rússar reiðir yfir viðbrögðunum gegn Hvíta-Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 28. maí 2021 15:18 Alexander Lúkasjenka og Vladimír Pútín, forsetar Hvíta-Rússlands og Rússlands, á fundi í Moskvu í apríl. EPA/MIKHAIL KLIMENTYEV Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt ákvörðun Evrópusambandsins um að meina flugfélögum sem rekin eru í aðildarríkjum að fljúga inn í lofthelgi Hvíta-Rússlands. María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneyti Rússlands, segir að með því sé ESB að ógna öryggi flugfarþega og að ákvörðunin sé „algerlega óábyrg“. Áhafnir tveggja evrópskra farþegaþota fengu ekki leyfi til að fljúga inn í lofthelgi Rússlands í gær og var engin ástæða gefin. Flugáætlanir beggja flugvélarinnar gerðu ráð fyrir því að flogið yrði framhjá Hvíta-Rússlandi og hefur BBC eftir talsmanni Air France, sem gerir út aðra flugvélina, að þeim hafi verið tjáð að neitunin tengdist Hvíta-Rússlandi. Sjá einnig: Rússar hafna flugáætlunum sem sneiða hjá Hvíta-Rússlandi Dímítrí Peskov, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sagði í morgun að ákvörðunin væri byggð á því að til stóð að fljúga flugvélunum inn í Rússland á óhefðbundnum leiðum og því fylgdi „tæknileg vandamál“, samkvæmt Tass fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins. Einhverjum flugvélum sem sniðið hafa hjá Hvíta-Rússlandi hefur verið hleypt inn í lofthelgi Rússlands í dag. Forsvarsmenn ESB tóku áðurnefnda ákvörðun í kjölfar þess að áhöfn þotu RyanAir var þvinguð til að lenda í Minsk um helgina, svo hægt væri að handa blaðamanninn og aðgerðasinnan Roman Protasevíts, sem hefur komið að skipulagningu umfangsmikilla mótmæla í Hvíta-Rússlandi, og rússneska kærustu hans. Ráðamenn í Evrópu hafa brugðist reiðir við þessu atviki og hafa lýst því sem flugráni og ríkisstyrktu hryðjuverki. Nema í Rússlandi, þar sem ráðamenn hafa lofað ríkisstjórn Alexanders Lúkasjenka, sem gjarnan er kallaður síðasti einræðisherra Evrópu, og sagt Hvítrússa hafa farið eftir lögum. Rússlands er helsta bandalagsríki Lúkasjenkas en hann hefur lagt leið sína til Sochi í Rússlandi í dag til að Pútín. Er það í þriðja sinn á árinu sem þeir funda, samkvæmt frétt BBC. Ljóst er að yfirvöld Hvíta-Rússlands munu tapa töluverðum peningum vegna ákvörðunar ESB en von er á fleiri refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum gegn Hvíta-Rússlandi og Lúkasjenka á næstunni. Samkvæmt blaðamanni FT byrjaði fundur Lúkasjenka og Pútíns í dag á umræðu um að þeir gætu farið að synda í Svartahafi. Lukashenko-Putin meeting underway in Sochi. "The weather's great in Sochi! The sea's getting warmer, we can go swimming!" says Putin."Thanks for inviting me to meet on a Friday so we can go and take a dip in the sea, I understood your offer," says Lukashenko. pic.twitter.com/bLMnjHYeRx— max seddon (@maxseddon) May 28, 2021 Hvíta-Rússland Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Óásættanlegt framferði og brot á alþjóðalögum Atlantshafsbandalagið krafðist þess í dag að hvítrússnesku stjórnarandstæðingarnir sem voru handteknir eftir að flugi þeirra með RyanAir var stýrt af leið og lent í Minsk verði leystir úr haldi. Utanríkisráðherra segir málið með ólíkindum. 26. maí 2021 19:01 Fengu ekki að fljúga inn í lofthelgi Frakklands Flugvél Belavia, flugfélags frá Hvíta-Rússlandi, sem átti að lenda í Barcelona í dag var snúið aftur til Minsk. Það var gert eftir að flugumferðarstjórar í Póllandi tilkynntu flugstjóra flugvélarinnar að hann fengi ekki leyfi til að fljúga inn í lofthelgi Frakklands. 26. maí 2021 14:58 Gaf í skyn að flugvélin hefði getað verið skotin niður Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, gaf í skyn í morgun að hann hefði getað látið skjóta niður farþegaþotu RyanAir í lofthelgi ríkisins um helgina. Áhöfn flugvélarinnar var þvinguð til að lenda í Minsk þar sem tveir farþegar hennar voru handteknir. 26. maí 2021 09:40 „Ég veit að dauðadómur bíður mín í Hvíta-Rússlandi“ Farþegar í flugvél RyanAir sem snúið var af leið og lent í Minsk í Hvíta-Rússlandi um helgina segja blaðamanninn og aðgerðasinnan Roman Protasevíts hafa augljóslega verið hræddan, þegar flugstjóri flugvélarinnar tilkynnti að henni yrði lent í Minsk. 25. maí 2021 13:45 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Áhafnir tveggja evrópskra farþegaþota fengu ekki leyfi til að fljúga inn í lofthelgi Rússlands í gær og var engin ástæða gefin. Flugáætlanir beggja flugvélarinnar gerðu ráð fyrir því að flogið yrði framhjá Hvíta-Rússlandi og hefur BBC eftir talsmanni Air France, sem gerir út aðra flugvélina, að þeim hafi verið tjáð að neitunin tengdist Hvíta-Rússlandi. Sjá einnig: Rússar hafna flugáætlunum sem sneiða hjá Hvíta-Rússlandi Dímítrí Peskov, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sagði í morgun að ákvörðunin væri byggð á því að til stóð að fljúga flugvélunum inn í Rússland á óhefðbundnum leiðum og því fylgdi „tæknileg vandamál“, samkvæmt Tass fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins. Einhverjum flugvélum sem sniðið hafa hjá Hvíta-Rússlandi hefur verið hleypt inn í lofthelgi Rússlands í dag. Forsvarsmenn ESB tóku áðurnefnda ákvörðun í kjölfar þess að áhöfn þotu RyanAir var þvinguð til að lenda í Minsk um helgina, svo hægt væri að handa blaðamanninn og aðgerðasinnan Roman Protasevíts, sem hefur komið að skipulagningu umfangsmikilla mótmæla í Hvíta-Rússlandi, og rússneska kærustu hans. Ráðamenn í Evrópu hafa brugðist reiðir við þessu atviki og hafa lýst því sem flugráni og ríkisstyrktu hryðjuverki. Nema í Rússlandi, þar sem ráðamenn hafa lofað ríkisstjórn Alexanders Lúkasjenka, sem gjarnan er kallaður síðasti einræðisherra Evrópu, og sagt Hvítrússa hafa farið eftir lögum. Rússlands er helsta bandalagsríki Lúkasjenkas en hann hefur lagt leið sína til Sochi í Rússlandi í dag til að Pútín. Er það í þriðja sinn á árinu sem þeir funda, samkvæmt frétt BBC. Ljóst er að yfirvöld Hvíta-Rússlands munu tapa töluverðum peningum vegna ákvörðunar ESB en von er á fleiri refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum gegn Hvíta-Rússlandi og Lúkasjenka á næstunni. Samkvæmt blaðamanni FT byrjaði fundur Lúkasjenka og Pútíns í dag á umræðu um að þeir gætu farið að synda í Svartahafi. Lukashenko-Putin meeting underway in Sochi. "The weather's great in Sochi! The sea's getting warmer, we can go swimming!" says Putin."Thanks for inviting me to meet on a Friday so we can go and take a dip in the sea, I understood your offer," says Lukashenko. pic.twitter.com/bLMnjHYeRx— max seddon (@maxseddon) May 28, 2021
Hvíta-Rússland Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Óásættanlegt framferði og brot á alþjóðalögum Atlantshafsbandalagið krafðist þess í dag að hvítrússnesku stjórnarandstæðingarnir sem voru handteknir eftir að flugi þeirra með RyanAir var stýrt af leið og lent í Minsk verði leystir úr haldi. Utanríkisráðherra segir málið með ólíkindum. 26. maí 2021 19:01 Fengu ekki að fljúga inn í lofthelgi Frakklands Flugvél Belavia, flugfélags frá Hvíta-Rússlandi, sem átti að lenda í Barcelona í dag var snúið aftur til Minsk. Það var gert eftir að flugumferðarstjórar í Póllandi tilkynntu flugstjóra flugvélarinnar að hann fengi ekki leyfi til að fljúga inn í lofthelgi Frakklands. 26. maí 2021 14:58 Gaf í skyn að flugvélin hefði getað verið skotin niður Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, gaf í skyn í morgun að hann hefði getað látið skjóta niður farþegaþotu RyanAir í lofthelgi ríkisins um helgina. Áhöfn flugvélarinnar var þvinguð til að lenda í Minsk þar sem tveir farþegar hennar voru handteknir. 26. maí 2021 09:40 „Ég veit að dauðadómur bíður mín í Hvíta-Rússlandi“ Farþegar í flugvél RyanAir sem snúið var af leið og lent í Minsk í Hvíta-Rússlandi um helgina segja blaðamanninn og aðgerðasinnan Roman Protasevíts hafa augljóslega verið hræddan, þegar flugstjóri flugvélarinnar tilkynnti að henni yrði lent í Minsk. 25. maí 2021 13:45 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Óásættanlegt framferði og brot á alþjóðalögum Atlantshafsbandalagið krafðist þess í dag að hvítrússnesku stjórnarandstæðingarnir sem voru handteknir eftir að flugi þeirra með RyanAir var stýrt af leið og lent í Minsk verði leystir úr haldi. Utanríkisráðherra segir málið með ólíkindum. 26. maí 2021 19:01
Fengu ekki að fljúga inn í lofthelgi Frakklands Flugvél Belavia, flugfélags frá Hvíta-Rússlandi, sem átti að lenda í Barcelona í dag var snúið aftur til Minsk. Það var gert eftir að flugumferðarstjórar í Póllandi tilkynntu flugstjóra flugvélarinnar að hann fengi ekki leyfi til að fljúga inn í lofthelgi Frakklands. 26. maí 2021 14:58
Gaf í skyn að flugvélin hefði getað verið skotin niður Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, gaf í skyn í morgun að hann hefði getað látið skjóta niður farþegaþotu RyanAir í lofthelgi ríkisins um helgina. Áhöfn flugvélarinnar var þvinguð til að lenda í Minsk þar sem tveir farþegar hennar voru handteknir. 26. maí 2021 09:40
„Ég veit að dauðadómur bíður mín í Hvíta-Rússlandi“ Farþegar í flugvél RyanAir sem snúið var af leið og lent í Minsk í Hvíta-Rússlandi um helgina segja blaðamanninn og aðgerðasinnan Roman Protasevíts hafa augljóslega verið hræddan, þegar flugstjóri flugvélarinnar tilkynnti að henni yrði lent í Minsk. 25. maí 2021 13:45