Kórónuveirufaraldurinn haft djúpstæð áhrif á vinnumarkaðinn Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. maí 2021 19:35 Sara Öldudóttir, vinnumarkaðssérfræðingur hjá ASÍ. Vísir/Einar Árnason Kórónuveirufaraldurinn skilur eftir sig djúp sár á íslenskum vinnumarkaði og kemur meira niður á viðkvæmum hópum en í aðrar kreppur hér á landi, að mati ASÍ. Faraldurinn hafi leitt til umfangsmeira atvinnuleysis en áður hafi sést. Alþýðusamband Íslands birti í dag skýrslu sína um íslenskan vinnumarkað og þau áhrif sem covid hefur haft á atvinnulíf og afkomu launafólks. Þar kemur fram að þrátt fyrir að efnahagslegur samdráttur hafi reynst minni en óttast var í fyrstu hafi kreppan haft djúpstæð áhrif. „Covid hefur leitt til stigs atvinnuleysis á Íslandi sem við höfum ekki séð áður, umfangsmeira en í hruninu. Þessi atvinnumissir hefur komið verst niður á fólki sem var í lægri enda tekjudreifingarinnar og nú fer hópur langtíma atvinnulausra ört stækkandi,” segir Sara Öldudóttir, vinnumarkaðssérfræðingur hjá ASÍ. Atvinnuleysi hafi vissulega farið dvínandi en það sé áhyggjuefni að þriðjungur atvinnulausra hafi verið það í lengri tíma. „Á fyrstu tólf mánuðum atvinnuleysisins þá verður fólk að jafnaði fyrir 37 prósent tekjumissi miðað við fyrri tekjur. Það er að sjálfsögðu eilítið ólíkt á milli tekjuhópa á miðað við fyrri tekjur og tekjumissirinn er meiri á meðal þeirra sem voru með hærri tekjur. En tekjumissirinn er þó að lágmarki 25 prósent á fyrstu tólf mánuðum atvinnuleysisins” Kreppan hafi bitnað meira á tekjulágum, öfugt við það sem átti sér stað í bankahruninu. ASÍ hefur lagt fram tillögur til úrbóta sem fela meðal annars í sér umbætur atvinnuleysistrygginga og sérstaka ungmennatryggingu sem tryggir ungmennum ráðgjöf, störf og fleira. „Það er fyrirséð að Vinnumálastofnun mun gegna veigameira hlutverki í íslensku samfélagi í ljósi þessarar framtíðaráskorana, sem meðal annars felast í tæknibreytingum, örari breytingum á vinnumarkaði, auknu misrétti og meiri áhættu fyrir þá sem eru þegar jaðarsettir, svo sem innflytjendur og ungt fólk.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Sjá meira
Alþýðusamband Íslands birti í dag skýrslu sína um íslenskan vinnumarkað og þau áhrif sem covid hefur haft á atvinnulíf og afkomu launafólks. Þar kemur fram að þrátt fyrir að efnahagslegur samdráttur hafi reynst minni en óttast var í fyrstu hafi kreppan haft djúpstæð áhrif. „Covid hefur leitt til stigs atvinnuleysis á Íslandi sem við höfum ekki séð áður, umfangsmeira en í hruninu. Þessi atvinnumissir hefur komið verst niður á fólki sem var í lægri enda tekjudreifingarinnar og nú fer hópur langtíma atvinnulausra ört stækkandi,” segir Sara Öldudóttir, vinnumarkaðssérfræðingur hjá ASÍ. Atvinnuleysi hafi vissulega farið dvínandi en það sé áhyggjuefni að þriðjungur atvinnulausra hafi verið það í lengri tíma. „Á fyrstu tólf mánuðum atvinnuleysisins þá verður fólk að jafnaði fyrir 37 prósent tekjumissi miðað við fyrri tekjur. Það er að sjálfsögðu eilítið ólíkt á milli tekjuhópa á miðað við fyrri tekjur og tekjumissirinn er meiri á meðal þeirra sem voru með hærri tekjur. En tekjumissirinn er þó að lágmarki 25 prósent á fyrstu tólf mánuðum atvinnuleysisins” Kreppan hafi bitnað meira á tekjulágum, öfugt við það sem átti sér stað í bankahruninu. ASÍ hefur lagt fram tillögur til úrbóta sem fela meðal annars í sér umbætur atvinnuleysistrygginga og sérstaka ungmennatryggingu sem tryggir ungmennum ráðgjöf, störf og fleira. „Það er fyrirséð að Vinnumálastofnun mun gegna veigameira hlutverki í íslensku samfélagi í ljósi þessarar framtíðaráskorana, sem meðal annars felast í tæknibreytingum, örari breytingum á vinnumarkaði, auknu misrétti og meiri áhættu fyrir þá sem eru þegar jaðarsettir, svo sem innflytjendur og ungt fólk.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Sjá meira