Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Haukar 25-35 | Óárennilegir deildarmeistarar í kjörstöðu Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 31. maí 2021 21:14 Haukar - FH Olís deild karla vetur 2021 handbolti HSÍ Foto: Hulda Margrét Óladóttir/Hulda Margrét Haukar unnu sannfærandi tíu marka sigur á Aftureldingu, 35-25 í Mosfellsbænum. Leikurinn fór hratt af stað en Haukar skoruðu fyrsta mark leiksins eftir aðeins nokkrar sekúndur og eru komnir með þriggja marka forystu, 4-1 eftir aðeins fimm mínútna leik. Afturelding ná að minnka niður í eitt mark fimm mínútum seinna en það dugði ekki til og má segja að leikurinn hafi ráðist strax á fyrstu mínútu. Staðan í hálfleik var 17-11 Haukum í vil en þá hafði Afturelding verið einum eða tveimur færri á átta mínútur af þrjátíu. Haukar byrjuðu strax af krafti í seinni hálfleik og héldu forystunni það sem eftir var í að minnsta kosti sex mörkum. Þegar fimm mínútur voru liðnar af seinni hálfleik fékk Stefán Rafn Sigurmannsson að lýta rauða spjaldið eftir hans þriðju brottvísun. Það hafði þó engin áhrif á Haukana sem gáfu bara í. Leikurinn varð aldrei spennandi en Haukar náði tíu marka forystu þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Þeir héldu þeirri forystu út leikinn og unnu þeir því tíu marka sigur, 35-25. Afhverju unnu Haukar? Haukar börðust virkilega vel allan leikinn en þeir náðu strax góðri forystu í byrjun leiks. Þeir spiluðu þétta vörn sem Afturelding átti erfitt með að komast í gegnum. Haukar náðu að stela boltanum nokkrum sinnum af Aftureldingu og keyrðu vel í bakið á þeim en þeir voru með átta hraðaupphlaupsmörk í kvöld. Einnig fiskuðu þeir átta víti. Hverjir stóðu uppúr? Orri Freyr Þorkelsson var markahæstur í liði Hauka með tíu mörk. Á eftir honum kom Tjörvi Þorgeirsson með sex mörk og tvö fiskuð víti. Hjá aftureldingu var Blær Hinriksson markahæstur með sjö mörk og var Úlfur Monsi með sex mörk. Hvað gekk illa? Aftureldingu gekk illa að komast í gegnum sterka vörn Hauka sem varð til þess að höndin var mjög oft uppi. Mosfellingarnir voru með marga tapaða bolta í dag og keyrðu gestirnir hart í bakið á þeim í staðinn. Markvarslan var frekar slöpp hjá báðum liðum og tókst leikmönnum beggja liða að klúðra dýrmætum dauðafærum. Hvað gerist næst? Seinni leikur liðanna í átta liða úrslitum mun eiga sér stað fimmtudaginn 3. júní á Ásvöllum. Leikurinn hefst klukkan 19:40 og verður sýndur í beinni á Stöð2sport. Til þess að komast áfram í undanúrslit þarf Afturelding að vinna Haukana með ellefu mörkum. Orri Freyr Þorkelsson, hornamaður Hauka: „Þetta var bara frábær byrjun á þessari úrslitakeppni. Við erum búnir að vera að spila vel og erum búnir að vera með góðar æfingar. Hópurinn er búinn að vera í góðu standi og miðað við frammistöðuna í dag þá er ég mjög ánægður með liðið og að ná tíu marka sigri í fyrsta leik er bara mjög gott.“ „Við ætlum bara að leggja upp með það sama á fimmtudaginn, að vinna leikinn. Afturelding munu pottþétt koma vel gíraðir inn í þann leik þó að það sé svona munur. Það getur allt gerst þegar svona uppsetning er á mótinu. Maður hefur alveg séð tíu marka sveiflur í handboltanum.“ „Við gerum bara það sama og í dag. Við mætum bara klárir og æfum vel í vikunni, tökum recovery og þeir sem þurfa kíkja á sjúkraþjálfarann. Það er bara það eina í stöðunni.“ Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar: „Tæknifeilarnir voru kannski dýrkeyptir í kvöld og munurinn var alveg óþarflega stór. Mér fannst við gera of marga einfalda feila sem kostuðu einföld mörk í markið og það var okkur erfitt. En það var margt sem við gerðum vel.“ „Ég er sérstaklega ánægður með fyrri hálfleikinn en í seinni hálfleik vorum við líka orðnir bensínlausir svona síðustu tíu til fimmtán mínúturnar. Auðvitað eru menn búnir að vera að spila allan tímann og eðlilegt að vera þreyttir. Við duttum aðeins niður og fengum ekki alvge sömu markvörslu í seinni hálfleik eins og í fyrri. Þetta var kannski of stórt að mínu mati.“ „Við ætlum að gera eins á fimmtudaginn og við gerðum í kvöld, við gáfum gjörsamlega allt í þetta. Ég er hrikalega ánægður með það sem strákarnir gáfu í þetta. Það er margt sem ennþá, við getum bætt okkur svolítið og auðvitað eru ákveðnir hlutir sem ég vil að við gerum betur á fimmtudaginn. Ég vil fá betri frammistöðu og við munum gefa allt í þennan leik á fimmtudaginn. Við ætlum okkur að reyna að vinna hann. Það er margt sem við getum lagað núna á milli leikja og við getum komið með betri leik á fimmtudaginn.“ Olís-deild karla Afturelding Haukar
Haukar unnu sannfærandi tíu marka sigur á Aftureldingu, 35-25 í Mosfellsbænum. Leikurinn fór hratt af stað en Haukar skoruðu fyrsta mark leiksins eftir aðeins nokkrar sekúndur og eru komnir með þriggja marka forystu, 4-1 eftir aðeins fimm mínútna leik. Afturelding ná að minnka niður í eitt mark fimm mínútum seinna en það dugði ekki til og má segja að leikurinn hafi ráðist strax á fyrstu mínútu. Staðan í hálfleik var 17-11 Haukum í vil en þá hafði Afturelding verið einum eða tveimur færri á átta mínútur af þrjátíu. Haukar byrjuðu strax af krafti í seinni hálfleik og héldu forystunni það sem eftir var í að minnsta kosti sex mörkum. Þegar fimm mínútur voru liðnar af seinni hálfleik fékk Stefán Rafn Sigurmannsson að lýta rauða spjaldið eftir hans þriðju brottvísun. Það hafði þó engin áhrif á Haukana sem gáfu bara í. Leikurinn varð aldrei spennandi en Haukar náði tíu marka forystu þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Þeir héldu þeirri forystu út leikinn og unnu þeir því tíu marka sigur, 35-25. Afhverju unnu Haukar? Haukar börðust virkilega vel allan leikinn en þeir náðu strax góðri forystu í byrjun leiks. Þeir spiluðu þétta vörn sem Afturelding átti erfitt með að komast í gegnum. Haukar náðu að stela boltanum nokkrum sinnum af Aftureldingu og keyrðu vel í bakið á þeim en þeir voru með átta hraðaupphlaupsmörk í kvöld. Einnig fiskuðu þeir átta víti. Hverjir stóðu uppúr? Orri Freyr Þorkelsson var markahæstur í liði Hauka með tíu mörk. Á eftir honum kom Tjörvi Þorgeirsson með sex mörk og tvö fiskuð víti. Hjá aftureldingu var Blær Hinriksson markahæstur með sjö mörk og var Úlfur Monsi með sex mörk. Hvað gekk illa? Aftureldingu gekk illa að komast í gegnum sterka vörn Hauka sem varð til þess að höndin var mjög oft uppi. Mosfellingarnir voru með marga tapaða bolta í dag og keyrðu gestirnir hart í bakið á þeim í staðinn. Markvarslan var frekar slöpp hjá báðum liðum og tókst leikmönnum beggja liða að klúðra dýrmætum dauðafærum. Hvað gerist næst? Seinni leikur liðanna í átta liða úrslitum mun eiga sér stað fimmtudaginn 3. júní á Ásvöllum. Leikurinn hefst klukkan 19:40 og verður sýndur í beinni á Stöð2sport. Til þess að komast áfram í undanúrslit þarf Afturelding að vinna Haukana með ellefu mörkum. Orri Freyr Þorkelsson, hornamaður Hauka: „Þetta var bara frábær byrjun á þessari úrslitakeppni. Við erum búnir að vera að spila vel og erum búnir að vera með góðar æfingar. Hópurinn er búinn að vera í góðu standi og miðað við frammistöðuna í dag þá er ég mjög ánægður með liðið og að ná tíu marka sigri í fyrsta leik er bara mjög gott.“ „Við ætlum bara að leggja upp með það sama á fimmtudaginn, að vinna leikinn. Afturelding munu pottþétt koma vel gíraðir inn í þann leik þó að það sé svona munur. Það getur allt gerst þegar svona uppsetning er á mótinu. Maður hefur alveg séð tíu marka sveiflur í handboltanum.“ „Við gerum bara það sama og í dag. Við mætum bara klárir og æfum vel í vikunni, tökum recovery og þeir sem þurfa kíkja á sjúkraþjálfarann. Það er bara það eina í stöðunni.“ Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar: „Tæknifeilarnir voru kannski dýrkeyptir í kvöld og munurinn var alveg óþarflega stór. Mér fannst við gera of marga einfalda feila sem kostuðu einföld mörk í markið og það var okkur erfitt. En það var margt sem við gerðum vel.“ „Ég er sérstaklega ánægður með fyrri hálfleikinn en í seinni hálfleik vorum við líka orðnir bensínlausir svona síðustu tíu til fimmtán mínúturnar. Auðvitað eru menn búnir að vera að spila allan tímann og eðlilegt að vera þreyttir. Við duttum aðeins niður og fengum ekki alvge sömu markvörslu í seinni hálfleik eins og í fyrri. Þetta var kannski of stórt að mínu mati.“ „Við ætlum að gera eins á fimmtudaginn og við gerðum í kvöld, við gáfum gjörsamlega allt í þetta. Ég er hrikalega ánægður með það sem strákarnir gáfu í þetta. Það er margt sem ennþá, við getum bætt okkur svolítið og auðvitað eru ákveðnir hlutir sem ég vil að við gerum betur á fimmtudaginn. Ég vil fá betri frammistöðu og við munum gefa allt í þennan leik á fimmtudaginn. Við ætlum okkur að reyna að vinna hann. Það er margt sem við getum lagað núna á milli leikja og við getum komið með betri leik á fimmtudaginn.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti