Andófsmaður reyndi að stinga sig á háls í dómsal Kjartan Kjartansson skrifar 1. júní 2021 16:58 Frá mótmælum gegn einræðisstjórn Lúkasjenka í Portúgal. Mótmælandi heldur á spjaldi með mynd af Roman Protasevits og kærustu hans sem voru handsömuð þegar hvítrússnesk yfirvöld stöðvuðu för farþegaþotu Ryanair í síðasta mánuði. Vísir/EPA Karlmaður sem var handtekinn á mótmælum gegn stjórn Alexanders Lúkasjenka í Hvíta-Rússlandi í fyrra reyndi að stinga sig á háls í dómsal í Minsk þegar honum var sagt að fjölskylda hans og nágrannar gætu verið sóttir til sakar ef hann játaði sig ekki sekan. Reuters-fréttastofan hefur eftir hvítrússneskum fjölmiðlum að Stephan Latypov sé enn lifandi eftir að hann reyndi að skera sig á háls. Lögreglumenn hafi í fyrstu ekki fundið lykil að fangabúrinu og Latypov hafi þegar verið meðvitundarlaus þegar þeir komust að honum. AP-fréttastofan lýsir atvikinu sem svo að Latypov hafi reynt að stinga sjálfan sig í hálsinn með penna til þess að mótmæla kúgun hvítrússneskar stjórnvalda. Honum sé nú haldið sofandi á sjúkrahúsi. Á myndbandsupptökum úr dómsalnum sjáist hann liggjandi á bekk á meðan lögreglumenn bogra yfir honum og áhorfendur í dómsal öskra. Á öðru myndbandi sjáist Latypov borinn út í sjúkrabíl með að því er virðist blóð á skyrtunni sinni. Sviatlana Tsikhanouskaya, stjórnarandstæðingur sem er í útlegð, tísti um að Patypov væri hvítrússneskur aðgerðasinni og pólitískur fangi. Honum hefði verið hótað með ofsóknum gegn fjölskyldu hans ef hann játaði ekki á sig sök. „Þetta er afleiðing hryðjuverka ríkisins, kúgunar, pyntinga í Hvíta-Rússlandi. Við verðum að stöðva þær strax!“ tísti Tsikhanouskaya. AP segir að áður en Latypov reyndi að stinga sig í hálsinn hafi hann sagt föður sínum að lögreglan hefði hótað honum að hefja sakamálarannsókn á ættingum og vinum ef hann játaði ekki sök. Undirbúa refsiaðgerðir vegna handtökur Protasevits Latypov var handtekinn í september í umfangsmiklum aðgerðum stjórnar Lúkasjenka til þess að berja niður andóf og fjölmenn mótmæli í kjölfar umdeildra forsetakosninga í ágúst. Hann var handtekinn þegar hann reyndi að koma í veg fyrir að ríkisstarfsmenn máluðu yfir slagorð stjórnarandstöðunnar sem höfðu verið krotuð á vegg. Yfirvöld ákærðu Latypov fyrir að skipuleggja óeirðir, sýna lögreglu mótþróa og fjársvik. Í fjölmiðlum hefur hann verið sakaður um að hafa ætlað að eitra fyrir lögreglumönnum. Hann hefur neitað allri sök. Evrópusambandið er nú sagt undirbúa refsiaðgerðir gegn hvítrússneska ríkisflugfélaginu og hópi embættismanna hjá flugmálayfirvöldum í landinu eftir að Lúkasjenka lét stöðva för evrópskrar farþegaþotu til að hafa hendur í hári andófsmanns í útlegð fyrir rúmri viku. Þá segir Reuters að frekari efnahagsþvinganir gegn stjórn Lúkasjenka séu á teikniborðinu. Evrópskir ráðamenn hafa sakað hvítrússnesk stjórnvöld um flugrán þegar þau þvinguðu þotu Ryanair sem var á leið frá Grikklandi til Litháen til að lenda í Minsk. Þegar vélin lenti nauðug þar handtóku yfirvöld Roman Protasevits, ungan blaða- og andófsmann, og kærustu hans sem voru um borð. Þau eru nú í haldi hvítrússneskra stjórnvalda, sökuð um að hafa lagt á ráðin um mótmælin í fyrra. Hvíta-Rússland Evrópusambandið Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira
Reuters-fréttastofan hefur eftir hvítrússneskum fjölmiðlum að Stephan Latypov sé enn lifandi eftir að hann reyndi að skera sig á háls. Lögreglumenn hafi í fyrstu ekki fundið lykil að fangabúrinu og Latypov hafi þegar verið meðvitundarlaus þegar þeir komust að honum. AP-fréttastofan lýsir atvikinu sem svo að Latypov hafi reynt að stinga sjálfan sig í hálsinn með penna til þess að mótmæla kúgun hvítrússneskar stjórnvalda. Honum sé nú haldið sofandi á sjúkrahúsi. Á myndbandsupptökum úr dómsalnum sjáist hann liggjandi á bekk á meðan lögreglumenn bogra yfir honum og áhorfendur í dómsal öskra. Á öðru myndbandi sjáist Latypov borinn út í sjúkrabíl með að því er virðist blóð á skyrtunni sinni. Sviatlana Tsikhanouskaya, stjórnarandstæðingur sem er í útlegð, tísti um að Patypov væri hvítrússneskur aðgerðasinni og pólitískur fangi. Honum hefði verið hótað með ofsóknum gegn fjölskyldu hans ef hann játaði ekki á sig sök. „Þetta er afleiðing hryðjuverka ríkisins, kúgunar, pyntinga í Hvíta-Rússlandi. Við verðum að stöðva þær strax!“ tísti Tsikhanouskaya. AP segir að áður en Latypov reyndi að stinga sig í hálsinn hafi hann sagt föður sínum að lögreglan hefði hótað honum að hefja sakamálarannsókn á ættingum og vinum ef hann játaði ekki sök. Undirbúa refsiaðgerðir vegna handtökur Protasevits Latypov var handtekinn í september í umfangsmiklum aðgerðum stjórnar Lúkasjenka til þess að berja niður andóf og fjölmenn mótmæli í kjölfar umdeildra forsetakosninga í ágúst. Hann var handtekinn þegar hann reyndi að koma í veg fyrir að ríkisstarfsmenn máluðu yfir slagorð stjórnarandstöðunnar sem höfðu verið krotuð á vegg. Yfirvöld ákærðu Latypov fyrir að skipuleggja óeirðir, sýna lögreglu mótþróa og fjársvik. Í fjölmiðlum hefur hann verið sakaður um að hafa ætlað að eitra fyrir lögreglumönnum. Hann hefur neitað allri sök. Evrópusambandið er nú sagt undirbúa refsiaðgerðir gegn hvítrússneska ríkisflugfélaginu og hópi embættismanna hjá flugmálayfirvöldum í landinu eftir að Lúkasjenka lét stöðva för evrópskrar farþegaþotu til að hafa hendur í hári andófsmanns í útlegð fyrir rúmri viku. Þá segir Reuters að frekari efnahagsþvinganir gegn stjórn Lúkasjenka séu á teikniborðinu. Evrópskir ráðamenn hafa sakað hvítrússnesk stjórnvöld um flugrán þegar þau þvinguðu þotu Ryanair sem var á leið frá Grikklandi til Litháen til að lenda í Minsk. Þegar vélin lenti nauðug þar handtóku yfirvöld Roman Protasevits, ungan blaða- og andófsmann, og kærustu hans sem voru um borð. Þau eru nú í haldi hvítrússneskra stjórnvalda, sökuð um að hafa lagt á ráðin um mótmælin í fyrra.
Hvíta-Rússland Evrópusambandið Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira