Inflúensufaraldrar og hjarta- og æðasjúkdómar draga úr aukningu lífslíka Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. júní 2021 11:38 Í evrópsku skýrslunni er sérstaklega fjallað um heilbrigði ungbarna. Meðallífslíkur íbúa í ESB-ríkjunum er nú 81 ár, að því er fram kemur í Talnabrunni Embættis landlæknis. Lífslíkur hafa aukist minna í Vestur-Evrópu síðustu ár en áratugina þar á undan, meðal annars vegna skæðra inflúensufaraldra og dauðsfalla af völdum hjarta- og æðasjúkdóma. Í Talnabrunninum er byggt á skýrslunni Health at a Glance: Europe 2020 en þar segir einnig að kórónuveirufaraldurinn muni líklega hafa áhrif á lífslíkur í ríkjum Evrópu og jafnvel draga úr þeim. Þrjátíu ára karlmenn með litla menntun lifa um sjö árum skemur en karlmenn með háskólagráðu. Munurinn er þrjú ár meðal kvenna. Staðan er svipuð hérlendis, þar sem þrítugir karlmenn með grunnmenntun geta átt von á því að lifa fimm árum skemur en karlmenn með háskólagráðu. Hjartasjúkdómar og krabbamein eru enn helstu dánarmein Evrópubúa og valda samanlagt um 60 prósent allra dauðsfalla. „Um 40% fólks eldra en 65 ára segist vera með tvo eða fleiri langvinna sjúkdóma og um 30% telja sig glíma við erfiðleika sem hafa áhrif á daglegt líf og sem gætu krafist þjónustu til langs tíma,“ segir í Talnabrunni. Útgjöld til heilbrigðismála hærra á Íslandi en í Evrópu Í skýrslunni er sérstaklega fjallað um heilbrigði ungbarna og birt tölfræði um tíðni lágrar fæðingarþyngdar. Hún er lægst á Íslandi eða um 3,6 prósent. Meðaltalið í Evrópu er 6,6 prósent og staðan verst í Kýpur, Grikklandi og Búlgaríu. Þá segir að árlega megi rekja um 700 þúsund dauðsföll til reykinga en um fimmtungur fullorðinna Evrópubúa reykir enn daglega. Á Íslandi er hlutfallið 7 prósent. Áfengisneysla er talin valda hátt í 290 þúsund dauðsföllum en þriðjungur fullorðinna í Evrópusambandsríkjunum sagðist reglulega neyta áfengis í óhóflegu magni. Talið er að einn af hverjum sex fullorðnum glími við offitu í Evrópu en hlutfallið er hærra á Íslandi, einn af fjórum. Árið 2019 námu útgjöld til heilbrigðismála að meðaltali 8,3 prósentum í ESB-ríkjunum. Hlutfallið var hæst í Þýskalandi, 11 prósent, en lægst í Lúxemborg og Rúmeníu, 6 prósent. Á Íslandi var hlutfallið 8,8 prósent. Heilbrigðismál Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Fleiri fréttir Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Sjá meira
Í Talnabrunninum er byggt á skýrslunni Health at a Glance: Europe 2020 en þar segir einnig að kórónuveirufaraldurinn muni líklega hafa áhrif á lífslíkur í ríkjum Evrópu og jafnvel draga úr þeim. Þrjátíu ára karlmenn með litla menntun lifa um sjö árum skemur en karlmenn með háskólagráðu. Munurinn er þrjú ár meðal kvenna. Staðan er svipuð hérlendis, þar sem þrítugir karlmenn með grunnmenntun geta átt von á því að lifa fimm árum skemur en karlmenn með háskólagráðu. Hjartasjúkdómar og krabbamein eru enn helstu dánarmein Evrópubúa og valda samanlagt um 60 prósent allra dauðsfalla. „Um 40% fólks eldra en 65 ára segist vera með tvo eða fleiri langvinna sjúkdóma og um 30% telja sig glíma við erfiðleika sem hafa áhrif á daglegt líf og sem gætu krafist þjónustu til langs tíma,“ segir í Talnabrunni. Útgjöld til heilbrigðismála hærra á Íslandi en í Evrópu Í skýrslunni er sérstaklega fjallað um heilbrigði ungbarna og birt tölfræði um tíðni lágrar fæðingarþyngdar. Hún er lægst á Íslandi eða um 3,6 prósent. Meðaltalið í Evrópu er 6,6 prósent og staðan verst í Kýpur, Grikklandi og Búlgaríu. Þá segir að árlega megi rekja um 700 þúsund dauðsföll til reykinga en um fimmtungur fullorðinna Evrópubúa reykir enn daglega. Á Íslandi er hlutfallið 7 prósent. Áfengisneysla er talin valda hátt í 290 þúsund dauðsföllum en þriðjungur fullorðinna í Evrópusambandsríkjunum sagðist reglulega neyta áfengis í óhóflegu magni. Talið er að einn af hverjum sex fullorðnum glími við offitu í Evrópu en hlutfallið er hærra á Íslandi, einn af fjórum. Árið 2019 námu útgjöld til heilbrigðismála að meðaltali 8,3 prósentum í ESB-ríkjunum. Hlutfallið var hæst í Þýskalandi, 11 prósent, en lægst í Lúxemborg og Rúmeníu, 6 prósent. Á Íslandi var hlutfallið 8,8 prósent.
Heilbrigðismál Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Fleiri fréttir Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent