Mætast í þriðja sinn á einni viku Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. júní 2021 14:31 Hákon Daði Styrmisson og félagar í ÍBV mæta í Kaplakrika í kvöld. vísir/hulda margrét FH og ÍBV mætast í kvöld í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla. Þetta er þriðji leikur liðanna á viku. Liðin mættust fyrst í lokaumferð Olís-deildarinnar síðasta fimmtudag. Þar vann FH tveggja marka sigur, 28-26. Það þýddi að Eyjamenn lentu í 7. sæti og lentu þannig gegn FH-ingum í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Liðin mættust í Vestmannaeyjum á þriðjudaginn og gerðu 31-31 jafntefli í hörkuleik. Eyjamenn voru yfir nánast allan tímann en FH-ingar voru aldrei langt undan og fengu meira að segja tækifæri til að vinna leikinn undir lokin. Þetta var fimmta heimsókn FH-inga til Eyja í úrslitakeppni og þeir hafa aldrei snúið til baka með sigur í farteskinu. FH-ingar standa ágætlega að vígi eftir leikinn á þriðjudaginn enda skoruðu þeir 31 mark á útivelli. Úrslitakeppnin í ár er með óvenjulegu sniði. Leikið er heima og að heiman eins og í Evrópukeppnum og gildir samanlagður árangur í leikjunum tveimur. Ef staðan er jöfn samanlagt eftir leikina tvo fer liðið sem skoraði fleiri mörk á útivelli áfram. Þar gætu öll mörkin sem FH-ingar skoruðu í Eyjum reynst dýrmæt. Ef leikurinn í kvöld endar með 31-31 eins og fyrri leikurinn ráðast úrslit einvígisins í vítakastkeppni. Ekki verður gripið til framlengingarinnar heldur verður beint á vítalínuna. Síðast fór leikur í úrslitakeppni karla í vítakeppni 2017. Fram vann þá Hauka, sem voru Íslandsmeistarar, í oddaleik á Ásvöllum í átta liða úrslitunum. Staðan eftir var jöfn eftir venjulegan leiktíma og tvær framlengingar en Fram vann vítakeppnina, 4-2. Ungur markvörður að nafni Viktor Gísli Hallgrímsson sló eftirminnilega í gegn í þessu einvígi. Hákon Daði Styrmisson, leikmaður ÍBV, var leikmaður Hauka á þessum tíma. Hann skoraði úr sínu víti í vítakeppninni. FH og ÍBV hafa mæst þrisvar sinnum í röð í úrslitakeppninni. Tímabilið 2017-18 urðu Eyjamenn Íslandsmeistarar eftir sigur á FH-ingum í úrslitum, 3-1. Liðin áttust einnig við tímabilið á eftir, í átta liða úrslitunum þar sem ÍBV fór áfram, 2-0. Engin úrslitakeppni var svo á síðasta tímabili. Sigurvegarinn úr einvíginu mætir liðinu sem fer áfram úr rimmu Selfoss og Stjörnunnar. Leikur FH og ÍBV hefst klukkan 18:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla FH ÍBV Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sport Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Liðin mættust fyrst í lokaumferð Olís-deildarinnar síðasta fimmtudag. Þar vann FH tveggja marka sigur, 28-26. Það þýddi að Eyjamenn lentu í 7. sæti og lentu þannig gegn FH-ingum í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Liðin mættust í Vestmannaeyjum á þriðjudaginn og gerðu 31-31 jafntefli í hörkuleik. Eyjamenn voru yfir nánast allan tímann en FH-ingar voru aldrei langt undan og fengu meira að segja tækifæri til að vinna leikinn undir lokin. Þetta var fimmta heimsókn FH-inga til Eyja í úrslitakeppni og þeir hafa aldrei snúið til baka með sigur í farteskinu. FH-ingar standa ágætlega að vígi eftir leikinn á þriðjudaginn enda skoruðu þeir 31 mark á útivelli. Úrslitakeppnin í ár er með óvenjulegu sniði. Leikið er heima og að heiman eins og í Evrópukeppnum og gildir samanlagður árangur í leikjunum tveimur. Ef staðan er jöfn samanlagt eftir leikina tvo fer liðið sem skoraði fleiri mörk á útivelli áfram. Þar gætu öll mörkin sem FH-ingar skoruðu í Eyjum reynst dýrmæt. Ef leikurinn í kvöld endar með 31-31 eins og fyrri leikurinn ráðast úrslit einvígisins í vítakastkeppni. Ekki verður gripið til framlengingarinnar heldur verður beint á vítalínuna. Síðast fór leikur í úrslitakeppni karla í vítakeppni 2017. Fram vann þá Hauka, sem voru Íslandsmeistarar, í oddaleik á Ásvöllum í átta liða úrslitunum. Staðan eftir var jöfn eftir venjulegan leiktíma og tvær framlengingar en Fram vann vítakeppnina, 4-2. Ungur markvörður að nafni Viktor Gísli Hallgrímsson sló eftirminnilega í gegn í þessu einvígi. Hákon Daði Styrmisson, leikmaður ÍBV, var leikmaður Hauka á þessum tíma. Hann skoraði úr sínu víti í vítakeppninni. FH og ÍBV hafa mæst þrisvar sinnum í röð í úrslitakeppninni. Tímabilið 2017-18 urðu Eyjamenn Íslandsmeistarar eftir sigur á FH-ingum í úrslitum, 3-1. Liðin áttust einnig við tímabilið á eftir, í átta liða úrslitunum þar sem ÍBV fór áfram, 2-0. Engin úrslitakeppni var svo á síðasta tímabili. Sigurvegarinn úr einvíginu mætir liðinu sem fer áfram úr rimmu Selfoss og Stjörnunnar. Leikur FH og ÍBV hefst klukkan 18:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla FH ÍBV Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sport Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira