Seinni bylgjan: Ótrúlega rólegar undir pressu og þjálfarinn sultuslakur Sindri Sverrisson skrifar 3. júní 2021 16:32 KA/Þór hefur þegar fagnað sínum fyrsta deildarmeistaratitli og á möguleika á fyrsta Íslandsmeistaratitlinum. Til þess þarf liðið einn sigur í viðbót. vísir/hulda margrét Leikmenn og þjálfari KA/Þórs sýndu aðdáunarverða yfirvegun og öryggi í sigrinum á Val í úrslitum Íslandsmóts kvenna í handbolta, að mati sérfræðinga Seinni bylgjunnar. KA/Þór vann fyrsta leik einvígisins á Akureyri í gærkvöld, 24-21, í veglegri útsendingu á Stöð 2 Sport 4, og þarf því aðeins einn sigur til að landa Íslandsmeistaratitlinum. Eftir leik í gær ræddi Svava Kristín Gretarsdóttir við þær Sigurlaugu Rúnarsdóttur og Írisi Ástu Pétursdóttur um leikinn. Til að mynda það hve öflugt lið KA/Þórs væri í að skora mörk seint í sínum sóknum, þegar dómarar leiksins hefðu lyft upp hendi til merkis um að þeir væru að fara að dæma leiktöf: Drottningin Rut haggast ekki „Það er ótrúlegt hvað þær eru rólegar undir pressu. Þær eru svo góðar í að spila langar sóknir og það er magnað hvað þær ná að uppskera mikið með höndina uppi,“ sagði Svava. Sigurlaug sagði Rut Jónsdóttur lykilleikmann í þessum efnum: „Þið voruð að taka viðtal við drottninguna Rut. Hún haggast ekki. Hún er svo jarðbundin og stabíl, og miðlar þessu áfram eins og Aldís [Ásta Heimisdóttir] sagði. Höndin fer rosalega oft upp en þær panikka ekki. Þær halda alltaf sínu striki og það er einn af styrkleikunum þeirra,“ sagði Sigurlaug en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Alltaf yfirvegun hjá KA/Þór „Þegar þær fengu tvær mínútur og voru einum færri þá spiluðu þær sókn, svo kom eitt hraðaupphlaup frá Val, og eftir sókn KA/Þórs númer tvö voru tuttugu sekúndur eftir af þessum tveimur mínútum. Valur náði bara að skora eitt mark,“ sagði Íris Ásta. Spurning hvort að þjálfarinn smiti út frá sér „Þær misstíga sig nánast ekki neitt. Flest lið eiga „slæman kafla“ en það er bara ekki til hjá KA/Þórs liðinu. Það er ótrúlega dýrmætt, að það komi aldrei kafli þar sem þær spila illa og fá á sig óvenju mörg mörk. Þær eru agaðar og mjög jarðbundnar, og virtust ekkert brjálæðislega stressaðar þó það sé samt góð stemning í liðinu,“ sagði Sigurlaug og Íris Ásta benti á að KA/Þór hefði varla tapað boltanum í sóknarleik sínum lengst af í leiknum. „Og þjálfarinn er sultuslakur. Það er spurning hvort að það smiti frá sér líka,“ sagði Sigurlaug, hrifin af því hvernig Andri Snær Stefánsson þjálfari deildarmeistaranna hagaði sér á hliðarlínunni og í leikhléum. Seinni bylgjan Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KA/Þór - Valur 24-21 | Heimastúlkur tóku forystuna í úrslitaeinvíginu KA/Þór er komið yfir í úrslitaeinvíginu gegn Val í Olís-deild kvenna en liðin mættust í fyrsta sinn á Akureyri í kvöld. Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér titilinn. 2. júní 2021 19:26 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Sjá meira
KA/Þór vann fyrsta leik einvígisins á Akureyri í gærkvöld, 24-21, í veglegri útsendingu á Stöð 2 Sport 4, og þarf því aðeins einn sigur til að landa Íslandsmeistaratitlinum. Eftir leik í gær ræddi Svava Kristín Gretarsdóttir við þær Sigurlaugu Rúnarsdóttur og Írisi Ástu Pétursdóttur um leikinn. Til að mynda það hve öflugt lið KA/Þórs væri í að skora mörk seint í sínum sóknum, þegar dómarar leiksins hefðu lyft upp hendi til merkis um að þeir væru að fara að dæma leiktöf: Drottningin Rut haggast ekki „Það er ótrúlegt hvað þær eru rólegar undir pressu. Þær eru svo góðar í að spila langar sóknir og það er magnað hvað þær ná að uppskera mikið með höndina uppi,“ sagði Svava. Sigurlaug sagði Rut Jónsdóttur lykilleikmann í þessum efnum: „Þið voruð að taka viðtal við drottninguna Rut. Hún haggast ekki. Hún er svo jarðbundin og stabíl, og miðlar þessu áfram eins og Aldís [Ásta Heimisdóttir] sagði. Höndin fer rosalega oft upp en þær panikka ekki. Þær halda alltaf sínu striki og það er einn af styrkleikunum þeirra,“ sagði Sigurlaug en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Alltaf yfirvegun hjá KA/Þór „Þegar þær fengu tvær mínútur og voru einum færri þá spiluðu þær sókn, svo kom eitt hraðaupphlaup frá Val, og eftir sókn KA/Þórs númer tvö voru tuttugu sekúndur eftir af þessum tveimur mínútum. Valur náði bara að skora eitt mark,“ sagði Íris Ásta. Spurning hvort að þjálfarinn smiti út frá sér „Þær misstíga sig nánast ekki neitt. Flest lið eiga „slæman kafla“ en það er bara ekki til hjá KA/Þórs liðinu. Það er ótrúlega dýrmætt, að það komi aldrei kafli þar sem þær spila illa og fá á sig óvenju mörg mörk. Þær eru agaðar og mjög jarðbundnar, og virtust ekkert brjálæðislega stressaðar þó það sé samt góð stemning í liðinu,“ sagði Sigurlaug og Íris Ásta benti á að KA/Þór hefði varla tapað boltanum í sóknarleik sínum lengst af í leiknum. „Og þjálfarinn er sultuslakur. Það er spurning hvort að það smiti frá sér líka,“ sagði Sigurlaug, hrifin af því hvernig Andri Snær Stefánsson þjálfari deildarmeistaranna hagaði sér á hliðarlínunni og í leikhléum.
Seinni bylgjan Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KA/Þór - Valur 24-21 | Heimastúlkur tóku forystuna í úrslitaeinvíginu KA/Þór er komið yfir í úrslitaeinvíginu gegn Val í Olís-deild kvenna en liðin mættust í fyrsta sinn á Akureyri í kvöld. Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér titilinn. 2. júní 2021 19:26 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KA/Þór - Valur 24-21 | Heimastúlkur tóku forystuna í úrslitaeinvíginu KA/Þór er komið yfir í úrslitaeinvíginu gegn Val í Olís-deild kvenna en liðin mættust í fyrsta sinn á Akureyri í kvöld. Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér titilinn. 2. júní 2021 19:26