Skoða að fjölga frambjóðendum fyrir forsetakosningarnar í Íran Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2021 14:24 Ali Khamenei, æðstiklerkur og æðsti leiðtogi Írans, skipaði varðamannaráðinu að fara aftur yfir frambjóðendur sem það hafnaði. Vísir/EPA Sérstök kjörnefnd sem fer yfir hæfi forsetaframbjóðenda í Íran segist ætla að endurskoða ákvörðun sína um að hafna nokkrum þekktum frambjóðendum. Rouhani forseti er á meðal þeirra sem hafa mótmælt fákeppni í frambjóðendahópnum. Svonefnt varðmannaráð sem metur hvort að frambjóðendur séu nægilega hollir írönsku byltingunni bannaði Mahmoud Ahmadinejad, fyrrverandi forseta, Eshaq Jahangiri, varaforseta, og Ali Larijani, fyrrverandi þingforseta, að bjóða sig fram í síðustu viku. Ali Khamenei, æðsti klerkur og leiðtogi Íran, skipaði helming fulltrúa í ráðinu. Eftir stóð Ebrahim Raisi, forseti hæstaréttar sem er talinn forsetaefni Khamenei auk nokkurra annarra harðlínumanna á bandi leiðtogans og léttvigtarmanna. Virtist leiðin því hafa verið rudd til að Raisi ynni auðveldan sigur. Hassan Rouhani, forseti, skrifaði Khamenei bréf til að mótmæla ákvörðuninni um að vísa frambjóðendum sem gætu ógnað Raisi frá. Rouhani er sjálfur ekki kjörgengur vegna ákvæða í stjórnarskrá um hversu lengi forseti getur setið í embætti. Reuters-fréttastofan segir að varðamannaráðið hafi gefið frá sér yfirlýsingu í dag þar sem kom fram að það ætlaði sér að fara aftur yfir þá frambjóðendur sem það taldi ekki hæfa til að bjóða sig fram. Khamenei hafi hlutast til um það og ákvarðanir hans væru endanlegar. „Varðmannaráðið mun brátt kynna álit sitt og viðurkenna að það er ekki óskeikult,“ sagði talsmaður ráðsins. Kosningarnar fara fram 18. júní en kannanir benda til þess að kjörsókn verði dræm. Margir kjósendur eru sagðir áhugalausir þar sem að úrslit kosninganna virðist ráðin fyrir fram. Íran Tengdar fréttir Ahmadinejad aftur í forsetaframboð Mahmoud Ahmadinejad, fyrrverandi forseti Írans, hefur skráð sig í framboð að nýju fyrir forsetakosningar sem fara fram í júní. Í forsetatíð sinni var Ahmadinejad þekktur sem harðlínumaður en hefur undanfarið reynt að hasla sér völl sem miðjumaður og verið gagnrýninn á klerkastjórnina. 12. maí 2021 11:18 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira
Svonefnt varðmannaráð sem metur hvort að frambjóðendur séu nægilega hollir írönsku byltingunni bannaði Mahmoud Ahmadinejad, fyrrverandi forseta, Eshaq Jahangiri, varaforseta, og Ali Larijani, fyrrverandi þingforseta, að bjóða sig fram í síðustu viku. Ali Khamenei, æðsti klerkur og leiðtogi Íran, skipaði helming fulltrúa í ráðinu. Eftir stóð Ebrahim Raisi, forseti hæstaréttar sem er talinn forsetaefni Khamenei auk nokkurra annarra harðlínumanna á bandi leiðtogans og léttvigtarmanna. Virtist leiðin því hafa verið rudd til að Raisi ynni auðveldan sigur. Hassan Rouhani, forseti, skrifaði Khamenei bréf til að mótmæla ákvörðuninni um að vísa frambjóðendum sem gætu ógnað Raisi frá. Rouhani er sjálfur ekki kjörgengur vegna ákvæða í stjórnarskrá um hversu lengi forseti getur setið í embætti. Reuters-fréttastofan segir að varðamannaráðið hafi gefið frá sér yfirlýsingu í dag þar sem kom fram að það ætlaði sér að fara aftur yfir þá frambjóðendur sem það taldi ekki hæfa til að bjóða sig fram. Khamenei hafi hlutast til um það og ákvarðanir hans væru endanlegar. „Varðmannaráðið mun brátt kynna álit sitt og viðurkenna að það er ekki óskeikult,“ sagði talsmaður ráðsins. Kosningarnar fara fram 18. júní en kannanir benda til þess að kjörsókn verði dræm. Margir kjósendur eru sagðir áhugalausir þar sem að úrslit kosninganna virðist ráðin fyrir fram.
Íran Tengdar fréttir Ahmadinejad aftur í forsetaframboð Mahmoud Ahmadinejad, fyrrverandi forseti Írans, hefur skráð sig í framboð að nýju fyrir forsetakosningar sem fara fram í júní. Í forsetatíð sinni var Ahmadinejad þekktur sem harðlínumaður en hefur undanfarið reynt að hasla sér völl sem miðjumaður og verið gagnrýninn á klerkastjórnina. 12. maí 2021 11:18 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira
Ahmadinejad aftur í forsetaframboð Mahmoud Ahmadinejad, fyrrverandi forseti Írans, hefur skráð sig í framboð að nýju fyrir forsetakosningar sem fara fram í júní. Í forsetatíð sinni var Ahmadinejad þekktur sem harðlínumaður en hefur undanfarið reynt að hasla sér völl sem miðjumaður og verið gagnrýninn á klerkastjórnina. 12. maí 2021 11:18