Síðustu dagar kjörtímabilsins að renna upp á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 6. júní 2021 16:21 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fer yfir þau mál sem sennilega ná ekki fram að ganga á kjörtímabilinu og hvað tekur við eftir kosningar í september. Stöð 2/Einar Síðustu dagar þingstarfa á yfirstandandi kjörtímabili eru framundan í vikunni og setja svip sinn á Víglínuna á Stöð 2 í dag. Eldhúsdagsumræður fara fram á morgun og samkvæmt starfsáæltun á þingstörfum á vorþingi að ljúka næst komandi fimmtudag hinn 10. júní. Það horfir ekki vel fyrir þingmannafrumvarpi Katrínar Jakobsdóttur um breytingar á stjórnarskránni. Áætlað er að vorþingi ljúki á fimmtudag.Stöð 2/Einar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mætir í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns á Stöð 2 í dag til að ræða hvaða mál muni hugsanlega daga uppi en þegar hefur komið fram að frumvarp umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð muni ekki ná fram að ganga fyrir kosningar. Þá eru miklar efasemdir um þingmannafrumvarp Katrínar um breytingar á stjórnarskránni. Ef það verður ekki að hluta eða öllu leyti afgreitt út úr nefnd í þessari viku verður væntanlega engin þörf á að boða þing saman í nokkra daga í ágúst til að afgreiða þau mál. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins vill að Íslendingar fari leið Dana í málum hælisleitenda og telur fráleitt að lögleiða neysluskammta fíkniefna.Stöð 2/Einar Í seinni hluta Víglínunnar fær Heimir Már þau Helgu Völu Helgadóttur þingmann Samfylkingarinnar og formann velferðarnefndar og Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins til sín. Miðflokkurinn hélt landsþing um helgina þar sem meðal annars var sterkt kveðið á um stefnuna í málefnum hælisleitenda og mögulega lögleiðingu neysluskammta fíkniefna. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar telur ríkisstjórnina ekki hafa staðið við loforð um öfluga innviðauppbyggingu á kjörtímabilinu.Stöð 2/Einar Þau Helga Vala og Sigmundur Davíð munu einnig leggja dóm sinn á frammistöðu ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu sem senn er á enda. Ef tími vinnst til verður einnig rætt um áherslur flokkanna fyrir komandi kosningar í lok September. Víglínan er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 17:40 og fer fljótlega eftir útsendingu inn á Stöð 2 + þar sem áskrifendur geta horft á þáttinn. Víglínan Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Samfylkingin Vinstri græn Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Það horfir ekki vel fyrir þingmannafrumvarpi Katrínar Jakobsdóttur um breytingar á stjórnarskránni. Áætlað er að vorþingi ljúki á fimmtudag.Stöð 2/Einar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mætir í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns á Stöð 2 í dag til að ræða hvaða mál muni hugsanlega daga uppi en þegar hefur komið fram að frumvarp umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð muni ekki ná fram að ganga fyrir kosningar. Þá eru miklar efasemdir um þingmannafrumvarp Katrínar um breytingar á stjórnarskránni. Ef það verður ekki að hluta eða öllu leyti afgreitt út úr nefnd í þessari viku verður væntanlega engin þörf á að boða þing saman í nokkra daga í ágúst til að afgreiða þau mál. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins vill að Íslendingar fari leið Dana í málum hælisleitenda og telur fráleitt að lögleiða neysluskammta fíkniefna.Stöð 2/Einar Í seinni hluta Víglínunnar fær Heimir Már þau Helgu Völu Helgadóttur þingmann Samfylkingarinnar og formann velferðarnefndar og Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins til sín. Miðflokkurinn hélt landsþing um helgina þar sem meðal annars var sterkt kveðið á um stefnuna í málefnum hælisleitenda og mögulega lögleiðingu neysluskammta fíkniefna. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar telur ríkisstjórnina ekki hafa staðið við loforð um öfluga innviðauppbyggingu á kjörtímabilinu.Stöð 2/Einar Þau Helga Vala og Sigmundur Davíð munu einnig leggja dóm sinn á frammistöðu ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu sem senn er á enda. Ef tími vinnst til verður einnig rætt um áherslur flokkanna fyrir komandi kosningar í lok September. Víglínan er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 17:40 og fer fljótlega eftir útsendingu inn á Stöð 2 + þar sem áskrifendur geta horft á þáttinn.
Víglínan Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Samfylkingin Vinstri græn Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira