Lúxussnekkjur rússneskra auðjöfra í Reykjavíkurhöfn Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. júní 2021 18:42 Lúxussnekkjurnar tvær í Reykjavíkurhöfn; Sailing Yacht A til vinstri og Le Grand Bleu til hægri. Samsett Tvær lúxussnekkjur rússneskra auðjöfra eru nú í Reykjavíkurhöfn. Þar er annars vegar komin snekkjan Sailing Yacht A, sem komið hefur víða við á landinu síðustu vikur, og hins vegar glæsifleyið Le Grand Bleu. Sú fyrrnefnda einkennist af þremur háum möstrum og hefur vakið talsverða athygli á Akureyri og Ísafirði, þar sem henni hefur meðal annars verið lagt að bryggju á ferðalagi eigandans, Andrey Melnichenko. Samkvæmt lista Bloomberg er hann áttundi ríkasti maður Rússlands – og númer 102 í heiminum öllum. Melnichenko er í fríi á Íslandi með fjölskyldu sinni og snæddi til að mynda málsverð á Tjöruhúsinu á Ísafirði fyrir skömmu. Samkvæmt vef Marine Traffick var snekkjan við höfn í Reykjanesbæ í gær áður en henni var siglt til Reykjavíkur. Andrey Melnichenko.Vísir/getty Hin skútan, Le Grand Bleu, er í eigu rússneska olíubarónsins Eugene Shvidler. Snekkjan er 113 metrar á lengd og var sú 36. lengsta sinnar tegundar í heiminum árið 2019, samkvæmt Wikipedia-síðu snekkjunnar. Þar kemur jafnframt fram að Shvidler hafi eignast hana er hann vann veðmál við fyrri eiganda, samlanda sinn Roman Abramovich sem þekktastur er fyrir að eiga breska knattspyrnuliðið Chelsea. Sjálfur á Abramovich glæsisnekkjuna Eclipse, sem var á tímabili stærsta snekkja í einkaeigu á heimsvísu. Eugene Shvidler (t.h.) ásamt félaga sínum Roman Abramovich, fyrri eiganda snekkjunnar Le Grand Bleu.Vísir/getty Reykjavík Rússland Íslandsvinir Tengdar fréttir Drónamyndband sýnir lúxussnekkjuna í allri sinni dýrð á Akureyri Ein stærsta snekkja í heimi, sem ber nafnið Sailing Yacht A og er í eigu rússneska auðjöfursins Andrey Melnichenko, hefur nú verið á Akureyri í viku. Drónamyndband, sem tekið var af snekkjunni við bæinn í gær og nálgast má neðst í fréttinni, sýnir skipið í allri sinni dýrð. 21. apríl 2021 18:50 Ein stærsta lúxussnekkja heims á Akureyri Ein stærsta snekkja í heimi, sem ber nafnið Sailing Yacht A og er í eigu rússneska auðjöfursins Andrey Melnichenko, sigldi inn Eyjafjörð í kvöld og er stödd við Akureyri. Að því er greint er frá á akureyri.net í kvöld verður snekkjan í Krossanesvíkinni á næstunni, jafnvel í einhverjar vikur. 14. apríl 2021 22:19 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Sú fyrrnefnda einkennist af þremur háum möstrum og hefur vakið talsverða athygli á Akureyri og Ísafirði, þar sem henni hefur meðal annars verið lagt að bryggju á ferðalagi eigandans, Andrey Melnichenko. Samkvæmt lista Bloomberg er hann áttundi ríkasti maður Rússlands – og númer 102 í heiminum öllum. Melnichenko er í fríi á Íslandi með fjölskyldu sinni og snæddi til að mynda málsverð á Tjöruhúsinu á Ísafirði fyrir skömmu. Samkvæmt vef Marine Traffick var snekkjan við höfn í Reykjanesbæ í gær áður en henni var siglt til Reykjavíkur. Andrey Melnichenko.Vísir/getty Hin skútan, Le Grand Bleu, er í eigu rússneska olíubarónsins Eugene Shvidler. Snekkjan er 113 metrar á lengd og var sú 36. lengsta sinnar tegundar í heiminum árið 2019, samkvæmt Wikipedia-síðu snekkjunnar. Þar kemur jafnframt fram að Shvidler hafi eignast hana er hann vann veðmál við fyrri eiganda, samlanda sinn Roman Abramovich sem þekktastur er fyrir að eiga breska knattspyrnuliðið Chelsea. Sjálfur á Abramovich glæsisnekkjuna Eclipse, sem var á tímabili stærsta snekkja í einkaeigu á heimsvísu. Eugene Shvidler (t.h.) ásamt félaga sínum Roman Abramovich, fyrri eiganda snekkjunnar Le Grand Bleu.Vísir/getty
Reykjavík Rússland Íslandsvinir Tengdar fréttir Drónamyndband sýnir lúxussnekkjuna í allri sinni dýrð á Akureyri Ein stærsta snekkja í heimi, sem ber nafnið Sailing Yacht A og er í eigu rússneska auðjöfursins Andrey Melnichenko, hefur nú verið á Akureyri í viku. Drónamyndband, sem tekið var af snekkjunni við bæinn í gær og nálgast má neðst í fréttinni, sýnir skipið í allri sinni dýrð. 21. apríl 2021 18:50 Ein stærsta lúxussnekkja heims á Akureyri Ein stærsta snekkja í heimi, sem ber nafnið Sailing Yacht A og er í eigu rússneska auðjöfursins Andrey Melnichenko, sigldi inn Eyjafjörð í kvöld og er stödd við Akureyri. Að því er greint er frá á akureyri.net í kvöld verður snekkjan í Krossanesvíkinni á næstunni, jafnvel í einhverjar vikur. 14. apríl 2021 22:19 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Drónamyndband sýnir lúxussnekkjuna í allri sinni dýrð á Akureyri Ein stærsta snekkja í heimi, sem ber nafnið Sailing Yacht A og er í eigu rússneska auðjöfursins Andrey Melnichenko, hefur nú verið á Akureyri í viku. Drónamyndband, sem tekið var af snekkjunni við bæinn í gær og nálgast má neðst í fréttinni, sýnir skipið í allri sinni dýrð. 21. apríl 2021 18:50
Ein stærsta lúxussnekkja heims á Akureyri Ein stærsta snekkja í heimi, sem ber nafnið Sailing Yacht A og er í eigu rússneska auðjöfursins Andrey Melnichenko, sigldi inn Eyjafjörð í kvöld og er stödd við Akureyri. Að því er greint er frá á akureyri.net í kvöld verður snekkjan í Krossanesvíkinni á næstunni, jafnvel í einhverjar vikur. 14. apríl 2021 22:19