Átján ára ísköld á ögurstundu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. júní 2021 14:03 Rakel Sara Elvarsdóttir skorar hið afar mikilvæga 24. mark KA/Þórs gegn Val. vísir/hulda margrét Hin átján ára Rakel Sara Elvarsdóttir átti stóran þátt í fyrsta Íslandsmeistaratitli KA/Þórs og sýndi oft stáltaugar þegar mest var undir í úrslitakeppninni. Rakel skoraði 24 mörk í fimm leikjum í úrslitakeppninni í aðeins 31 skoti sem gerir 77 prósent skotnýtingu. Þrjú af þessum 24 mörkum Rakelar voru stærri og mikilvægari en önnur og áttu risastóran þátt í því að KA/Þór vann þrjá leiki. Eftir að hafa tapað fyrsta leiknum gegn ÍBV í undanúrslitunum þurfti KA/Þór að fara til Eyja og vinna til að knýja fram oddaleik. Og það gerðu Akureyringar og unnu 21-24 sigur. Þegar skammt var til leiksloka var staðan jöfn, 21-21, eftir tvö mörk í röð frá ÍBV. Þá skoraði Rakel afar mikilvægt mark af línunni eftir að hafa tekið frákast og kom KA/Þór aftur yfir. Gestirnir skoruðu svo tvö mörk í viðbót og gulltryggðu sér sigurinn. Oddaleikur KA/Þórs og ÍBV var gríðarlega spennandi og úrslitin réðust í framlengingu. Þar steig Rakel fram og skoraði sigurmark Akureyringa þegar hún fór inn úr hægra horninu og setti boltann skemmtilega yfir Mörtu Wawrzykowska í marki Eyjakvenna. Lokatölur 27-26, KA/Þór í vil. Í seinni viðureign Vals og KA/Þórs í endurtók Rakel svo leikinn frá því gegn ÍBV. Í stöðunni 22-23 fyrir Akureyringa fór Rakel inn úr hægra horninu og „hausaði“ Sögu Sif Gísladóttur eins og ekkert væri eðlilegra fyrir átján ára leikmann í stærsta leik sínum á ferlinum. Þessi þrjú mikilvægu mörk Rakelar má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Mikilvæg mörk Rakelar Söru Rakel skoraði alls 75 mörk í deildar- og úrslitakeppninni í vetur og var með 70,1 prósent skotnýtingu. KA/Þór vann alla þrjá titlana sem keppt var um á tímabilinu. Liðið vann Meistarakeppnina eftir sigur á Fram, 23-30, og varð svo deildarmeistari eftir jafntefli við Fram í Safamýrinni, 27-27. Akureyringar settu svo punktinn fyrir aftan frábært tímabil með því að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á Hlíðarenda í gær. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Liðsheildin í þessu liði er mögnuð Matea Lonac markmaður KA/Þór var í skýjunum með Íslandsmeistaratitilinn eftir leik. 6. júní 2021 18:21 Spennt að komast norður og fagna með fólkinu Aldís Ásta Heimisdóttir hefur spilað frábærlega í úrslitaeinvíginu gegn Val. Hún skoraði 6 mörk í dag og var í skýjunum með Íslandsmeistaratitilinn. 6. júní 2021 18:15 KA/Þór voru langbestar á tímabilinu og áttu þetta skilið Ágúst Þór Jóhannsson þjáfari Vals var súr með silfrið eftir að hafa tapað úrslitaeinvíginu gegn KA/Þór. 6. júní 2021 18:05 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KA/Þór 23-25 | KA/Þór Íslandsmeistari í fyrsta sinn KA/Þór varð í dag Íslandsmeistari í fyrsta sinn eftir sigur á Val, 23-25, í Origo-höllinni. Akureyringar unnu einvígið, 2-0. 6. júní 2021 18:40 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Sjá meira
Rakel skoraði 24 mörk í fimm leikjum í úrslitakeppninni í aðeins 31 skoti sem gerir 77 prósent skotnýtingu. Þrjú af þessum 24 mörkum Rakelar voru stærri og mikilvægari en önnur og áttu risastóran þátt í því að KA/Þór vann þrjá leiki. Eftir að hafa tapað fyrsta leiknum gegn ÍBV í undanúrslitunum þurfti KA/Þór að fara til Eyja og vinna til að knýja fram oddaleik. Og það gerðu Akureyringar og unnu 21-24 sigur. Þegar skammt var til leiksloka var staðan jöfn, 21-21, eftir tvö mörk í röð frá ÍBV. Þá skoraði Rakel afar mikilvægt mark af línunni eftir að hafa tekið frákast og kom KA/Þór aftur yfir. Gestirnir skoruðu svo tvö mörk í viðbót og gulltryggðu sér sigurinn. Oddaleikur KA/Þórs og ÍBV var gríðarlega spennandi og úrslitin réðust í framlengingu. Þar steig Rakel fram og skoraði sigurmark Akureyringa þegar hún fór inn úr hægra horninu og setti boltann skemmtilega yfir Mörtu Wawrzykowska í marki Eyjakvenna. Lokatölur 27-26, KA/Þór í vil. Í seinni viðureign Vals og KA/Þórs í endurtók Rakel svo leikinn frá því gegn ÍBV. Í stöðunni 22-23 fyrir Akureyringa fór Rakel inn úr hægra horninu og „hausaði“ Sögu Sif Gísladóttur eins og ekkert væri eðlilegra fyrir átján ára leikmann í stærsta leik sínum á ferlinum. Þessi þrjú mikilvægu mörk Rakelar má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Mikilvæg mörk Rakelar Söru Rakel skoraði alls 75 mörk í deildar- og úrslitakeppninni í vetur og var með 70,1 prósent skotnýtingu. KA/Þór vann alla þrjá titlana sem keppt var um á tímabilinu. Liðið vann Meistarakeppnina eftir sigur á Fram, 23-30, og varð svo deildarmeistari eftir jafntefli við Fram í Safamýrinni, 27-27. Akureyringar settu svo punktinn fyrir aftan frábært tímabil með því að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á Hlíðarenda í gær. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Liðsheildin í þessu liði er mögnuð Matea Lonac markmaður KA/Þór var í skýjunum með Íslandsmeistaratitilinn eftir leik. 6. júní 2021 18:21 Spennt að komast norður og fagna með fólkinu Aldís Ásta Heimisdóttir hefur spilað frábærlega í úrslitaeinvíginu gegn Val. Hún skoraði 6 mörk í dag og var í skýjunum með Íslandsmeistaratitilinn. 6. júní 2021 18:15 KA/Þór voru langbestar á tímabilinu og áttu þetta skilið Ágúst Þór Jóhannsson þjáfari Vals var súr með silfrið eftir að hafa tapað úrslitaeinvíginu gegn KA/Þór. 6. júní 2021 18:05 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KA/Þór 23-25 | KA/Þór Íslandsmeistari í fyrsta sinn KA/Þór varð í dag Íslandsmeistari í fyrsta sinn eftir sigur á Val, 23-25, í Origo-höllinni. Akureyringar unnu einvígið, 2-0. 6. júní 2021 18:40 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Sjá meira
Liðsheildin í þessu liði er mögnuð Matea Lonac markmaður KA/Þór var í skýjunum með Íslandsmeistaratitilinn eftir leik. 6. júní 2021 18:21
Spennt að komast norður og fagna með fólkinu Aldís Ásta Heimisdóttir hefur spilað frábærlega í úrslitaeinvíginu gegn Val. Hún skoraði 6 mörk í dag og var í skýjunum með Íslandsmeistaratitilinn. 6. júní 2021 18:15
KA/Þór voru langbestar á tímabilinu og áttu þetta skilið Ágúst Þór Jóhannsson þjáfari Vals var súr með silfrið eftir að hafa tapað úrslitaeinvíginu gegn KA/Þór. 6. júní 2021 18:05
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KA/Þór 23-25 | KA/Þór Íslandsmeistari í fyrsta sinn KA/Þór varð í dag Íslandsmeistari í fyrsta sinn eftir sigur á Val, 23-25, í Origo-höllinni. Akureyringar unnu einvígið, 2-0. 6. júní 2021 18:40